Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Sigurbjörn Einarsson (1911-2008) Biskup yfir Íslandi
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
30.6.1911 - 28.8.2008
Saga
Sigurbjörn Einarsson fæddist á Efri-Steinsmýri í Meðallandi 30. júní 1911. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 28. ágúst síðastliðinn. Sigurbjörn ólst upp í Meðallandinu. Útför Sigurbjörns verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði.
Staðir
Efri-Steinsmýri í Meðallandi:
Réttindi
hóf nám við Menntaskólann í Reykjavík 1926 og lauk þaðan stúdentsprófi 1931. Hann hóf nám í guðfræði við Háskóla Íslands en hélt árið 1933 til Svíþjóðar þar sem hann stundaði nám í grísku og klassískri fornfræði og almennum trúarbragðavísindum í Uppsölum og Stokkhólmi 1933-1937 og lauk það ár filosofie kandidatsexamen. Ári síðar lauk hann embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands. Hann stundaði framhaldsnám í nýjatestamentisfræðum við Uppsalaháskóla vormisserið 1939 og trúfræði við Cambridge-háskóla sumarið 1945. Veturinn 1947-1948 dvaldist hann erlendis við nám, lengstum í Basel, og lagði stund á trúfræði.
Starfssvið
Sigurbjörn var prestur á Breiðabólstað á Skógarströnd 1938-1941, vígður 11. september 1938. Hann var prestur í Hallgrímsprestakalli í Reykjavík 1941-1944. Hann var skipaður dósent í guðfræði 10. október 1944 og prófessor í guðfræði 1949. Kennslugreinar hans voru trúfræði og almenn trúarbragðafræði auk ritskýringar Nýja testamentisins og greina í kennimannlegri guðfræði. Áður hafði hann verið settur kennari við guðfræðideild haustið 1943 í nýjatestamentisfræðum, samstæðilegri guðfræði og kennimannlegri guðfræði. Á árunum 1941-1943 var hann stundakennari við guðfræðideildina í almennum trúarbragðafræðum og var það í fyrsta sinn sem sú grein var kennd við Háskóla Íslands.
Sigurbjörn var skipaður biskup yfir Íslandi frá 1. júlí 1959, vígður 21. júní s.á., og gegndi því embætti til hausts 1981 að hann lét af störfum vegna aldurs.
Sigurbjörn gegndi mörgum trúnaðarstörfum og tók mikinn þátt í margs kyns félagslífi. Hann sat í stjórnum og nefndum margra samtaka og bæði sem prófessor og biskup sótti hann ráðstefnur og fundi erlendis og tók þátt í alþjóðlegu samstarfi á sviði guðfræði og kirkjumála
Lagaheimild
Eftir hann liggur mikill fjöldi ritsmíða og var nákvæm ritaskrá hans tekin saman og gefin út í Kirkjuritinu 1. hefti 2007. Eftir að Sigurbjörn lét af embætti 1981 var fjarri því að hann settist í helgan stein heldur var hann vinsæll prédikari og fyrirlesari víðs vegar um landið og ritaði margar greinar í blöð og tímarit og samdi nokkrar bækur. Sigurbjörn hefur hlotið margvíslega viðurkenningu fyrir störf sín. Hann var kjörinn heiðursdoktor í guðfræði við Háskóla Íslands 1961 og við University of Winnipeg 1975. Hann var félagi í Vísindafélagi Íslendinga og hlaut heiðursverðlaun úr Verðlaunasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright 1987 og hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember 2007. Hann var heiðursfélagi í Prestafélagi Íslands, Félagi íslenskra rithöfunda, Hinu íslenska biblíufélagi og Prestafélagi Suðurlands. Hann var sæmdur stórriddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu og hlaut einnig nokkur erlend heiðursmerki.
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans voru Einar Sigurfinnsson bóndi, f. 14. september 1884, d. 17. maí 1979, og fyrri kona hans Gíslrún Sigurbergsdóttir, f. 21. júní 1887, d. 1. janúar 1913.
Albróðir Sigurbjörns var Sigurfinnur sjómaður og verkstjóri, f. 3. desember 1912, d. 23. febrúar 2004,
hálfbróðir, sonur Einars og síðari konu hans Ragnhildar Guðmundsdóttur 29. apríl 1895 - 7. október 1990 Húsfreyja á Iðu , Bræðratungusókn, Árn. 1930. Síðast bús. í Hveragerðisbæ, var Guðmundur garðyrkjubóndi, f. 19. febrúar 1929, d. 17. desember 2004.
