Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Sigríður Blandon Halling (1917-1968)
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
5.5.1917 - 8.5.1968
Saga
Var í Neðri-Lækjardal, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Hjúkrunarkona í Oxford. Sigríður Árnadóttir Blandon fæddist að Neðri-Lækjardal í Engihlíðarhreppi, A-Húnavatnssýslu þann 5. maí árið 1917. Hún var elzt fimm dætra þeirra hjóna Þorbjargar Jóneyjar Grímsdóttur frá Kirkjubóli, Tungusveit í Strandasýslu, og Árna Ásgríms Erlendssonar, síðar Blandon, frá Fremstagili í Langadal, A-Húnavatnssýslu.
Sigríður ólst upp í glöðum systrahópi, undir handleiðslu ástríkra foreldra. Vafalaust hefur heimilisbragur á æskuheimili hennar mótað skapgerð hennar og lífsviðhorf, í erfð og uppeldi hafði Sigríður hlotið gott veganesti. Hún var góðum gáfum gædd, drenglunduð, kærleiksrík og fórnfús. Hún var skemmtilegur hagyrðingur, þótt ekki hefði hún það í hávegum, slík var hógværð hennar.
Árið 1957 flutti fjölskyldan búferlum til Englands, en þar gekk Sigríður ætíð sem gestur á grund. Ættjarðarást hennar og þrá til Íslands var sterk og einlæg og samband hennar við foreldra sína og systur var svo náið og kærleiksríkt, að til sannrar fyrirmyndar var. Tvisvar kom fjölskyldan hingað í heimsókn og enn var hugsað til Íslandsferðar á þessu sumri. Ekki vildi Sigríður gerast enskur ríkisborgari og snemma hafði hún orð á því við eiginmann sinn, að hún óskaði eftir að hinzti hvilustaður yrði í íslenzkri mold. Ferðin heim varð með öðrum hætti en fyrirhugað var og verður útför Sigríðar gerð í dag frá Fossvogskapellu.
Staðir
Efri-Lækjardalur: Reykjavík: Oxford:
Réttindi
Sigríður valdi sér hjúkrun að lífsstarfi og lauk fullnaðarprófi frá Hjúkrunarkvennaskóla Íslands vorið 1945. Framhaldsnám í hjúkrun geðsjúkra í Englandi.
Starfssvið
Að loknu námi starfaði hún við sjúkrahúsið á Ísafirði og síðar við Kleppsspítalann. Þaðan fór hún til Englands til framhaldsnáms í hjúkrun geðsjúkra.
Lagaheimild
Kveðja frá foreldrum.
Fyrsti geislinn af góðri sambúð,
glæddist við tilveru þína.
Sóleyju fagra með Sigríðar nafni
sáum við blómstra og skína.
Á vormorgni heilsaðir vanþroska heimi
á vormorgni kvaddirðu aftur.
Vorblíðu augnanna í vitund ég geyml
samt vaxandi dirfsku og kraftur.
Göfugt lífsstarf þér vel þú valdir,
við að líkna og gleðja.
Það skilja fáir um allar aldir,
hve ungt fólk þarf stundum að kveðja.
Brosið þitt hugljúfa heillaði alla
er heilsuðu þér og kvöddu
Þér veittist létt að láta orð falla
er lífguðu, yljuðu og glöddu.
Þú uppgafst aldrei við ætlun þína,
þér öryggi í blóð var borið,
það entist þar til að dáð nam dvína
og drógust fram síðasta sporið.
Ljóð bæði og stökur þér lágu á tungu
létt oft þér veittist að ríma.
Þú fæddist er vorglöðu fuglarnir sungu
og fékkst hér að dvelja um tíma.
Við þökkum þér liðið vor, ljúfa stjarna,
líf þitt var fagur draumur.
Þú lézt aldrei báruna veginn þér varna,
þó væri oft harður straumur.
Nú ert þú horfin héðan úr heimi
hjartfólgna dóttirin kæra.
Við vitum og biðjum að Guð þig æ geymi
í guðsonarljósinu skæra.
Við þökkum að síðustu Guð þína gæzku
er gafst okkur elskuleg börnin.
Á fullorðinsárunum eins og í æsku,
þau eru jafnt sól vor og vörnin.
Árni Blandon.
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar voru: Þorbjörg Jóney Grímsdóttir Blandon 5. desember 1891 - 22. júlí 1983. Var á Kirkjubóli, Tröllatungusókn, Strand. 1901. Var í Reykjavík 1910. Síðast bús. í Kópavogi og Árni Ásgrímur Erlendsson Blandon 17. desember 1891 - 22. maí 1981. Bóndi og kjötmatsmaður í Neðri-Lækjardal, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi í Lækjardal. Síðast bús. í Kópavogi.
Í Englandi kynntist hún eftirlifandi manni sínum, Charles William Halling, hjúkrunarmanni.
Ættrækni Sigríðar og ást á Íslandi knúði hana heim aftur og hér í Reykjavík stofnuðu þau heimili sitt og
hér ól hún alla syni sína, efnis- og greindardrengi.
1) Charles Örn 18. september 1953,
2) Árni Þór 1955
3) Sigurður Emil 1956.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Sigríður Blandon Halling (1917-1968)
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Sigríður Blandon Halling (1917-1968)
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Sigríður Blandon Halling (1917-1968)
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Sigríður Blandon Halling (1917-1968)
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 20.7.2017
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=256546
27.7.1968
©GPJ ættfræði