Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Sigríður Jónsdóttir (1906-1997) Garði
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
Saga
Sigríður Jónsdóttir fæddist á Siglufirði 1.6. 1906. Hún lést á heimili sínu, Garði í Mývatnssveit, 1. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Kristvinsson og Guðný Anna Jónsdóttir og hjá þeim ólst Sigríður upp, í Blöndudalshólum til 1913, í Mýrarkoti, Laxárdal, A-Hún. til 1921 en þá fer fjölskyldan að Vatnsleysu í Skagafirði. Þaðan fer Sigríður í vistir og síðast til læknishjónanna á Kópaskeri, Jóns Árnasonar frá Garði í Mývatnssveit og Valgerðar Sveinsdóttur frá Felli í Sléttuhlíð. Þar kynnist hún verðandi eiginmanni sínum, Halldóri bróður Jóns, og fer til hans að Garði, þar ganga þau í hjónaband í júní 1928. Systkini hennar eru Soffía, f. 1910; Helga Lovísa, f. 1912, ekkja eftir Arnþór Árnason frá Garði; Hólmfríður, f. 1917, ekkja eftir Berg Guðmundsson; Guðrún f. 1919, ekkja eftir Árna Jósefsson; Jens Jóhannes f. 1921, kvæntur Sólveigu Ásbjarnardóttur; Róar, f. 1923, kvæntur Konkordíu Rósmundsdóttur: Jón Jakob f. 1925, d. 1988, kvæntur Málfríði Geirsdóttur. Halldór Árnason, eiginmaður Sigríðar, f. 12.7. 1898 d. 28.7. 1979, var bóndi í Garði í Mývatnssveit. Hann var sonur Árna Jónssonar bónda í Garði, og k.h., Guðbjargar Stefánsdóttur húsfreyju frá Haganesi. Börn Sigríðar og Halldórs eru Valgerður Guðrún f. 1929, búsett í Reykjavík, gift Kristjáni Sigurðssyni lækni og eru börn þeirra Hildur, Halldór, Sigurður, Hjalti og Guðrún Þura; Anna Guðný, f. 1930, búsett í Keflavík en sonur hennar er Ásþór Guðmundsson; Árni Arngarður, f. 1934, bóndi í Garði, kvæntur Guðbjörgu Eyjólfsdóttur og eru börn þeirra Eyjólfur, Sigríður, Helga Þuríður og Halldór; Guðbjörg, f. 1940, búsett í Reykjavík en börn hennar og Einars Péturssonar eru Pétur Heimir og Guðný Ingibjörg; Hólmfríður, f. 1945, búsett á Selfossi, gift Guðmundi Laugdal Jónssyni bílasmið og eru börn þeirra Aðalheiður og Árni; Arnþrúður, f. 1947, búsett í Reykjavík, gift Jóni Albert Kristinssyni bakarameistara og eru börn þeirra Steinþór, Dýrleif og Sigríður. Sigríður átti þrjátíu og eitt langömmubarn og tvö langalangömmubörn en afkomendur hennar eru því fimmtíu og sex talsins. Sigríður var elst átta systkina. Útför Sigríðar fer fram frá Skútustaðakirkju í dadg og hefst athöfnin klukkan 14.
Staðir
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er barn
Sigríður Jónsdóttir (1906-1997) Garði
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the grandparent of
Sigríður Jónsdóttir (1906-1997) Garði
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Maintained by
Kennimark stofnunar
IS-HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Lágmarks
Skráningardagsetning
MÞ 06.12.2022
Tungumál
- íslenska