Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Sigurður Jónsson (1898-1968) frá Brún
Parallel form(s) of name
- Sigurður Jónsson (1898-1968) frá Brún
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
3.1.1898 - 2.12.1968
History
Sigurður Jónsson 3. janúar 1898 - 2. desember 1968. Farkennari. Vinnumaður í Syðra-Laugalandi, Munkaþverársókn, Eyj. 1930. Nefndur Sigurður Jónsson frá Brún. Síðast bús. í Reykjavík. Foreldrar hans settu saman bú á Brún í Svartárdal. Þeirri jörð var talin fylgja óhamingja. Anna veiktist af berklum og dó kornung . Bróðir Sigurðar druknaði í Svartá þriggja ára. Jón bóndi veiktist í maga og dó þegar Sigurður var á fermingaraldri. Hann var þá orðinn einn eftir af fjölskyldunni á Brún. Ættingjar hans og forráðamenn ákváðu að selja jörð og bú og verja andvirðinu til menntunar Sigurði. Jón faðir hans hafði verið hestamaður og átti góð hross af gömlum stofni, sem kenndur var við bæinn Stafn í Svartárdal. Af þeim stofni var frægastur gæðingurinn Eldjárnsstaða Blesi. Þegar uppboð var haldið á Brún og allar eigur sem í búinu voru áttu að seljast vantaði m.a. rautt mertryppi og því var það ekki selt. Tryppið fannst síðar og var það um stund aleiga Sigurðar af gangandi gripum. Festi hann mikla ást á þessu rauða tryppi og kallaði hryssuna Snældu. Sigurður tamdi hryssuna sína rauðu sem ein var eftir af Brúnareignunum. Hún mun hafa verið hörku viljugt klárhross. Undan henni komu nokkur folöld sem af varð mikil saga.
Places
Legal status
Sigurður hóf nám í Kennaraskólanum og útskrifaðist þaðan.Síðan varð barnakennsla vetrarstarf Sigurðar marga áratugi. Hann var farskólakennari víða um land og við góðan orðstý. Hann mun hafa verið mjög góður kennari og minnntust sumir nemendur hans með mikilli ánægju. Hann kenndi lengi í Eyjafirði og síðan í Fnjóskadal, Landeyjum, Borgarfirði og ef til vill víðar.
Functions, occupations and activities
Á sumrum var Sigurður nokkur sumur fylgdarmaður náttúrufræðinga um hálendi Íslands og var hann mikill náttúruunnandi. Síðar stundaði hann tamningar á sumrin og oft verslun með hross. Hann kom gjarnan snemma sumars í Blöndudal með hóp hrossa og var þá á leið norður í Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur. Húnvetningar og Skagfirðingar voru hrossamargir en á austanverðu Norðurlandi var lítið hrossauppeldi og því mikil eftirspurn eftir hrossum áður en vélaöldin gekk í garð. Gjarnan tók hann nokkur hross úr Blöndudal til tamningar eða í umboðssölu. Skilaði hann þá tamningarhrossum síðsumars og þá oft sem fulltömdum gæðingum. Tamningarlag hans var annað en nú tíðkast. Þá var meira um hrekkjahesta og vandamálahross. Sigurður var oftast einn áferð og með rekstur. Óþekktar hesta lét hann bera kliftöskur sínar. Hann va reinstaklega þolinmóður að ríða brokk tímunum saman en lét sjaldan sjá til sín á lulli. Er það næsta ótrúlegt hvernig honum tókst að komast leiðar sinnar einsamall með hrossaflota. Hvarvetna var Sigurður aufúsugestur. Þrátt fyrir að Sigurður væri oft svartsýnn og þunglyndur svo sem eðlilegt var eftir óblíðalífsreynslu þá hafði hann á valdi sínu fágæta frásagnarsnilld og ógleymanlegt tungutak. Hann var ágætt ljóðskáld og hafsjór af lausavísum eftir sjálfan sig og þá ekki síður aðra. Það varð alltaf hátíð þegar Sigurður reið í garð.
