Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Sandgerði Blönduósi
Parallel form(s) of name
- Sandur
- Þorleifsbær
- Þorleifshús
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
1907 -
History
Sandgerði [ranglega nefnt Sandur í ÆAHún, gæti verið vegna þess að íbúarnir voru nefndir í sandinum]
Byggt 1907 af Þorleifi jarlaskáldi Kristmundssyni.
Places
Blönduós gamlibærinn; var í Sandfjörunni undir Brekkunni:
Legal status
Functions, occupations and activities
Fyrsta mat var gert á húsinu 14.5.1909. Þá er húsinu lýst þannig: Húsið er 10 x 8 ¾ álnir. Vegghæð 7 ½ alin. Útveggir allir úr cementlögum 8“ þykkir. Á neðra gólfi er krossskilrúm. 8 álnir af því er steinsteypa. Þar eru því 4 herbergi, 3 þeirra þiljuð að nokkru leyti, en eitt alþiljað. Þar eru einar útidyr úr maskínuhúsinu. Úr einu herberginu er stigi upp á efra gólf. Þar er eitt skilrúm, þvert yfir mitt húsið, öðru megin við það eru tvö herbergi, alþiljuð með panil, en hinumegin er ekkerthólfað í sundur. Uppi eru 4 álnir undir bita. Þakið er úr 1 ¼“ borðum á sperrur, pappi og rifflað þakjárn. Í húsinu er ein múrpípa, eldamaskína og einn ofn.
11.10.1908 fékk Þorleifur lóðarbréf fyrir 250 ferálna lóð á sandinum fyrir vestan landamerkjagarð Höepfnersverslunar.
Í fasteignamati 1916 er sagt frá steinsteyptum skúr við húsið. Þá er ekki búið að leggja vatn í húsið en íbúar sóttu vatn í brunn á lóð Ásgeirs Þorvaldssonar.
Voru íbúar Sandgerðis venjulega kenndir við umhverfið og kallað fólkið í sandinum.
Þorleifur bjó bjó með fjölskyldu sinni í Sandgerði til 1923. Þá um vorið kaupir Þorlákur Jakobsson og mágur hans Bjarni Einarsson húsið. Þeir bjuggu í Sandgerði til 1947, er þeir fluttu yfir ánna og settust að við Árbraut. Þorlákur hafði sauðfé í kofa við húsið. Var heyjað á Auðólfsstaðaengjum og hafðist fjölskyldan þá við í tjöldum á meðan.
Talsverður ágangur sjávar var á lóðinni. Gerður var grjótvarnargarður til varnar, en ekki dugði hann alltaf til að halda sjónum frá.
Minnist Pétur Þorláksson þess að þeir bræður þurftu að sæta lagi til að komast úr húsinu til að komast í skólann sem þá var í Tilraun.
Árni Sigurðsson og Lára Finnbogadóttir búa svo í Sandgerði. Þau stunduðu silungaveiðar við sandinn, eins og Margræet Þorsteinsdóttir hafði lengi gert áður til hárrar elli. Hún var tengdamóðir Þorláks.
Síðastur bjó í Sandgerði Kjartan Pétursson er hafði þar lítið reykhús og reykti matvæli fyrir fólk.
Mandates/sources of authority
Lóðarsamningur dags 11.10.1908 um 250 ferfaðmalóð, vestan við landamerkjgarð Höepfnerverslunar.
13.4. 1944 fær Þorlákur Jakobsson 313 m2 byggingarlóð á sjávarbakkanum vestur af lóð Guðmundar Kolka og norðan við lóð Zophoníasar.
Internal structures/genealogy
1907-1923- Þorleifur Kristmundsson jarlaskáld, f. 1. júlí 1862 d. 14. jan. 1932, maki 27. júní 1891; Steinvör Ingibjörg Gísladóttir f. 18. ágúst 1867 Hjaltabakkasókn, d. 13. des. 1956, Þorleifsbæ / Þorleifshúsi.
Börn þeirra;
1) Magnús (1893-1952). Daglaunamaður á Hvammstanga 1930. Verkamaður á Hvammstanga. Einn af stofnendum verkalýðsfélagsins Hvatar á Hvammstanga.
2) Gísli (1894-1968). Húsmaður í Norðurfirði I, Árnesssókn, Strand. 1930. Bóndi í Norðurfirði og á Krossnesi. Síðast bús. á Ísafirði. Fóstursonur skv. Thorarens.: Ólafur Norðfjörð Magnússon. Sjá neðar,
3) Kristmundur Benjamín (1895-1950). Gullsmiður á Sogabletti 9 við Sogaveg, Reykjavík 1930. Gullsmiður, síðar starfsmaður hjá Tryggingarstofnun ríkisins.
