Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Ragnheiður Árnadóttir (1912-2007) frá Tungu á Blönduósi
Parallel form(s) of name
- Ragnheiður Vilhelmína Árnadóttir (1912-2007) frá Tungu á Blönduósi
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
11.12.1912 - 21.3.2007
History
Ragnheiður Vilhelmína Árnadóttir fæddist á Auðólfsstöðum í Langadal, í Bólstaðarhlíðarhreppi, 11. desember 1912. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu á Sólvangi í Hafnarfirði 21. mars síðastliðinn. Í Reykjavík annaðist Ragnheiður húsmóðurstörf af miklum dugnaði og myndarskap. Hún var mikil hannyrðakona og féll sjaldan verk úr hendi. Saumaskapur hennar og hannyrðir allar báru vott um vandvirkni hennar og listfengi. Ragnheiður stundaði ýmis störf í Reykjavík auk húsmóðurstarfanna, m. a. . Allmörg síðustu ár Ragnheiðar og Zóphaníasar saman áttu þau heima í Sjálfsbjargarhúsinu í Hátúni 10 í Reykjavík. Eftir lát Zóphaníasar bjó Ragnheiður þar í rúm 8 ár. Þá flutti hún á dvalarheimilið á Blesastöðum á Skeiðum og þar dvaldist hún í 10 ár. Í febrúarmánuði 2005 fór hún á hjúkrunarheimilið Sólvang í Hafnarfirði.
Útför Ragnheiðar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag 28. mars 2007 og hefst athöfnin klukkan 15.
Places
Auðólfsstaðir í Langadal: Tunga á Blönduósi: Reykjavík 1946:
Legal status
Functions, occupations and activities
Rak sjoppu á Langholtsveginum í rúmlega tíu ár með manni sínum Zóphaníasi
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar hennar voru Steinunn Jónsdóttir á Blönduósi og Árni Sigurðsson (1886-1958) Bóndi á Kúskerpi, útgerðarmaður og síðar verkamaður á Akri í Hrísey. Búfræðingur frá Ólafsdalsskóla. Smali á Rútstöðum, Auðkúlusókn, Hún. 1901. Útgerðarmaður í Árnahúsi, Hríseyjarsókn, Eyj. 1930.
Barnung var Ragnheiður tekin í fóstur af hjónunum Ingibjörgu Pétursdóttur (1865-1959) og Birni Björnssyni (1867-1947) Tungu á Blönduósi. Hjá þeim ólst hún upp og var hjá þeim allt til þess að hún flutti til Reykjavíkur 1946.
Ragnheiður átti ekkert alsystkini, en 12 hálfsystkini samfeðra og tvo hálfbræður sammæðra. Þessum hálfsystkinum sínum kynntist Ragnheiður lítið eða ekkert, enda ólust þau upp fjarri henni. Þegar Ragnheiður hafði aldur til stundaði hún ýmsa vinnu á Blönduósi, auk þess sem hún annaðist aldraða fósturforeldra sína.
Hinn 21. apríl 1947 giftist Ragnheiður Zóphaníasi Elínberg Benediktssyni skósmið, f. 5. mars 1909, d. 2. júlí 1986.
Ragnheiður eignaðist eina dóttur,
1) Birnu Ingibjörgu Óskarsdóttur 14.10.19361, faðir Óskar Benjamínsson 16. október 1907 - 23. nóvember 1988 Bílstjóri á Akureyri 1930. Bifreiðarstjóri og bankamaður í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.
Birna fluttist til Svíþjóðar og er búsett þar. Áður átti hún dótturina Ellen sem ólst upp á heimili afa síns og ömmu, Ragnheiðar og Zóphaníasar, uns þær mæðgur fluttu úr landi. Ellen á fjögur börn, Önnu, Lísu, Jesper og Cornelíu, og fjögur barnabörn, Filippu, Lo, Inu og Teo. Þau eru öll búsett í Svíþjóð.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the parent of
Ragnheiður Árnadóttir (1912-2007) frá Tungu á Blönduósi
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the parent of
Ragnheiður Árnadóttir (1912-2007) frá Tungu á Blönduósi
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Ragnheiður Árnadóttir (1912-2007) frá Tungu á Blönduósi
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Ragnheiður Árnadóttir (1912-2007) frá Tungu á Blönduósi
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 12.7.2017
Language(s)
- Icelandic