Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Skafti Jósefsson (1839-1905) ritstjóri Akureyri, frá Hnausum
Hliðstæð nafnaform
- Björn Skafti Jósefsson (1839-1905)
- Björn Skafti Jósefsson ritstjóri
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
17.6.1839 - 16.3.1905
Saga
Björn Skafti Jósefsson 17. júní 1839 - 16. mars 1905 Var á Hnausum, Þingeyrasókn, Hún. 1845. Ritstjóri á Akureyri og Seyðisfirði. Húsbóndi, ritstjóri í Stóru Strandgötu, Akureyrarsókn, Eyj. 1880. Nefndur Skapti í Reykjahl. Sagður heita Björn Skapti Stephán í mt 1860.
Staðir
Hnausar í Þingi; Akureyri; Seyðisfjörður:
Réttindi
Starfssvið
Ritstjóri:
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans; Jósef Skaptason 28. maí 1802 - 30. júní 1875 Kanillíráð og læknir í Hnausum, A-Hún. Var á Skeggjastöðum, Skeggjastaðasókn, Múl. 1801. „Stúderaði og sigldi“, segir Espólín, og kona hans 16.7.1837; Anna Margrét Björnsdóttir 22. apríl 1814 - 14. desember 1885 Húsfreyja á Hnausum, Hún. Var í Daníelshúsi, Stykkishólmssókn, Snæf. 1880. Ekkja. Espólín nefnir hana Margréti Maríu Björnsdóttur en það er líklega rangt. Í almanaki.1887 er hún nefnd Anna Bjarnadóttir.
Systkini;
1) Björn Stefán Jósefsson 16. júní 1840 - 21. júní 1913 Var á Hnausum, Þingeyrarsókn, Hún. 1845. Húsbóndi, bóndi á Hnausum, Þingeyrasókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1883 frá Hnausum, Sveinsstaðahreppi, Hún. Nefndi sig Björn Skaptason þar vestra. Nefndur Björn Skafti í V-Ís.æv. Kona hans 8.12.1870; Margrét Stefánsdóttir 22. ágúst 1847 - 22. október 1907 Var í Gautsdal, Garpsdalssókn. Barð. 1860. Kona hans á Hnausum, Þingeyrasókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1883 frá Hnausum, Sveinsstaðahreppi, Hún. Síðast bús. í Winnipeg.
2) Benedikt Jón Jósefsson 12. október 1842 - 20. júlí 1850
3) Brynjólfur Timotheus Jósefsson 28. desember 1848 - 17. júní 1850
4) Magnús Ólafur Jósepsson Skaftason 4. febrúar 1850 - 8. mars 1932 Bóndi á Halldórsstöðum í Bárðardal 75-78. Prestur á Lundarbrekku í Bárðardal, Þing. 1874-1878, Kvíabekk í Ólafsfirði, Eyj.1878-1883, Hvammi í Laxárdal, Skag. 1883-1887 og síðar únítaraprestur í Kanada. Ritstjóri Heimskringlu og fleiri blaða vestanhafs. Fór til Vesturheims 1887 frá Hvammi í Laxárdal, Skefilsstaðahreppi, Skag. Var í Gimli, Lisgar, Manitoba, Kanada 1891. Var í Souris, Bottineau, N-Dakota, Bandaríkjunum 1910. Kona hans 4.2.1876; Valgerður Sigurgeirsdóttir 8. apríl 1855 - 12. apríl 1905 Var á Galtastöðum, Kirkjubæjarsókn, N-Múl. 1860. Fór til Vesturheims 1887 frá Hvammi í Laxárdal, Skefilsstaðahreppi, Skag. Var í Gimli, Lisgar, Manitoba, Kanada 1891. Húsfreyja í Winnipeg og víðar.
Dóttir hans og Valgerðar fædd í Kanada: Fannie Guðrún Magnúsdóttir f. 28.10.1890 að Hnausum, Manitoba.
5) Guðrún Anna Thorlacius Jósefsdóttir 27. nóvember 1852 - 17. mars 1930 Húsfreyja í Stykkishólmi 1890. Maður hennar 7.9.1872; Ólafur Theódór Daníel Thorlacius 8. maí 1828 - 31. ágúst 1904 Fullt nafn: Ólafur Daníel Theodór Árnason Thorlacius. Verslunarmaður í Ólafsvík, á Búðum og í Stykkishólmi, verslunarstjóri þar 1870-1874. Alþingismaður Snæf. 1869. Húsbóndi í Sellóni, Stykkishólmssókn, Snæf. 1901.
Kona hans; Sigríður Þorsteinsdóttir 18. maí 1841 - 6. október 1924 Húsfreyja á Hnausum A-Hún., Akureyri og á Seyðisfirði. Ein af eigendum og stofnendum kvennablaðsins Framsókn á Seyðisfirði. Börn þeirra;
1) Anna Ingibjörg Skaftadóttir 13. desember 1867 - 2. ágúst 1945 Kennari á Seyðisfirði 1930. Rithöfundur á Seyðisfirði. Ógift og barnlaus. „Gáfukona, gaf um tíma út kvennablaðið Framsókn á Seyðisfirði með móður sinni“ segir Einar prófastur. Ógift.
2) Þorsteinn Jósef Gunnar Skaftason 9. október 1873 - 28. nóvember 1915 Póstmeistari og ritstjóri á Seyðisfirði. Kona hans; Þóra Matthíasdóttir 2. júní 1879 - 31. maí 1970. Móðir hennar Þóra Runólfsdóttir (1851-1923). Verzlunareigandi á Akureyri 1930. Húsfreyja í Reykjavík.
3) Tryggvi Halldór Skaftason 20. október 1880 - 25. júní 1960 Var í Glaðheimum, Seyðisfjarðarkaupstaður, N-Múl. 1901. Bókhaldari á Laugavegi 13 b, Reykjavík 1930. Símstöðvarstjóri og aðalbókari á Seyðisfirði og á Akureyri, aðalbókari Landssímans í Reykjavík.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 15.1.2018
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði