Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Skagfjörðshús 1879
Hliðstæð nafnaform
- Solveigarhús
- Hús Hjartar Jónassonar
- Blöndubyggð 8, þó heldur ofar
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
1898 -
Saga
Skagfjörðhús (Sólveigarhús / Hús Hjartar Jónassonar). Var þar sem Blöndubyggð 8 er nú, en heldur ofar en Bjarg. Solveigarhús 1898. Hús Hjartar Jónassonar 1905.
Staðir
Blönduós gamlibærinn aðeins ofar en Bjarg:
Réttindi
Starfssvið
Jón Skagfjörð, sem vann sem beykir við verslun á Blönduósi byggði þetta hús 1879. Það mun hafa staðið þar sem nú er Blöndubyggð 8 en heldur ofar en Bjarg stendur. Eftir að Jón lést 1898 var húsið kennt við sambýliskonu hans og kallað Sólveigarhús.
Úttekt er gerð á húsi og lóð Jóns 3.6.1889 og hljóðar svo: Lóðin er nær 3 álnir norður fyrir húsið. Í austur frá húsgafli 15 álnir í skurð og frá vesturgafli 2 álnir. Til suðurs er lengd lóðarinnar 36 álnir svo hún er öll um 1152 ferálnir þar af húsgrunnur 132 álnir. Húsinu er þá lýst þannig: Hús Jóns Skagfjörðs er 15 álnir á lengd og 8 3/4 álnir á breidd að utanmáli. Veggir úr torfi. Í vesturenda hálfstafn úr borðum með gluggum í austurenda stafn allur úr torfi. Í vesturenda er eitt herbergi alþiljað, með ofni, en í austurenda búr og eldhús, óþiljað á þrjár hliðar. Öll innanbyggingin, húsgrindin, þiljur og gólf fremur lélegt. Húsið er metið á 180 krónur.
Húsið hefur trúlega verið endurbyggt síðar því búið var í því meira en 20 ár eftir að úttektin var gerð. Sólveig býr í húsinu til 1905 og hefur líklega selt Hirti húsið, því hún hverfur burt af staðnum um tíma, en Hjörtur var líka í húsinu síðasta árið sem Sólveig er þar.
Hann fær svo nýjan lóðarsamning 15.4.1905 og minnkar lóðin þá nokkuð. Nýi samningurinn er um 30 x 30 álna lóð, sem takmarkast að austan af skurði, að sunnan og vestan af túni Möllersverslunar og lóð Friðfinns. Ekki er vitað hve lengi húsið stóð, en það getur hafa staðið eitthvað eftir að Bjarg reis, en varla lengi. Tveir Blönduósingar fæddir 1920 töldu Þorfinn Jónatansson hefði flutt Solveigarhús upp að sínu húsi, Sólheimum um 1930. Það er ótrúlegt. Húsið hefur þá verið byggt algjörlega upp, ens er ótrúlegt að það hafi staðið svo lengi á þessum stað.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
1879-1905- Jón Jónsson Skagfjörð, f. 1848, d. 1898. Tökubarn á Varmalandi í Sæmundarhlíð, Skag. 1850. Beykir á Blönduósi. Ókvæntur. „Hann “dó úr höfuðkvöl og fékk seinast krampa„“ segir í Skagf. 1850-1890 IV. Maki; Solveig Guðmundsdóttir f. 8. jan. 1836, d. 29. ágúst 1927. Sennilega sú sem var tökubarn á Ásum, Svínavatnssókn, Hún. 1845. Húsfreyja á Hrafnagili í Laxárdal ytri, Skag. Var í Múla í Línakradal 1910. Ekkja hjá dóttur sinni 1920,
Börn þeirra;
1) Guðrún Skagfjörð f. 1878, sjá Ólafshús og Guðrúnarhús,
2) Lára (1876). Var ógift hjú á Blönduósi 1901. Óvíst hvort/hvar í manntalinu 1910. Fór til Vesturheims 1911 frá Blöndósi, Torfalækjarhreppi, Hún. sjá Möllers íbúðarhús.
Barn hennar með Jóhanni Guðmundssyni (1830-1890) Hafragili á Laxárdal ytri;
3) Björg Jóhannsdóttir (1863-1950) Þverá, sjá Böðvarshús 1920.
1890- Einar Stefánsson f. 2. júlí 1863 d. 29. okt. 1931, maki 1884; Björg Jóhannsdóttir f. 17. sept. 1863 d. 19. maí 1950, sjá Böðvarshús.
1901- Margrét Magnúsdóttir, f. 20. mars 1853. Var í Laugarbrekku, Laugarbrekkusókn, Snæf. 1860. Vinnukona í Réttarholti í Blönduhlíð, Skag. 1870.
1901- Steinunn Sigríður Jóhannsdóttir f. 13. apríl 1854 í Eyjakoti, leigjandi Brekkubæ 1920, sjá hús Jóns A. Jónssonar 1910 og Kristjaníu 1933. Frá Þorbrandsstöðum á Laxárdal ytri.
1905- Hjörtur Jónasson (gæti verið sá sem er fæddur 1842 og d 1924. Stóra-Bergi Skagaströnd 1901, maki; Helga Eiríksdóttir (1841-1913) faðir Jóns Hjartarsonar í Saurbæ Vatnsdal).
Sonur hans;
1) Jón Hjartarson (1880-1963). Tökubarn á Urðarbaki, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1880. Hjú á Kornsá, Undirfellssókn, Hún. 1901. Húsbóndi á Grettisgötu 50, Reykjavík 1930. Bóndi í Saurbæ í Vatnsdal, Áshr., A-Hún. Síðar Alþingisvörður í Reykjavík. Kjördóttir: Margrét J. Frederiksen, f.1.3.1917, d.17.12.2003.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH-Blö
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 22.5.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ Býlaskrá Blönduóss 1876 -1957
Upplýsingar um lóðamörk eru fengnar frá Jóni Arasyni (1949) í Skuld.
Skilningur á staðsetningu er alfarið minn. GPJ.
Húnavaka, 1. tölublað (01.05.2006), Blaðsíða 148. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=
Húnavaka, 1. tölublað (01.05.1999), Blaðsíða 99. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=6359390