Eins og áður sagði tamdi Sigurður Snældu. Það það átti fyrirhenni að liggja að verða mikil ættmóðir. Undan henni komu nokkur hross og kunnastur þeirra er Þokki 134 frá Brún. Af nafnkunnum stóðhestum þar sem ekki er augljós skyldleiki við Snældu, má nefna Kolfinn frá Kjarnholtum,Glampa frá Vatnsleysu, Gust frá Hóli, Smára frá Skagaströnd, Vaðal frá Akranesi ,Víking frá Ási og Dimmi frá Álfhólum. Sigurður kenndi hann við Brún eins og sjálfan sig, þótt folinn kæmi þar aldrei. Þokki var hafður graður og út af honum komu nokkrir hestar sem hafðir voru til kynbóta í Blöndudal og Svartárdal. Einnig var hann notaður í Eyjafirði og ef til vill víðar Norðanlands. Síðar var hann seldur suður í Mýrdal og varð þar kynsæl. Sigurður var geysilega fróðurum ættir hrossa. Hann rakti ættirnar gjarnan langsum, það er að segja segja, hann gat ekki endilega um alla ættleggi , heldur rakti föður eða móðurætt. Rökin að baki því taldi hann að helst væri hæfileika að væntafrá þeim forfeðrum sem hefðu haft hæfileika til að bera, ekki frá meðalhrossunum eða þeim lakari. Sigurður gaf út bók um framætt hrossa sinna. Heitir hún "Stafnsættirnar " og er bæði fróðleg og skemmtileg aflestrar. Í austanverðri Húnavatnssýslu voru uppúr 1970 nokkrir hrossaræktendur sem höfðu dálæti á hrossum ættuðum frá Sigurði. Stofnuðu þeir með sér félagsskap í þvís kyni að reyna að rækta svo sem unnt væri þetta kyn og sýna því sóma. Félag þetta hét Snældufélagið. Nokkrir notuðu fremur graðhesta sem áttu ætt að rekja til Snældu í sem flestar áttir, heldur en af öðrum kynjum. Fyrir ódugnað okkar lognaðist félagið útaf eftir áratug eða umþað bil. Svo sem áður sagði eignuðust allmargir Húnvetningar graðfola frá Sigurði eða út af hrossum hans. Ég (Páll Pétursson) keypti rauðskjóttan tvævetling af honum vorið sem ég byrjaði búskap. Hann reyndist mér prýðilega og varð kynsæll. Einnig hafði ég í láni rauðblesóttan fola úr eigu Sigurðar sem síðar fór í Kirkjubæ en endaði sem reiðhestur Sigurjóns Valdimarssonar og hét þá Ljúflingur. Góðir graðhestar af kyni Sigurðar voru einnig á Ytri Löngumýri, Guðlaugsstöðum Finnstungu, Gunnsteinsstöðum, Skeggstöðum og Brandsstöðum. Undan Ægi á Brandsstöðum kom Hremmsa í Skollagróf, móðir Neista og Jarpur í Finnstungu, faðir Fengs 457 á Eiríksstöðum en hann var faðir Sörla 653 á Sauðárkróki ættföður hrossa Sveins Guðmundssonar og afi Náttfara 776 frá Ytra Dalsgerði. Þá ber að nefna Abel 613 frá Mosfelli, en hann var síðar keyptur af Hrossaræktarsambandi Austur Húnvetninga og notaður hjá okkur í nokkur ár
Mandates/sources of authority
Sigurður fór suður til náms eins og ættmenn hans vildu. Þótt hann færi þá alfarinn frá Brún kenndi hann sig við þá jörð æ síðan. Sigurði sóttist nám vel en hann var stórlyndur og með mjög ríka réttlætiskennd. Bekkjarbróðir Sigurðar var rekinn úr skóla, saklaus að því er Sigurður taldi. Sagði hann sig þá úr skólanum í mótmælaskyni með bréfi og ritaði utaná " TIL HINS LÆRÐA SKÓLA- EF SKÓLA SKYLDI KALLA" Þá varð þessi visa til;
Sigurður svarti
Sá er nú á parti
Skálmar um skólann allann
"ef skóla skyldi kallann"
Tvær ljóðabækur gaf hann út. Heita þær Sandfok og Rætur og mura. Ennfremur mun hann hafa látið eftir sig mikið safn ljóða í handriti. Er það til skammar fyrir okkur frændur hans og vini að sýna því safni engansóma. Sigurður átti fágætt safn ljóðabóka sem ég held að Búnaðarsamband AusturHúnvetninga hafi keypt og ætti það að vera á bókasafninu á Blönduósi. Þá kom út bókin "Einn á ferð og oftast ríðandi" með frásögnum Sigurðar af nokkrum ferðalögum. Er þar að finna sýnishorn af frásagnarmáta Sigurðar og tungutaki.
Glöggur auðna gestur
genginn er til náða
þreyttum heiðin hefur
hlýlegt búið tjald.
Hlaut nú bleikur hestur
hinztu för að ráða,
hans sem einatt áður
átti á taumnum vald.
Ekkert hik um áttir.
Ekkert val um leiðir.
Glymur gatan undir
gamalvönum jó.
Klár og knapi sáttir
kvöldið feld sinn breiðir.
Ljóðar bak við leiti
lind í grænum mó.
Blasa brekkuhöllin.
Beint er áfram haldið.
Alls er numið yndi
eftir stundardvöl.
Hækkað hafa fjöllin,
hlýlegt bíður tjaldið.
