Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Sigríður Þorsteinsdóttir (1923-2015) Sigmundarstöðum
Hliðstæð nafnaform
- Sigríður Sigurbjörg Þorsteinsdóttir (1923-2015) Sigmundarstöðum
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
24.1.1923 - 8.9.2015
Saga
Sigríður Sigurbjörg Þorsteinsdóttir fæddist 24. janúar 1923. í Kletti í Reykholtsdal og ólst þar upp fyrstu árin og síðan í Hægindi í Reykholtsdal. Eftir lát móður sinnar fluttist hún ásamt systkinum sínum og föður fyrst að Beigalda í Borgarhreppi og seinna að Fróðhúsum í sömu sveit. Síðar fluttust þau að Sigmundarstöðum í Hálsasveit og svo að Giljahlíð í Flókadal árið 1947. Ung að aldri, eftir dag móður sinnar, tók Sigga við húsmóðurhlutverkinu á heimilinu ásamt uppeldi yngri systkina sinna, sem hún meðal annars kenndi að lesa.
Hún lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi 8. september 2015. Útför Sigríðar fór fram frá Reykholtskirkju 19. september 2015, kl. 14
Staðir
Réttindi
Hún var við nám í Húsmæðraskólanum á Blönduósi 1945-1946.
Starfssvið
Árið 1957 giftust Sigríður og Meinhard og hófu búskap í Giljahlíð þar sem þau bjuggu í tvö ár en fluttust þá til Færeyja í eitt ár og bjuggu þar lengst af í Havnadali í nágrenni Þórshafnar. Frá Færeyjum lá leiðin svo aftur í Borgarfjörðinn þar sem Sigga gerðist bústýra hjá Jóni bróður sínum og fluttist þá aftur að Giljahlíð í Flókadal ásamt fjölskyldu sinni. Árið 1996 fluttu þau hjónin svo í Borgarnes.
Lagaheimild
Sigga vann mikið að félagsstörfum í sinni sveit og héraði, bæði í Kvenfélagi Reykdæla og nefndarstörf fyrir hreppinn og síðan fyrir eldri borgara á seinni árum eftir að í Borgarnes var komið.
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar; Þorsteinn Einarsson 19. mars 1892 - 8. ágúst 1984. Bóndi á Hægindum, Reykholtssókn, Borg. 1930. Bóndi í Giljahlið og í Litlu-Þúfu, Miklaholtssókn, Hnapp. Síðast bús. í Reykholtsdalshreppi og kona hans; Jónína Agatha Árnadóttir 15. nóv. 1891 - 1934. Húsfreyja á Litlu-Þúfu, Miklaholtssókn, Hnapp. 1920.
Systkini;
1) Gísli Þorsteinsson 30. nóv. 1918 - 4. feb. 1998. Var á Hægindum, Reykholtssókn, Borg. 1930. Var á Litlu-Þúfu, Miklaholtssókn, Hnapp. 1920. Verkamaður í Keflavík.
2) Árni Þorsteinsson 26. maí 1927 - 3. mars 1997. Var á Hægindum, Reykholtssókn, Borg. 1930. Bóndi í Fljótstungu í Hvítársíðu. Síðast bús. í Hvítársíðuhreppi.
3) Jón Þorsteinsson 30. okt. 1929 - 22. júní 1997. Bóndi í Giljahlíð í Flókadal. Síðast bús. í Reykholtsdalshreppi.
4) Dýrunn Þorsteinsdóttir 13. júlí 1931 - 16. sept. 2001, hún bjó í Keflavík.
Maður hennar 1957; Jens Meinhard Berg 1. okt. 1925 - 30. apríl 2019. Búfræðingur og fékkst við ýmis störf. Síðar bús. í Borgarnesi. Foreldrar: Marin Kristianna Berg, f.1898, d.1986 og Johannis Berg, f.1899, d.1990.
Börn;
1) Þorsteinn Jens Berg, f. 16. febrúar 1960, d. 15. mars 1963.
2) Jónína Kristín Berg, f. 3. september 1962, búsett í Borgarnesi, börn hennar eru: a) Jón Bjarnason, f. 1982, eiginkona hans er Pálína Fanney Guðmundsdóttir, f. 1986, og eru þau búsett í Neskaupstað. Saman eiga þau Kristjönu Salnýju, f. 2013, og Helga Fannberg, f. 2015. b) Sigurbjörg Ösp Rúnarsdóttir Berg, f. 1996, búsett í Svíþjóð, barn hennar er Freyja Ahsoka Robinsdóttir, f. 2013.
3) Jóhannes Berg, f. 5. nóvember 1964, eiginkona hans er Sólveig Jónasdóttir, f. 21. mars 1962, og eru þau búsett í Mosfellsbæ.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS-HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ skráning 9.10.2023
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði 9.10.2023
Íslendingabók
mbl 19.9.2015. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1568353/?item_num=0&searchid=2dee1a2266f78792286c705322a26585bb60954b&t=180436789&_t=1696839548.5527482
Athugasemdir um breytingar
Stafræn eining metadata
Aðgengi
Heiti skjals
Sigr__ur_Sigurbj_rgorsteinsdttir1923-2015Sigmundarst__um.jpg
Latitude
Longitude
Gerð miðla
Mynd
Mime-type
image/jpeg