Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Sigurður H. Pétursson (1946) Merkjalæk
Hliðstæð nafnaform
- Sigurður Helgi Pétursson
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
16.03.1946
Saga
Sigurður Helgi Pétursson, f. 16. mars 1946 í Reykjavík.
Staðir
Réttindi
Námsferill: Tók stúdentspróf frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1966. Lauk háskólaprófi frá Norges veterinærhøgskole í
Ósló 1971. Almennt dýralækningaleyfi á Íslandi í des. 1971. Nám í íslensku til BA-prófs
við Háskóla Íslands 2000–2002. Kennsluréttindanám við Kennaraháskóla Íslands 2000–2002 og fékk staðfest kennsluréttindi við
framhaldsskóla 2001 og grunnskóla 2003.
Starfssvið
Starfsferill: Starfaði á gerlarannsóknastofu Mjólkurbús Flóamanna sumarið 1969. Starfaði við sæðingar á Suðurlandi frá júlí
til ágúst 1970. Dýralæknir í Støren í S-Þrændalögum, Noregi frá
júlí til ágúst 1971 og í Verdalen í S-Þrændalögum, Noregi október
s.á. Héraðsdýralæknir í Laugarásumdæmi, Árn. í jan. 1972. Héraðsdýralæknir í Reykjavík í júlí 1972. Héraðsdýralæknir í
Mýraumdæmi í ágúst 1972. Kenndi við Bændaskólann á Hvanneyri í mars 1972. Héraðsdýralæknir í Dalaumdæmi frá sept. 1972
til mars 1973. Héraðsdýralæknir í A-Húnaþingsumdæmi frá mars
1973 til mars 2001. Hætti störfum sem héraðsdýralæknir vegna
veikinda. Rak bú á Grund, A-Hún. 1993–1999 samhliða
dýralæknisstarfinu. Kennari við Grunnskólann að Húnavöllum, A-Hún. frá ágúst 2001. Starfsmaður á skrifstofu Kaupfélags
Húnvetninga frá mars til ágúst 2001.
Félags- og trúnaðarstörf: Formaður Tónlistarfélags A-Hún.
1984–1999. Formaður sóknarnefndar Auðkúlusóknar 1987–
- Sat í stjórn Vélsmiðju Húnvetninga 1986–1992. Organisti í
Auðkúlukirkju 1990–1998. Hefur setið í stjórn Sjálfsbjargar, A-Hún. og var formaður félagsins 2001–2002. Meðlimur í íslenska
Esperantosambandinu frá 2003.
Lagaheimild
Ritstörf: Hefur ritað grein um fjárkláða í Dýralæknaritið. Hefur einnig skrifað og gefirð út 2 skáldsögur (Út í Nóttina og Innbrotið) og gaf einnig út Vatnsdælasögu, á og rekur bókaútgáfuna Merkjalæk.
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar Sigurðar; Pétur Magnús Sigurðsson 15. júní 1907 - 14. nóv. 2000 Vinnumaður á Bessastöðum, Bessastaðasókn, Gull. 1930. Forstjóri mjólkurstöðvarinnar í Reykjavík 1945. Síðar bóndi að Hurðarbaki í Kjós og í Austurkoti í Sandvíkurhreppi og kona hans 7.10.1939 ; Sigríður Jóna Ólafsdóttir 31. júlí 1912 - 1. okt. 1998 Var í Efra-Haganesi, Barðssókn, Skag. 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. á Selfossi.
Systkin Sigurðar;
1) Magnús Holgeir, f. 14.9.1940, prófessor í málvísindum við Háskólann í Hamborg.
2) Margrét f.8.11.1941, d. 31.3.1942.
3) Ólafur, f. 20.5.1943, efnaverkfræðingur. Kona hans er Guðbjörg Guðmundsdóttir, f. 18.2.1943, skrifstofumaður. Börn þeirra eru a) Guðlaug Rafnsdóttir, f. 22.5. 1966, gift Baldri V. Baldurssyni, rafmagnstæknifræðingi, f. 22.8.1966. Þau eiga tvö börn. b) Ólafur Pétur nemi við I.R. f. 17.4.1981. Sambýliskona hana er Heba Hilmarsdóttir, f. 26.10.1981. Þau eiga einn son.
4) Margrét, f. 11.3.1948, starfskona á Kumbaravogi.
5) Jórunn, f. 28.3.1949, bankastarfsmaður, gift Þresti V. Guðmundssyni, aðstoðarskólastjóra. f. 2.12.1950. Börn þeirra eru a) Sigríður Rúna, f. 11.1.1972, viðskiptafræðingur. Sambýlismaður hennar er Jón Árni Ólafsson, f. 19.12.1973, markaðsfræðingur og b) Margrét Hildur, f.20.9.1976, nemi við H.Í.
6) Fósturdóttir Guðrún K. Erlingsdóttir f. 13.4.1956, húsmóðir, gift Pétri Haukssyni, smið, f. 12.10. 1952. Börn þeirra eru a) Guðmundur, f. 27.11.1972, trésmiður, b) Reynir, f. 7.3.1976, nemi, c) Pétur Magnús f. 1.3.1984 nemi og d) Anna Margrét f. 5.4.1988, nemi.
Kona hans;
Ragnhildur Þórðardóttir. 12. nóv. 1951. Var á Grund, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja á Merkjalæk.
Börn þeirra;
1)Guðrún Valdís Sigurðardóttir. 24. mars 1976, frá Merkjalæk. Hjúkrunarfræðingur. Eiginmaður hennar; Davíð Ólafsson, f. 19. janúar 1978. Viðskiptafræðingur. Þau eiga 2 börn
2)Pétur Magnús Sigurðsson , f. 9. mars 1979. Lærði læknisfræði við háskólann í Rostock
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS-HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
MÞ 15.9.2021
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
GPJ ættfræði
Dýralæknatal 2004
https://www.goodreads.com/author/show/20790714.Sigur_ur_H_P_tursson
Íslendingabók