- Allt að einum vinning
orðið gleði og kvöl.
Eftir Ólaf Sigfússon í Forsæludal
Internal structures/genealogy
Foreldrar hans voru Anna Hannesdóttir 21. febrúar 1879 - 13. september 1904 Húsfreyja á Brún í Bólstaðarhlíðarhr. A-Hún. Húsfreyja þar 1901og Jón Sigurðsson 4. desember 1861 - 15. mars 1912 Bóndi á Brún í Bólstaðarhlíðarhr. A-Hún. Bóndi þar 1901.
Fyrri kona hans var Guðrún Kristjánsdóttir f 25.7.1895 – 23.4.1924. Með foreldrum í Bakkaseli til um 1896. Tökubarn á Belgsá í sömu sveit um 1897-1900. Nefnd Indíana Guðrún í Þingeyingaskrá.
Sonur þeirra:
1) Indriði Sigurðsson 22. apríl 1924 - 31. desember 2004 Var í Alþýðuskólanum á Litlu-Laugum, Einarsstaðasókn, S-Þing. 1930. Fósturfor: Arnór Sigurjónsson og Helga Kristjánsdóttir. Var á millilandaskipum í siglingum víða um heim 1944-56. Síðan bréfberi í Reykjavík til 1963 og síðan afgreiðslumaður til 1992. Bús. í Reykjavík 1994. Síðast bús. í Reykjavík, Kona hans 4.8.1956 Svava Jenný Þorsteinsdóttir, f. 27. júní 1924. Þau eignuðust tvö börn. 1) Guðrún, f. 18. október 1957, gift Stefáni Haraldssyni, f. 26. september 1958, dætur þeirra eru Helga Jenný, f. 14. júlí 1980, og María Rún, f. 3. desember 1991. 2) Sigurður, f. 30. júní 1959, kvæntur Sólveigu Kristinsdóttur, f. 29. apríl 1956, börn þeirra eru Indriði Svavar, f. 23. mars 1990, Sigurður Rúnar, f. 3. janúar 1993, og Ingibjörg Steinunn, f. 8. ágúst 1994.
Seinni kona Sigurðar var Þorgerður Stefánsdóttir 27. febrúar 1902 - 14. desember 1940. Vinnukona í Kristnesi, Grundarsókn, Eyj. 1930.
Sonur þeirra
2) óskýrður lifði aðeins í nokkradaga.
General context
Sýnishorn af ritfærni Sigurðar :
,,Ég mun hafa tekið eitthvað í þann gamla og fráleitt hef ég þagað né verið orðprúður. Að minnsta kosti sleppti hann takinu og tók til fótanna.
Eftir vananum hefði ég mátt búast við æsilegri stökkroku og ofsa en þarna brá hann öðru við. Það var eins og hann blygðaðist sín og vildi úr öllu bæta. Hann vafði sig upp í fangið á mér og dansaði í sveigum á brokki aftan við merarnar tvær svo mjúku, að mörgu tölti er betra, og tætti þær á flugsprett. Þokki undi því ekki að láta reka frá sér allt kvenkyns og fylgdi fúslega. Svo hratt var farið að engu gat hann bætt við hraða nema þá á stökki og langaði, að mér sýndist meira til að rjúka á mórauða dólginn hann bróður sinn en til hins að þreyta við hann kapphlaup um merarnar.
Sem sagt, hann rann brokkflugið meðfram okkur Snúð, skimandi og óráðinn í öllu nema því aðláta ekki skilja sig eftir. Einstöku sinnum létti hann sér á stökk, spor og spor,en lítið tak í taum nægði ætíð til að grípa hann niður á brokkið sitt aftur. Hefði ég vitað að hann ætti vekurð til, eins og sannaðist í tamningu,þá hefði ég talið honum það til nízku að gefa mér ekki skeiðsýningu líka, en skeiðdatt mér ekki í hug og leitaði því ekki eftir. Ég sat munarölvaður og naut ferðarinnar.
Aðra eins þeysireið man ég aldrei að ég hafi farið svo lengi. Göturnar glumdu, mjúkar hlemmmigötur. Lotulöng stökkhögg hryssnanna reknu dunduvið og örtítt pikk snarfimra brokkfóta bræðranna. Það var nú jódynur með takti.'' (Úr bókinni "Einn á ferð og oftast ríðandi")
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the parent of
Sigurður Jónsson (1898-1968) frá Brún
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the cousin of
Sigurður Jónsson (1898-1968) frá Brún
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the cousin of
Sigurður Jónsson (1898-1968) frá Brún
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 20.7.2017
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
http://limur.123.is/page/26607/
©GPJ ættfræði
Maintenance notes
Kvæðasafn hans má nálgast hér: http://bragi.info/hunafloi/hofundur.php?ID=16087