Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Sigvaldi Stefánsson Kaldalóns (1881-1946) læknir Grindavík
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
13.1.1881 - 28.7.1946
Saga
Frostaveturinn mikla 1917-18 veiktist Sigvaldi af taugaveiki og náði sér aldrei fyllilega eftir það. Hann fluttist frá Ármúla 1921. Hann dvaldist á Vífilstaðahæli og fór síðan utan til Kaupmannahafnar á heilsuhæli. Dvöl hans í Grindavík hefur verið líkt við "menningarlega vígslu" í héraðinu. Þar dvöldu löngum hjá honum eða í návist hans þjóðkunnir listamenn eins og Gunnlaugur Scheving, Halldór Laxness, Ríkharður Jónsson, Steinn Steinarr o.fl.
Staðir
Kaupmannahöfn: Hólmavík: Ármúli í Nauteyrarhreppi: Flatey: Grindavík 1929:
Réttindi
Sigvaldi nam læknisfræði við Læknaskólann í Reykjavík og hélt að því loknu í framhaldsnám til Kaupmannahafnar.
Starfssvið
Þegar heim kom starfaði hann vetrarlangt sem læknir á Hólmavík en fékk síðan veitingu fyrir læknishéraði við Inn-Djúpið og bústað á Ármúla í Nauteyrarhreppi nálægt Kaldalóni vorið 1911. Hann hreifst mjög af náttúrunni þar í kring og tók síðar upp ættarnafnið Kaldalóns. Þegar honum hafði batnað sótti hann um Flateyjarhérað árið 1926 og var veitt það. Sigvaldi var læknir við héraðslæknisembættið í Keflavík árin 1929-45, búsettur í Grindavík
Lagaheimild
Í Flatey samdi hann lagið við ljóð Eggerts Ólafssonar, Ísland ögrum skorið og þar söng Eggert Stefánsson óperusöngvari, bróðir hans það fyrst opinberlega. Í Flatey var hann þar til hann fluttist í Keflavíkurhéraðið. Meðal annara þekktustu laga hans sem allir landsmenn þekkja má nefna: Ave maria, Fjallið eina, Hamraborgin, Kirkjan ómar öll, Nóttin var sú ágæt ein, Á Sprengisandi, Suðurnesjamenn, Svanasöngur á heiði, Erla, góða Erla; Draumur hjarðsveinsins, Þú eina hjartans yndið mitt og Ég lít í anda liðna tíð.
Minnisvarði um Sigvalda er við Menningarmiðstöð Grindavíkur en Sigvaldi bjó og starfaði í Grindavík í 16 ár frá 1929 - 1945. Einnig eru minnisvarðar um Sigvalda í Kaldalóni og í Flatey. Hann er eitthvert ástsælasta tónskáld Íslendinga.
Innri uppbygging/ættfræði
Sigvaldi Kaldalóns fæddist í Vaktarabænum í Grjótaþorpinu í Reykjavík 13. janúar 1881, sonur Stefáns Egilssonar f. 2. desember 1845 - 30. nóvember 1931 Múrari í Reykjavík. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Í Íslenskum æviskrám er Stefán sagður launsonur Magnúsar Waage og þetta er endurtekið í Iðnaðarm. og k.h., Sesselju Sigvaldadóttur 3. maí 1858 - 9. apríl 1947. Ljósmóðir í Reykjavík. Húsfreyja í Reykjavík 1910.. Stefán var hálfbróðir Jóns, b. í Litlabæ, föður Guðmundar Kamban rithöfundar og Gísla Jónssonar alþm. Í móðurætt var Sigvaldi þremenningur við séra Bjarna Þorsteinsson á Siglufirði. Bróðir Sigvalda var Eggert söngvari.
Í Kaupmannahöfn kynntist hann einnig verðandi eiginkonu sinni, Karen Margrethe Mengel Thomsen 26. nóvember 1882 - 17. apríl 1958 Var í Ármúla í Nauteyrars., N-Ís. 1910. Húsfreyja í Pálshúsum, Járngerðarstaðahverfi, Grindavíkursókn, Gull. Hjúkrunarkona. Nafn: Karen Margrethe Christiane Mengel-Thomsen. Faðir: Hans Christian. Fyrrverandi læknisfrú í Grindavík.
Börn þeirra:
1) Snæbjörn Stefánsson Sigvaldason Kaldalón 21. febrúar 1910 - 12. júlí 1975 Var á Ránargötu 34, Reykjavík 1930. Lyfsali á Siglufirði, síðast bús. í Reykjavík.
2) Sigvaldi Þórður Sigvaldason Kaldalóns 7. nóvember 1915 - 14. apríl 1948 Var á Ránargötu 34, Reykjavík 1930. Garðyrkjufræðingur í Reykjavík 1945.
3 Selma Cecelia María Kaldalóns f. 27. desember 1919 - 12. desember 1984 Húsfreyja og píanóleikari og lagahöfundur Selfossi, síðast búsett á Seltjarnesi. Maður hennar var Jón Gunnlaugsson f. 8. maí 1914 - 14. apríl 1997 Var í Kaupmannshúsi, Skeggjastaðasókn, N-Múl. 1930. Læknir á Reykhólum, Selfossi og í Reykjavík. Síðast bús. á Seltjarnarnesi.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Sigvaldi Stefánsson Kaldalóns (1881-1946) læknir Grindavík
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 24.7.2017
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
©GPJ ættfræði.
íslendingabók
mbl 7.8.1946. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1260197