Pétur Jónsson (1892-1964) Eyhildarholti

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Pétur Jónsson (1892-1964) Eyhildarholti

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

7.4.1892 - 30.9.1964

History

Bóndi í Eyhildarholti, Rípurhr. og Brúnastöðum, Lýtingsstaðahr., Skag. Síðar gjaldkeri í Reykjavík. Bóndi á Brúnastöðum, Knappstaðasókn, Skag. 1930.

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Til Skagafjarðar:
Vilji ég vitja vors og æsku
vitja ég heim í fjörðinn minn.
Hýr og fagur fullur gæsku
faðminn við mér breiðir sinn.
Vaknar öllum von í hjarta
vötnin hlæja, brosir jörð.
Þegar sólin sumarbjarta
seiðir vor um Skagafjörð.
Blómleg sveit á báðar hendur
brosir frjálsleg augum við.
Vötnin lygn um víðar lendur
vefja sig um hólma og rið.
Hér er furðu vítt til veggja
vekja útþrá fjöllin blá.
Þessi tign skal æsku eggja
andann hefja dufti frá.
Dísir allar ljóðs og landa
lofgjörð syngja um Skagafjörð.
Kringum tiginn konung standa
kempur djarfar heiðursvörð.
Glóðafeykir austur áttar
opnar hliðin morgunsól.
Sé ég vestar meiri máttar
Mælifellshnjúk og Tindastól.
Pétur Pétursson Álftagerðisbróðir söng þetta ljóð inn á disk við lag Ögmundar Svavarssonar.
Vor í Skagafirði:
Bjarmar yfir brúnum öllum
bregður roða á vötn og sæ.
Undir háum austurfjöllum
ársól heilsar hverjum bæ.
Eins og barnið saklaust sefur
sveitin, morgungeislum skírð.
Heill þér dagsins Guð sem gefur
græna jörð í slíkri dýrð.
Þessi vísa af er snilld og alltaf sígild á öllum tímum.
Stöfnum vendir stjórnarknörr
stýrt af hendingunni.
Fólk með blendið bros á vör
bíður í lendingunni.
Fram úr alda fylgsnum þá
flóðið kalda streymir
sérhver aldan ógn og vá
efst í faldi geymir.
Komið til Skagafjarðr:
Geng ég inn í garðinn þinn
gömul vinin kanna.
Einu sinni enn ég finn
ylinn minninganna.
Síðasta vísan:
Fjör og máttur fjarar brátt
feigð í gáttum kvikar.
Lyftum hátt við loka þátt
lífsins sátta bikar.

Internal structures/genealogy

General context

Pétur Jónsson
Fæddur 7. april 1892 dáinn 30. sept 1964.
Alinn upp á Nautabúi í Neðribyggð, sonur Jóns Péturssonar frá Valadal og Sólveigar Eggertsdóttur frá Mælifelli.
Pétur útskrifaðist frá Bændaskólanum á Hólum árið 1912 og kvæntist Þórunni Sigurhjartardóttur frá Urðum í Svarfaðardal árið 1913. Hófu þau búskap ásamt föður Péturs í Eyhildarholti og bjuggu þar til 1923. Þaðan fluttust þau fyrst í Frostastaði, svo að Hraunum í Fljótum og loks að Brúnastöðum í sömu sveit.
Árið 1930 lést Þórunn frá átta börnum þeirra hjóna sem fóru í fóstur til vina og vandamanna. Árið 1933 flutti Pétur til Reykjavíkur þar sem hann vann ýmis skrifstofustörf og varð svo einn af fyrstu starfsmönnum Tryggingastofnunar ríkisins. Þar starfaði hann sem aðalgjaldkeri til 1962.
Pétur var einn af stofnendum Kaupfélags Reykjavíkur (KRON) og sat í stjórn þess til æviloka. Pétur var einnig einn af stofnendum Skagfirðingafélagsins í Reykjavík og sat í stjórn þess og var formaður um skeið. Eins og fram hefur komið eignaðist Pétur átta börn með fyrri konu sinni Þórunni Sigurhjartardóttur. Seinni kona hans hét Helga Moth Jónsson, þýsk að uppruna og eignuðust þau eina dóttur. Árið 1938 eignaðist Pétur son með Guðbjörgu Jóhannesdóttur.
Á þennan hátt segir vefur Skagfirðinga frá Pétri afa sem ég tel að hafi verið ansi stórbrotinn persónuleiki. Hann giftist ungur ömmu okkar Þórunni Sigurhjartardóttur frá Urðum í Svarfaðardal sem fædd var 5. maí 1890 og dáin 18. desember 1930. Faðir Þórunnar var Sigurhjörtur Jóhannesson bóndi að Urðum og móðir hennar Soffía Jónsdóttir. Þær voru fimm alsysturnar frá Urðum auk Þórunnar sem var yngst voru það Þorbjörg, Arnfríður, Elín og Sigrún. Móðir Þórunnar deyr aðeins fertug að aldri árið 1894 þegar Þórunn er aðeins fjögurra ára. Athyglisvert að þær mæðgur ná báðar aðeins fjörtíu ára aldri. Faðir hennar giftist aftur fimm árum síðar Friðriku Sigríði og eignast með henni þrjú börn. Af þeim komst aðeins eitt á legg Sigfús Sigurhjartarson einn af stofnendum Sósilistaflokks Íslands og alþingismaður.
Eins og fram kemur stundaði afi nám við Hólaskóla 1912. Hvort Þórunn hafi verið starfstúlka þar á sama tíma eða hvort þau hafa bara hlaupið yfir Heljardalsheiðina eða mæst þar á miðri leið, veit ég ekki. En þau ganga í hjónaband 29. júni 1913, og þá er fyrsta barn þeirra fætt, Sigurhjörtur eldri í mars og deyr í október sama ár.
Afi og amma kaupa Eyhildarholt með langafa og langömmu Jóni Péturssyni og Sólveigu Eggertsdóttur. Gaman er að lesa bók Elínar Pálmadóttur “ Með fortíðina í farteskinu” en þar segir hún ansi vel frá okkar föðurfólki.
Í Eyhildarholti eða Holti eins og bærinn var jafnan kallaður fæðast börnin hvert af öðru Jón 1914, Sigurhjörtur 1916, María 1918, Pétur 1920 og Friðrik 1922 Pálmi fæðist á Frostastöðum 1923, Soffía 1925 á Hraunum og Þórarinn 1926 á Hraunum og Sólveig á Brúnastöðum 1929 dáin samdægurs.
Eitthvað gekk búskapurinn í Holti brösulega og árið 1923 neyddust þeir feðgar til að selja jörðina til að forðast gjaldþrot. Afi og amma búa eitt ár á Frostastöðum en tóku þá á leigu hálfa jörðin að Hraunum í Fljótum og árið 1928 gátu þau keypt jörðina Brúnastaði í sömu sveit. Eftir að amma deyr 1930 er öllum börnunum komið í fóstur til ættingja bæði föður og móðurættingja foreldranna, nema tveim elstu drengjunum, þeim Jóni og Sigurhirti. Þá fer svo að afi flosnar fljótlega upp frá búskap og flytur til Reykjavíkur 1933. Ekki sagði hann samt alveg skilið við sveitina því hann á eitthvað af skepnum til 1936.
Árið 1936 er Tryggingastofnun ríkisins stofnuð og var afi ráðinn aðalgjaldkeri hennar og gegndi því starfi í 26 ár eða allt þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Árið 1938 eignast hann dreng Pál með Guðbjörgu Jóhannesdóttir.
Þann 23. maí 1942 gengur afi í hjónaband með Helgu Moth Jónsson fædd í Hamborg 1914. