Jónína Ólafsdóttir (1892-1989)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Jónína Ólafsdóttir (1892-1989)

Hliðstæð nafnaform

  • Sigríður Jónína Ólafsdóttir (1892-1989)

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

20.8.1892 - 15.5.1989

Saga

Jónína fæddist að Urðarbaki í Vestur-Húnavatnssýslu 20. ágúst 1892, hún andaðist 15. maí á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Andlát hennar kom ekki ættingjum eða vinum á óvart. Níutíu og sex ára gömul kona með dvínandi lífsþrek sofnaði síðasta blund. Hún bjó þá á Hvammstanga með seinni manni sínum, Guðmundi Gunnarssyni kaupmanni.

Staðir

Urðarbak: Hvammstangi:

Réttindi

Jónína varð dugleg og myndarleg til verka og þegar hún hafði safnað kaupi sínu nógu lengi fyrir skólavist fór hún á Kvennaskólann á Blönduósi

Starfssvið

Lagaheimild

"Árið 1918 fór Valdimar að finna fyrir lasleika og það sama haust fór hanná sjúkrahúsið á Sauðárkróki að leita sér lækningar. En læknarnir gátu ekkert hjálpað, til þess var krabbameinið orðið of útbreitt. Þá var ákveðið hjá þeim hjónum að flytja hann heim, í rúmi á hestasleða um hávetur frá Sauðárkróki og heim í Grafarkot. Tveir hjálpsamir ná grannar fóru þessa ferð með Jónínu og gekk hún meiri hluta leiðarinnar. Vegna ófærðar og kulda gat hún lítið setið á sleðanum. Frá þessari ferð er sagt í ársritinu Húnvetningi árið 1980. Heim komust þau hjón án áfalla en ekki með þann fögnuð í huga sem fylgir heimkomu og endurheimtri heilsu. Hins vegar varð að taka því af raunsæi sem óumflýjanlegt var. Þorbjörgu litlu var komið að Helguhvammi til frændfólks síns svo að Jónína gæti verið sem mest hjá manni sínum. Föðursystur Þorbjargar komu frá Helguhvammi að sækja hana. Barnið var dúðað í hlý föt og dregið á litlum sleða milli bæjanna. Jónína stóð úti meðan þær fjarlægðust bæinn og logndrífan hlóðst á litlar herðar þar til þær hurfu í hríðarmugguna. En inni lá þjáður maður sem hafði kvatt dóttur sína í síðasta sinn, en öllu þessu tók hann með fádæma stillingu. Valdimar dó í júlímánuði 1919. Þá var búið að selja búsmuni þeirra og allar skepnur á uppboði, sem nægði þó hvergi nærri fyrir sjúkrahúskostnaði og læknavitjunum til Valdimars.
Jónína fór í vinnumennsku til þess að geta borgað skuldirnar sem eftir stóðu. Þorbjörg var áfram í Helguhvammi á góðu heimili, en Jónína þráði alltaf samvistir við dóttur sína."
Var Þorbjörg að mestu í Helguhvammi til 12 ára aldurs hjá afa sínum og seinni konu hans, Vigdísi Jónsdóttur. Mátti hún heita uppeldissystir þriggja dætra þeirra. Í Helgu hvammi voru ýmsar listir í heiðri hafðar, bókmenntir, söngur og hannyrðir. Baldvin fékkst við skriftir og hafa m.a. varðveist dagbækur hans, sem eru einkum veðurfarslýsingar, og frásöguþáttur af Jóhanni Halldórssyni refaskyttu, móðurbróður hans.

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar voru Kristín Sveinsdóttir og Ólafur Sigurðsson sem bjuggu þar.
Þau áttu aðra dóttur, Dýrunni, fimm árum yngri. Þegar Dýrunn var ársgömul veiktist Kristín móðir þeirra af sínu dauðameini og dó skömmu síðar. Ólafur varð að sundra heimilinu. Hann kom Dýrunni í fóstur til frændfólks en hafði Jónínu oftast með sér í vinnumennsku. Móðurmissirinn og brottförin frá Urðar baki var þung reynsla fyrir Jónínu og sárt fannst henni að sjá litlu systur sína flutta burt. Þær ólust ekki upp saman og voru ekki samvistum á bernskuárunum, en með aldrinum náðu þær saman aftur og var ávallt innilegt samband milli þeirra eftir það.
Hún giftist árið 1915 Valdimari Baldvinssyni frá Helguhvammi í Kirkjuhvammshreppi, vel gefnum og ágætum manni og þau fóru að búa í Grafarkoti. Valdimar hafði stundað nám í Ólafsdal og framhaldsnám í búfræði í Dalum, búnaðarskóla í Danmörku 1911-1917. Starfaði hann sem barnakennari samhliða búskapnum. Þau eignuðust dóttur árið 1916 sem var látin heita
1) Þorbjörg. Jónína fann hamingjuna aftur með manni sínum og litlu dótturinni og greri þá söknuður hennar eftir æskuheimilinu.
2) Ári síðar eignuðust þau aðra dóttur sem dó í fæðingu.
Hún giftist aftur árið 1938, Guðmundi Gunnarssyni kaupmanni. Hann var góður maður og þau áttu gott og rausnarlegt heimili þar sem gaman var að heimsækja þau. Jónína hlúði að ættingjum og vinum með sínu jákvæða hugarfari og ég fann að hún var mjög þakklát því fólki sem rétti henni hjálparhönd í veikindum manns hennar í Grafarkoti. Einnig þeim sem studdu hana við fráfall Guðmundar, seinni manns hennar, en hann andaðist árið 1964.
Þorbjörg giftist ung Guðmundi B. Jóhannessyni á Þorgrímsstöðum á Vatnsnesi og bjuggu þau þar. Þau eignuðust sex börn sem lifa en þau eru: Jónína, bókasafnsfræðingur, gift Hólmgeiri Björnssyni tölfræðingi; Ásbjörn bóndi á Þorgrímsstöðum, kona hanser Kristín Guðjónsdóttir; Valdís sjúkraliði, gift Jóni Guðmundssyni skrifstofumanni; Vigdís, gift Karli Magnússyni varðstjóra; Guðmundur vélstjóri, kona hans er Sigríður Eiríksdóttir bókari, og Kjartan rafvirki, ókvæntur, í námi í tækniháskóla í Danmörku. Systkinin eru öll dugmikið og velgefið fólk. Þorbjörg og Guðmundur misstu bæði heilsuna og fluttu þá til Hvammstanga uppúr 1970. Þorbjörg fékk þó dálítinn bata og átti Jónína mörg skemmtileg ár í návist dóttur sinnar og dóttur barna.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Ólafur Runebergsson (1926-1993) Káradalstungu (22.10.1926 - 5.3.1993)

Identifier of related entity

HAH01797

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ólafur Runebergsson (1926-1993) Káradalstungu

is the cousin of

Jónína Ólafsdóttir (1892-1989)

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01901

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 17.7.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir