Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Sjúkraskýli Aðalgötu 7 Blönduósi 1915
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
1915-
Saga
Húsið var reist nokkru seinna en læknisbústaðurinn og var frá upphafi sambyggt því (Aðalgötu 5). Frá 1940 hefur inngangur í húsið verið um inngönguskúr á suðurgafli en var upphaflega gengið upp tröppur frá Aðalgötu. Húsin nr. 5 og 7 standa á stórri gróinni lóð og virðast hafa sameignlegt garðsvæði.
Staðir
Blönduós gamlibærinn, Aðalgata 7.
Réttindi
Fyrsti eigandi og byggjandi húss: Júlíus Halldórsson, héraðslæknir
Húsið lengt: Eigandi og byggjandi: Sýslunefnd Austur-Húnavatnssýslu
Upphafleg notkun: sjúkraskýli
Upphafleg gerð húss:
Tegund Timbur
Klæðning Bárujárn
Þakgerð Mænisþak
Þakklæðning Bárujárn
Undirstaða Steinsteypt
Útlit Einlyft, kjallari, útitröppur
Helstu breytingar:
• Líkhús rifið
• 1929 Viðbygging (húsið lengt)
• 1929 Útitröppur á götuhlið fjarlægðar
• 1929 Dyr að Aðalgötu fjarl. og gluggi settur í staðinn
• 1972 Inngönguskúr reistur við suðurgafl
• Ný klæðning (ártal óvisst)
• Gluggarammar nema í opnanlegum fögum fjarl. (áó)
• Krosspóstar fjarlægðir í tveimur gluggum í kjallara, götumegin.
Starfssvið
Fábrotinn „Alþýðustíll“
Lagaheimild
SAGA
Húsið var byggt sem sjúkraskýli eins og áður er getið 1922-´23. Sex árum síðar var húsið lengt meðfram götunni. Þá hafði verið rifið hús sem þar stóð. Í því húsi hafði verið líkhús. Húsið er nú nýtt til íbúðar.
BYGGINGARLAG, EFNI og ÁSTAND
Húsið er í fábrotnum „Alþýðustíl“. Húsið er einnar hæðar timburhús á steyptum kjallara. Upphaflega húsið var lengt meðfram götunni sex árum eftir að það var reist en annað hús, sem þar stóð hafði verið rifið eins og áður segir. Húsið var klætt bárujárni. Upphaflega var gengið upp timburtröppur inn í húsið frá götuhlið. Tröppurnar voru fjarlægðar 1929 og gluggi settur í stað hurðar. Gluggar eru með krosspóstum, en gluggarammar hafa verið fjarlægðir nema í opnanlegum fögum og í kjallara hafa auk þess nokkrir gluggar verið augnstungnir. Á mynd frá 1972 er kominn inngönguskúr úr steinsteypu á suðgafl hússins.
Inngönguskúrinn stingur nokkuð í stúf við stíl og gerð hússins. Á svipuðum tíma er sett ný klæðning á veggi úr trapesulaga járni. Húsið er að öðru leyti nánast óbreytt frá upphafi. Ástand þess er nokkuð gott en æskilegt væri að veggklæðning og gluggar yrðu færðir að upprunalegu útliti við endurgerð og inngönguskúr aðlagaður betur að húsinu.
Innri uppbygging/ættfræði
1933 og 1951- Filippía Magnea Björnsdóttir f. 11. okt. 1885 Kambhóli Gamlaströnd, d. 29. sept. 1969. Var á Sjúkrahúsinu, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Þvottatæknir. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Ógift.
Börn hennar;
1) Helgi Þorvarðarson (1906-1978). Afgreiðslumaður í lyfjabúð á Blönduósi 1930. Lyfsalasveinn í Reykjavík.
2) Hjalti Þorvarðarson (1915-1967). Sjúklingur á sjúkrahúsinu á Blönduósi 1930. Var í Helgafelli, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Lyfsalasveinn. Ókvæntur.
- Kristín Blöndal f. 16. des. 1901 d. 22. maí 1959. Vetrarstúlka á Blönduósi 1930. Veitingastýra. Var í Matarbragga, Blönduóshr., A-Hún. 1947 og 1957. Ógift.
1933 og 1946. Jóhanna Margrét Björnsdóttir, f. 25. mars 1891 d. 28. ágúst 1991, hjúkrunarkona frá Syðra-Hóli, sjá Sólbakka. Akureyri.
-
Steinunn Jakobsdóttir f. 20. apríl 1904 d. 15. nóvember 1958. Ráðskona á Sólheimum í Reykjavík. Ógift.
-
Kristín Sigríður Jónína Sigurbjörnsdóttir (1909-2006), frá Féeggsstöðum Ef. Akureyri. Var í Reykjavík 1910.
-
Sigurður Semingsson f. 29. jan. 1867 d. 5. okt. 1949, Hvammi Laxárdal fremri. Kona hans 13.6.1893; Elísabet Jónsdóttir f. 9.7.1865 - 12.9.1920.
Börn þeirra;
1) Guðmundur Þorsteinn Sigurðsson (1901-1967). Sjá Enni;
2) Sveinbjörg (1905-1981). Vinnukona í Lambhaga, Hríseyjarsókn, Eyj. 1930. Síðast bús. á Akureyri.
3) Guðlaug Sigurðardóttir (1907-2002). Sjá Kúskerpi. -
Guðrún Jónína Þorfinnsdóttir f. 9. nóv 1895 d. 1. des. 1994, sjá Hnjúka.
-
Kristín Vilhjálmsdóttir 7. maí 1896 d. 1. mars 1978. Var í Ásgeirsárseli, Víðidalstungusókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Hnausum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Ljósmóðir. Síðast bús. í Reykjavík.
Barn;
1) Guðrún Sigurbjörg Jóhannsdóttir f. 30. apríl 1934. -
Hans Kristján Snorrason (1918-1990) sjá Pétursborg.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH-Blö
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 28.5.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ Býlaskrá Blönduóss 1876 - 1957
file:///C:/Users/Notandi/OneDrive%20-%20Bl%C3%B6ndu%C3%B3sb%C3%A6r/Husakonnun-a-Blonduosi-2015-lokahefti.pdf