4) Þórarinn (1899-1973). Bóndi á Vatnsdalshólum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Neðstabæ, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Lengst af bóndi á Skúfi, Vindhælishr. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Sjá neðar.
5) Jóhannes (1901-1957). Vinnumaður á Kornsá, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Þröm, Svínavatnshr., og Kirkjubæ, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. Ókvæntur og barnlaus.
1910- Sveinn Guðmundsson (1851-1921) og Pálína Pálsdóttir (1852) sjá Sveinsbæ.
1920- Þórarinn Þorleifsson f. 3. febr 1899, d. 24. apríl 1973, sjá ofar, maki; Sigurbjörg Elín Jóhannsdóttir f. 3. okt. 1896 d. 17. jan. 1971, Skúfi og Neðstabæ 1957.
Börn þeirra;
1) Ingibjörg Steinvör Bozen (1916-2012). Var á Vatnsdalshólum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Bús. í Bandaríkjunum. M2: Daniel Bozen, f. 25.9.1918 í Bandaríkjunum skv. Thorarens.
2) Steinvör Þorgerður (1918-1992). Var á Gottorpi, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Fósturforeldrar Ásgeir Jónsson og Ingibjörg Björnsdóttir. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Húsfreyja í Garðabæ. Síðast bús. í Þverárhreppi.
3) Baldur (1921-1988). Var á Vatnsdalshólum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Neðstabæ, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Verkamaður á Blönduósi. Síðast bús. í Blönduóshreppi.
4) Jóhanna Ásta (1934). Var í Neðsta Bæ, Vindhælishr., A-Hún. 1957.
5) Þorleifur Hjalti (1940). Var í Neðsta Bæ, Vindhælishr., A-Hún. 1957.
1920- Gísli Þorleifsson f. 14. nóv. 1894 ,d. 4. júlí 1968 sjá ofar, maki; Jónína Jónsdóttir f. 26. jan. 1882, d. 26. des 1962, Norðurfirði á Ströndum.
Barn þeirra;
1) Steinvör Ingibjörg (1920-1989). Var í Norðurfirði I, Árnesssókn, Strand. 1930. Húsfreyja á Ísafirði.
1923-1947- Þorlákur Jakobsson f. 10. júní 1888 Vesturhópsh, d. 25. júlí 1975, maki 4. nóv. 1918; Þuríður Einarsdóttir f. 1. júní 1896, d. 24. jan. 1979, sjá Einarsnes, Litla-Enni 1910. Mosfelli 1920, Bræðraborg 1947.
Börn þeirra;
1) Þorvaldur (1919-1992). Vélsmiður á Blönduósi. Var á Blönduósi 1930. Var í Bræðraborg, Blönduóshr., A-Hún. 1957.
2) Sigurbjörn Gísli (1920-1923),
3) Jakob Pétur (1924-2015). Var á Blönduósi 1930. Var í Bræðraborg, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Sjálfstæður atvinnurekandi á Blönduósi.
4) Einar Ingvi (1927). Kaupmaður og sveitarstjóri Blönduósi.
5) Sigurbjörn (1932-1984). Bifvélavirki á Blönduósi.
Húskona 1933; Margrét Þorsteinsdóttir f. 8. ágúst 1865, d. 16. febr. 1958, móðir Þuríðar, sjá Einarsnes .
1923-1947- Bjarni Ingvi Einarsson f. 3. ágúst 1897, d. 15. ágúst 1978, ókv. barnlaus, sjá Einarsnes , Bjarnahúsi (Árbraut 11) 1946.
1947- Árni Melstað Sigurðsson, f. 18. ágúst 1925, d. 4. okt. 2013. Var í Skagastrandarkaupstað 1930. Var að Helgavatni, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Bifreiðastjóri á Blönduósi.
maki; Lára Bogey Finnbogadóttir, f. 15. okt. 1936. sjá Árbæ.
1957- Hans Kristján Snorrason (1918-1990) og Anna M Tryggvadóttir (1919-2007), (sjá Pétursborg og Brautarholt).
Kjartan Pétursson (1908-1984). Var í Reykjavík 1910. Brunavörður í Reykjavík 1945. Var með reykhús á Sandinum og reykti matvæli fyrir fólk. Síðasti íbúinn.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH-Blö
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 22.5.2019
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ Býlaskrá Blönduóss 1876 - 1957
Upplýsingar um lóðamörk eru fengnar frá Jóni Arasyni (1949) í Skuld.
Skilningur á staðsetningu er alfarið minn. GPJ