Skafti Fanndal Jónasson (1915-2006) Dagsbrún á Skagaströnd

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Skafti Fanndal Jónasson (1915-2006) Dagsbrún á Skagaströnd

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

25.5.1915 - 2.9.2006

Saga

Skafti Fanndal Jónasson fæddist á Fjalli á Skaga 25. maí 1915. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 2. september síðastliðinn. Skafti var alinn upp á Fjalli við almenn sveitastörf, hann vann öll almenn verkamannastörf og stundaði meðal annars sjó. Hann var sérstaklega laginn við allar vélar og tæki og nýttist það vel bæði til sjós og lands. Hann vann við hafnargerð á ýmsum stöðum á landinu, við skipasmíðar og húsbyggingar, fór á vertíðir suður með sjó og vestur á firði og vann á síldarplani á Raufarhöfn. Hann átti nánast allan sinn búskap trillu sem hann nefndi Kóp og stundaði fyrstur manna grásleppuveiðar frá Skagaströnd.
Skafti og Jóna áttu heima í Dagsbrún til ársins 1958, þá fluttust þau að Fellsbraut 5, síðan í Lund en í mörg ár bjuggu þau á dvalarheimili aldraðra, Sæborg, á Skagaströnd og þar bjó Skafti til æviloka.
Útför Skafta verður gerð frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Staðir

Fjall á Skaga: Dagsbrún 1941 og Lundur á Skagaströnd:

Réttindi

Starfssvið

Skafti vann öll almenn verkamannastörf og stundaði meðal annars sjó. Hann var sérstaklega laginn við allar vélar og tæki og nýttist það vel bæði til sjós og lands. Hann vann við hafnargerð á ýmsum stöðum á landinu, við skipasmíðar og húsbyggingar, fór á vertíðir suður með sjó og vestur á firði og vann á síldarplani á Raufarhöfn. Hann átti nánast allan sinn búskap trillu sem hann nefndi Kóp og stundaði fyrstur manna grásleppuveiðar frá Skagaströnd.

Lagaheimild

"Það var mikil gleði í Dagsbrún þegar þú varst að koma heim af vertíðum sem þú sóttir um árabil eins og svo margir í þá daga. Við áttum kindur, kú og ekki má gleyma hestinum þínum Bleik sem var mikill gæðagripur, en hann bar beinin þar sem nú stendur hótel Dagsbrún. Þú áttir mótorhjól sem þú skiptir á og þínum fyrsta bát sem þú nefndir Kóp. Þar um borð hlaut ég mína fyrstu vélfræðslu, fékk að "blía kertið" á Stúartinum ef hann var tregur í gang. Þegar ég varð sjóveikur sagðir þú að besta ráðið við henni væri að horfa heim og hugsa um mömmu, þetta tel ég þjóðráð og hef gefið mörgum það. Við hófum saman útgerð á Kóp númer tvö, sem gárungarnir kölluðu "Biblíuna", mikið var fiskað af grásleppu og dýrðlegir dagar á vorin og sumrin þegar Króksbjargið og Kálfhamarsvíkin skörtuðu sínu fegursta. Þá var Skafti Fanndal í essinu sínu, mikil veiði, sól í heiði, og pípan glóði, þá fuku vísur, ekki allar prenthæfar, og líka sungið og voru Dísa og dalakofinn hans Davíðs og Hallfreður vandræðaskáld ekki langt undan. Á þessum árum kynntust við vel, tveir saman úti á sjó dag eftir dag. Það er sko hægara sagt en gert að fara með tærnar þangað sem þú hafðir hælana hvað dugnað og þrautseigju snertir og alltaf kom glampi í augun þín þegar minnst var á grásleppuárin og ekki að ástæðulausu, því enginn var grásleppukóngur nema þú."

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans voru Jónas Þorvaldsson 6.8.1875 - 21.4.1941 bóndi á Fjalli og kona hans Sigurbjörg Jónasdóttir 4.11.1885 - 25.4.1980.
Systkini Skafta eru Guðríður, f. 1908-1982, Ólafur Ágúst, f. 1909-1980, og Hjalti Líndal, f. 1911-1935, sem eru látin, og Jóhanna, f. 15.10.1917, búsett á Skagaströnd.
Skafti kvæntist 17. júní 1939 í Ketukirkju á Skaga Jónu Guðrúnu Vilhjálmsdóttur, f. 15. júlí 1918, d. 13. júlí 2003, foreldrar hennar voru Jónas Guðmundsson (1840-1886) Eyrarlandi og Anna Sigríður Jónsdóttir (1849-1921). Þau hófu búskap sama ár á Fjalli og bjuggu þar til ársins 1941, er þau fluttu búferlum til Skagastrandar, þá með tvö elstu börnin sín. Skafti og Jóna eignuðust sjö börn, en tvö þau yngstu, drengir, fæddust andvana.
1) Hjalti, f. 8. mars 1940, Maki III kvæntur Jónínu Þorsteinsdóttur Arndal (1941), þau búa í Hafnarfirði. Hann á fimm börn, Matthías Ingvar, Guðlaug Örn, Óskar Þór, Valdimar Núma og Pálínu Ósk. Maki I, Hrafnhildur Auður Ágústsdóttir (1942-1997) skildu, maki II Friðbjörg Þórunn Oddsdóttir (1938) skildu.
2) Jónas, f. 26. febrúar 1941, búsettur á Blönduósi. Hann á sex börn, Jónu Fanndal, Elíni Írisi, Skafta Fanndal, Sigurð, Róbert Vigni og Jónas Inga. Kona I. Íris Sveinbjörnsdóttir (1940), skildu. kona II Ingunn Guðmundsdóttir (1951) skildu.
3) Vilhjálmur Kristinn, f. 9 apríl 1942, kvæntur Maki III Salome Jónu Þórarinsdóttur (1954), þau eru búsett á Skagaströnd. Hann á fjögur börn, Sigrúnu Önnu, Dagnýju Guðrúnu, Vilhjálm Magnús og Sólveigu Steinunni. Maki I Hafdís Olga Eyfjörð Emilsdóttir (1947) skildu. Maki II Inga Guðmundsdóttir (1952) skildu.
4) Anna Eygló, f. 12. júní 1944, sambýlismaður Gunnþór Guðmundsson (1944), þau eru búsett í Keflavík. Hún á fjögur börn, Valdísi Eddu, Hafþór Hlyn, Laufeyju og Vilhjálm Fannar. Maki I Vilmundur Árnason (1938) skildu.
5) Þorvaldur Hreinn, f. 6. júní 1949, kvæntur Ernu Sigurbjörnsdóttur (1951), þau eru búsett í Hafnarfirði. Þau eiga þrjú börn, Sigurbjörn Fanndal, látinn, Hafdísi Fanndal og Jónas Fanndal. Uppeldisdóttir Skafta og Jónu er dótturdóttir þeirra,
0) Valdís Edda Fanndal Valdemarsdóttir 20. október 1963, gift Hlíðari Sæmundssyni (1964) dóttir Önnu, þau eru búsett í Garði. Þau eiga sex börn.
Skafti og Jóna eiga mikinn fjölda afkomenda.

Almennt samhengi

Skafti og Jóna byggðu sér hús úr gömlum vegavinnuskúr sem var fluttur frá Blönduósi og var hann stækkaður eftir því sem börnunum fjölgaði, þetta hús nefndu þau Dagsbrún.

Tengdar einingar

Tengd eining

Erna Sigurbjörnsdóttir (1951) Blönduósi (22.5.1951 -)

Identifier of related entity

HAH03352

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðný Þorvaldsdóttir (1878-1953) Viðvík (5.1.1878 - 5.10.1953)

Identifier of related entity

HAH04187

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Anna Eygló Skaftadóttir Fanndal (1944) Dagsbrún Skagaströnd (15.7.1918 - 13.7.2003)

Identifier of related entity

HAH02316

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Anna Eygló Skaftadóttir Fanndal (1944) Dagsbrún Skagaströnd

er barn

Skafti Fanndal Jónasson (1915-2006) Dagsbrún á Skagaströnd

Dagsetning tengsla

1944 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hjalti Skaftason (1940) Dagsbrún á Skagaströnd (8.3.1940 -)

Identifier of related entity

HAH06516

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Hjalti Skaftason (1940) Dagsbrún á Skagaströnd

er barn

Skafti Fanndal Jónasson (1915-2006) Dagsbrún á Skagaströnd

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jóna Guðrún Vilhjálmsdóttir (1918-2003) (15.7.1918 - 13.7.2003)

Identifier of related entity

HAH01599

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Jóna Guðrún Vilhjálmsdóttir (1918-2003)

er maki

Skafti Fanndal Jónasson (1915-2006) Dagsbrún á Skagaströnd

Dagsetning tengsla

1939 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Árni Jónasson (1877-1951) (2.12.1877 - 4.11.1951)

Identifier of related entity

HAH03526

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Árni Jónasson (1877-1951)

is the cousin of

Skafti Fanndal Jónasson (1915-2006) Dagsbrún á Skagaströnd

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Dagsbrún á Skagaströnd

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsbrún á Skagaströnd

er stjórnað af

Skafti Fanndal Jónasson (1915-2006) Dagsbrún á Skagaströnd

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01993

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 25.7.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir