Foreldrar hennar; Sigurður Jónsson Johnsen 23.10.1811 - 3.10.1870. Kaupmaður í Flatey 1845 og kona hans 14.12.1850; Sigríður Brynjólfsdóttir Johnsen 21.9.1834 - 15.6.1912. Var í Stykkishólmi, Helgafellssókn, Snæf. 1835. Húsfreyja í Flatey. Laundóttir Brynjólfs. Var kölluð Ólafsdóttir Þorbjörnssonar þar til hún giftist Sigurði, þá viðurkenndi Brynjólfur hana sem dóttur sína og ættleiddi. „Gæðakona, gáfuð, glæsileg og hrókur alls fagnaðar“, segir í Eylendu.
Systkini hennar auk 2 sem létust í frumbernsku;
1) Jófríður Sigurðardóttir Guðmundsson 7.1.1852 - 19.4.1897. Var í Flatey , Flateyjarsókn. Barð. 1860. Húsfreyja í Flatey, síðar í Kaupmannahöfn. „Bar mjög í brjósti hag aldraðs fólks í Flatey“, segir í Eylendu. Maður hennar 7.11.1874; Jón Guðmundsson 21.8.1845 - 15.1.1888. Kaupmaður í Flatey. Var á Mýrum, Mýrasókn, V-Ís. 1845.
2) Jón Sigurðsson 30.5.1853 - 18.1.1887. Var í Flatey , Flateyjarsókn. Barð. 1860. Læknir á Húsavík. Nefndur Jón Sigurður Karl Kristján Sigurðsson Johnsen í Vigurætt. „Þótti frábærlega fríður maður, hár og beinvaxinn, mittismjór, mikill um herðar og vel limaður“, segir í Eylendu. Barnlaus. Lést úr taugaveiki. Kona hans 27.8.1886; Guðrún Birgitta Gísladóttir 9.3.1865 - 24.5.1948. Húsfreyja í Saurbæjarþingum, Dal. Sjúklingur í Reykjavík 1910. Sjúklingur í Reykjavík 1930.
3) Bryndís Sigurðardóttir Johnsen 29.10.1858 - 4.12.1924. Húsfreyja í Reykjavík 1910. „Einstök fríðleikskona, höfðingleg ásýndum og hugljúfi allra sem henni kynntust.“ Segir í Eylendu. Maður hennar 6.12.1884; Geir Tómasson Zoëga 28.3.1857 - 15.4.1928. Kennari og síðar rektor Latínuskólans í Reykjavík. Húsbóndi í Reykjavík 1910.
4) Guðrún Sigurðardóttir 20.2.1862 - 19.3.1941. Ekkja í Garðastræti 33, Reykjavík 1930. Húsmóðir í Flatey. Maður hennar 1.8.1882; Sigurður Jensson 15.6.1853 - 5.1.1924. Prestur í Flatey á Breiðafirði, Barð. 1880-1921. Settur prófastur í Barðastrandarprófastsdæmi 1881 en vígður 1883 og gengndi því embætti til 1902. Alþingismaður.
Maður hennar 15.6.1891; Bogi Sigurðsson 8. mars 1858 - 23. júní 1930 Verslunarþjónn á Skagaströnd, Spákonufellssókn, Hún. 1880. Húsbóndi í Verslunarhúsinu í Búðardal, Hjarðarholtssókn, Dal. 1901. Kaupmaður og símstjóri í Búðardal. „Mikilhæfur maður og einkar vel að sér í þjóðlegum fræðum.“ Segir í Eylendu. Verslunarþjónn Blönduósi 1880.
Barnsmóðir Boga 11.3.1887; Sigríður Guðmundsdóttir 12. febrúar 1862 - 12. janúar 1912 Var á Svangrund, Höskuldsstaðarsókn, Hún. 1870. Vinnukona á Blönduósi. Lausakona, ekkja á Kornsá, Undirfellssókn, A-Hún. 1910.
Seinnikona Boga 3.6.1913; Ingibjörg Sigurðardóttir 6. mars 1874 - 25. október 1970 frá Kjalarlandi, póst- og símaafgreiðslukona í Búðardal 1930. Kennari við Kvsk. á Blönduósi 1908-1913.