Sigurbjörn kvæntist 22. ágúst 1933 Magneu Þorkelsdóttur, f. 1. mars 1911, d. 10. apríl 2006. Foreldrar hennar voru hjónin Þorkell Magnússon, vélstjóri og sótari, f. 13. september 1881, d. 10. júní 1956, og Rannveig Magnúsdóttir, húsfreyja, f. 18. febrúar 1885, d. 17. desember 1977. Systir Magneu var Inga Guðríður, f. 17. september 1912, d. 22. mars 2005.
Börn Magneu og Sigurbjörns eru:
1) Gíslrún kennari, f. 23. september 1934, gift Kjartani Ólafssyni fv. ritstjóra, f. 2. júní 1933. Börn þeirra: Edda kennari, gift Sigurjóni Gunnarssyni og eiga þau tvo syni, fyrir átti Edda son sem er kvæntur og á einn son; Halla kennari, gift Páli Valssyni og eiga þau þrjár dætur og eitt barnabarn; Signý skrifstofumaður, gift Páli Eyjólfssyni og eiga þau tvær dætur og eitt barnabarn; Inga skrifstofumaður, gift Kára Kárasyni og eiga þau tvö börn; og Katla þjóðfræðingur, gift Kristni Schram og eiga þau tvö börn.
2) Rannveig hjúkrunarfræðingur, f. 28. febrúar 1936, gift Bernharði Guðmundssyni presti, fv. rektor, f. 28. janúar 1937. Börn þeirra: Svava víóluleikari, áður gift Matej Sarc og eiga þau eina dóttur; Magnús Þorkell prófessor í Bandaríkjunum, kvæntur Margaret McComish og eiga þau tvö börn; og Sigurbjörn fiðluleikari í Bandaríkjunum.
3) Þorkell tónskáld, f. 16. júlí 1938, kvæntur Barböru Sigurbjörnsson kennara, f. 17. október 1937. Börn þeirra: Mist deildarstjóri tónlistardeildar LHÍ, gift Sigfúsi Nikulássyni og eiga þau þrjú börn; og Sigurbjörn verkfræðingur og forstjóri í Hong Kong, kvæntur Aðalheiði Magnúsdóttur og eiga þau fjögur börn.
4) Árni Bergur sóknarprestur f. 24. janúar 1941, d. 17. september 2005, kvæntur Lilju Garðarsdóttur skrifstofumanni f. 30. ágúst 1944, d. 25. janúar 2007. Börn þeirra: Harpa myndlistarmaður, gift Birni Zoëga og eiga þau fimm börn; Magnea flautuleikari gift Hákoni Guðbjartssyni og eiga þau fjögur börn; og Garðar flugmaður í sambúð með Heiðu Katrínu Arnbjörnsdóttur og á Garðar eitt barn.
5) Einar, f. 6. maí 1944, prófessor, kvæntur Guðrúnu Eddu Gunnarsdóttur, sóknarpresti, f. 1. september 1946. Börn þeirra: Sigurbjörn viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri, kvæntur Brynju Jónsdóttur og eiga þau þrjá syni; Guðný organisti, gift Jóni Hafsteini Guðmundssyni; og Magnea háskólastúdent.
6) Karl biskup Íslands, f. 5. febrúar 1947, kvæntur Kristínu Þórdísi Guðjónsdóttur húsmóður, f. 16. mars 1946. Börn þeirra: Inga Rut kennari, gift Sigurði Arnarsyni sendiráðspresti í London og eiga þau þrjú börn; Rannveig Eva búningahönnuður og á hún einn son; og Guðjón Davíð leikari, unnusta Ingibjörg Ýr Óskarsdóttir.
7) Björn sóknarprestur, f. 27. júní 1949, d. 27. janúar 2003, kvæntur Lilian Sigurbjörnsson, fóstru, f. 23. desember 1948. Börn þeirra: Kjartan hagfræðingur, fyrri kona Annette Björnsson og eignuðust þau tvo syni, síðari kona Frida Björnsson; María bókasafnsfræðingur og á hún eina dóttur; og Bjarki viðskipta- og tölvunarfræðingur. 8) Gunnar hagfræðingur, f. 3. ágúst 1951, kvæntur Ingelu Sigurbjörnsson fulltrúa, f. 11. janúar 1952.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er maki
Sigurbjörn Einarsson (1911-2008) Biskup yfir Íslandi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 19.7.2017
Tungumál
- íslenska