Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Sigrún Jónsdóttir (1904-1996)
Hliðstæð nafnaform
- Sigrún Jónsdóttir (1904-1996) Vatnahverfi
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
26.7.1904 - 17.6.1996
Saga
Sigrún Jónsdóttir var fædd í Vík í Skagafirði 26. júlí 1904. Hún lést á Landspítalanum 17. júní síðastliðinn. Útför Sigrúnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Staðir
Vík í Skagafirði:
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar voru hjónin Jón Jóhannesson síðast bóndi á Auðnum í Sæmundarhlíð í Skagafirði, til ársins 1915, eftir það búsettur á Sauðárkróki, f. 3. des. 1864, d. á Sauðárkróki 17. ágúst 1930, og Anna Jósefsdóttir, f. 28. apríl 1868, d. í Birkihlíð í Skagafirði 12. október 1909.
Sigrún var einkabarn foreldra sinna.
Árið 1926 giftist Sigrún fyrri manni sínum, Kristjáni Guðbrandssyni, f. 1902.
Börn þeirra eru:
1) Ármann, f. 1927, giftur Ester Guðmundsdóttur, er lést á þessu ári. Börn þeirra eru a) Rögnvaldur Rúnar, b) Kristín Inga og c) Ingólfur Ómar.
- Jón Trausti, f. 1928, d. 1993, hann var giftur Önnu Guðbjörgu Jónsdóttur. Börn þeirra eru: a) Jón Stefnir, b) Elínborg Ingibjörg, c) Ragnhildur Bjarney, d) Guðmundur Einar, og e) Elísabet Anna.
3) Ásta Aðalheiður, f. 14.10. 1929. Fyrri maður Vilhjálmur Jónsson, þeirra börn a) Birgir Ómar dó á fyrsta ári, b) Sigrún Erla og c) Anna Sigurbjörg. Seinni maður Ástu er Hákon Torfason.
4) Þorsteinn Ingi, f. 10.12. 1930, ókvæntur og barnlaus.
5) Herbert Dalmar, f. 3.10. 1932. Fyrri kona Guðbjörg Egilsdóttir. Börn þeirra: a) Kolbrún og b) Sveinn. Seinni kona Dagný Vernharðsdóttir, barnlaus.
Sigrún og Kristján slitu samvistir og var börnunum komið í fóstur nema Ástu er fylgdi móður sinni.
Um 1933 ræðst Sigrún sem kaupakona að Dalkoti í Vestur- Húnavatnssýslu til hjónanna Ámunda Jónssonar og Ástu Sigfúsdóttur og þar kynnist hún seinni manni sínum, syni hjónanna,
Rögnvaldi, f. 3.9. 1906, d. 18.4. 1979. Börn Sigrúnar og Rögnvaldar eru:
6) Ámundi, f. 16.1.1935, d. 18.4.77. Sambýliskona Sigríður Rögnvaldsdóttir og áttu þau saman tvær dætur, Kolbrúnu sem er látin og Helgu. Síðar kvæntist Ámundi Evu Jónsdóttur og áttu þau saman þrjú börn, sem eru: a) Ásdís, b) Rögnvaldur og c) Hrönn.
7) Sigurbjörg, f. 1940. Hennar sonur Rögnvaldur Ómar Gunnarsson. Sigurbjörg giftist Rúnari Ársælssyni, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Þeirra börn eru: a) Anna, b) Sigrún og c) Erla Vigdís. Seinni maður hennar er Sigurjón Guðmundsson.
Barnabarnabörn Sigrúnar eru mörg og of langt að telja þau öll upp hér, en þess má geta að sl. rúm fjögur ár gat stundum að líta fimm ættliði samankomna.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 18.7.2017
Tungumál
- íslenska