Dóttir hans með barnsmóður;
1) Alvilda María Friðrika Bogadóttir 11. mars 1887 - 22. mars 1955 Húsfreyja í Þrándarkoti, Hjarðarholtssókn, Dal. 1930. Húsfreyja í Ljárskógaseli og Þrándarkoti í Laxárdalshr., Dal. Maður hennar; Þorsteinn Gíslason 25. nóvember 1873 - 9. nóvember 1940 Bóndi í Ljárskógaseli og Þrándarkoti í Laxárdalshr., Dal. Fd. ekki getið í kirkjubók, einungis nóv. 1873. Sonur þeirra Ragnar (1914-1999), sonur hans Úlfur Þór (1939), sonur hans; Karl Ágúst Úlfsson (1957) leikstjóri. Sonur Alvildu; Magnús Skóg Rögnvaldsson 2. júní 1908 - 9. september 1972 Var í Þrándarkoti, Hjarðarholtssókn, Dal. 1930. Síðast bús. í Laxárdalshreppi. Kjördóttir: Elísabet Alvilda Magnúsdóttir, f. 1.6.1956.
Börn Ragnheiðar;
2) Jón Sigurður Karl Bogason 30. maí 1892 - 21. febrúar 1945 Bryti í Garðastræti 33, Reykjavík 1930. Fullt nafn: Jón Sigurður Karl Kristján Bogason. Bryti í Reykjavík. Fórst með Dettifossi. Kjörbarn skv. Thorarens.: Ólafur Jónsson, f. 14.6.1934 blaðamaður. Fyrrikona hans; Þórdís Sigurveig Finnsdóttir 23. nóvember 1899 - 9. janúar 1939 Húsfreyja í Reykjavík. Seinni kona hans; Friðmey Ósk Pétursdóttir 4. maí 1902 - 5. janúar 1962 Var í Reykjavík 1910. Var á Vesturgötu 51 a, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945.
3) Sigríður Bogadóttir 4. júlí 1893 - 19. október 1981 Var í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Stýrimannastíg 3, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík. Maður hennar; Jón Halldórsson 2. nóvember 1889 - 7. júlí 1984 Var í Reykjavík 1910. Féhirðir á Stýrimannastíg 3, Reykjavík 1930. Ríkisféhirðir og síðar skrifstofustjóri, einnig söngstjóri Fóstbræðra í Reykjavík. Dóttir þeirra; Ragnheiður Jónsdóttir Ream 10. september 1917 - 22. desember 1977 Var á Stýrimannastíg 3, Reykjavík 1930. Myndlistarkona. Síðast bús. í Reykjavík.
4) Jófríður Bryndís [Guðrún] Bogadóttir 8. sept. 1897 - 29. sept. 1899. Búðardal
5) Ragnheiður Bogadóttir 27. ágúst 1901 - 20. febrúar 1985 Húsfreyja á Vatnsstíg 4, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Tannsmiður og húsfreyja, síðast bús. í Reykjavík. Maður hennar 8.1.1921; Gunnar Ólafsson 18. febrúar 1891 - 23. febrúar 1988 Bifreiðarstjóri og trésmiður í Reykjavík. Var í Reykjavík 1910. Bifreiðarstjóri á Vatnsstíg 4, Reykjavík 1930. Bifreiðarstjóri í Reykjavík 1945. Bróðir Ásbjörns Ólafssonar heildsala (Prins Polo)
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1607435
6) Sigurður Bogason 29. nóvember 1903 - 20. nóvember 1969 Skrifstofustjóri í Vestmannaeyjum. Bókhaldari á Strandvegi 43 A, Vestmannaeyjum 1930. Kona hans; Matthildur Ágústsdóttir 28. júlí 1900 - 18. júní 1984 Húsfreyja í Vestmannaeyjum. Var í foreldrahúsum í Landlyst, Vestmannaeyjasókn 1910. Húsfreyja á Strandvegi 43 A (Valhöll), Vestmannaeyjum 1930.
«