Foreldrar hans; Guðmundur Helgason 21. júlí 1829 - 9. september 1915. Flutti með foreldrum frá Holtastöðum í Langadal út í Vatnahverfi, líklega að Breiðavaði 1844. Var á Breiðavaði, Holtastaðasókn, Hún. 1845. Fór frá Breiðavaði í vinnumennsku að Mosfelli í Svínadal, A-Hún. 1849 og var þar til 1851 er hann flutti að Torfalæk á Ásum. Flutti frá Hjaltabakka á Ásum að Þverá í Spákonufellssókn 1859. Vinnumaður á Þverá, Spákonufellssókn, Hún. 1860. Húsmaður á Svangrund, Höskuldsstaðarsókn, Hún. 1870. Bóndi í Kollugerði á Skagaströnd. Foreldrar. skv. Borgfirskum æviskrám IV. bindi 339: Helgi Guðmundsson, f. 21.8.1801 og Sigríður Guðbrandsdóttir, það er rangt og kona hans 29.9.1860; Efemía Gísladóttir 13. október 1835 - 2. febrúar 1921. Var á Sölvabakka, Höskuldstaðasókn, Hún. 1845. Vinnukona á Þverá, Spákonufellssókn, Hún. 1860. Húsmannsfrú á Svangrund, Höskuldsstaðarsókn, Hún. 1870. Húsfreyja í Kollugerði.
Systkini Samúels:
1) Sigríður Guðmundsdóttir 12. febrúar 1862 - 12. janúar 1912. Var á Svangrund, Höskuldsstaðarsókn, Hún. 1870. Vinnukona á Blönduósi. Lausakona, ekkja Möllershúsi 1901 og á Kornsá, Undirfellssókn, A-Hún. 1910. Barnsfaðir hennar 11.3.1887; Bogi Sigurðsson 8. mars 1858 - 23. júní 1930 Verslunarþjónn á Skagaströnd, Spákonufellssókn, Hún. 1880. Húsbóndi í Verslunarhúsinu í Búðardal, Hjarðarholtssókn, Dal. 1901. Kaupmaður og símstjóri í Búðardal. „Mikilhæfur maður og einkar vel að sér í þjóðlegum fræðum.“ Segir í Eylendu. Maður hennar; 30.6.1881; Jón Jónsson Höskuldsstaðasókn [ Gæti verið sá sem er vm ásamt henni í Öxl 1880. 35 ára, fæddur í Hrunasókn Árn.]
2) Gísli Guðmundsson 23. ágúst 1868 - 28. september 1953. Bóndi og meðhjálpari. Bóndi á Sölvabakka í Engihlíðarhr., A.-Hún. Verkamaður á Lindargötu 43 b, Reykjavík 1930.
3) Guðlaugur Guðmundsson 14. september 1870 - 6. febrúar 1951 Var á Vakursstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Verkamaður á Hnappsstöðum og bóndi á Sæunnarstöðum í Vindhælishr., A-Hún. Kona hans 3.5.1895; Arnbjörg Þorsteinsdóttir 25. júlí 1872 - 13. nóvember 1963 Var á Vakursstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Sævarlandi, Höfðahr., A-Hún. 1957.
3) Ragnheiður Guðmundsdóttir 6. september 1873 - 13. október 1951. Húsfreyja í Skrapatungu í Laxárdal fremri, A-Hún. Fór þaðan til Vesturheims 1900.
4) Sigurlaug Halla Guðmundsdóttir 10. febrúar 1876 - 8. september 1963. Húsfreyja á Núpi, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var á Núpi, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Húsfreyja. Maður hennar; Jón Guðmundsson 5. desember 1877 - 14. ágúst 1959 Barn þeirra í Valdarásseli, Víðidalstungusókn, Hún. 1880. Var á Núpi, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Bóndi.
Kona hans 1902; Ingibjörg Danivalsdóttir 17. maí 1879 - 18. júní 1954. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Faðir hennar Danival Kristjánsson (1845-1925).
Börn Samúels en tvö dóu ung:
1) María Sigríður Samúelsdóttir Ammendrup 14.9.1903 - 30.6.1975. Var í Reykjavík 1910. Kaupmaður, síðast bús. í Reykjavík., gift Povl Christoffer Ammendrup 7.2.1896 - 12.11.1978 Klæð- og feldskeri og kaupmaður. Síðast bús. í Reykjavík.
2) Emelía (10.6.1916 - 12.10.1994) auglýsingastjóri Aþýðublaðsins, gift Sigurði Möller, vélstjóra (10.12.1915-11.10.1970) Vélstjóri í Reykjavík 1945. Vélstjóri og vélfræðingur í Reykjavík. Foreldrar hans; Þorbjörg Pálmadóttur (1884) og Jóhann Möller (1883).
«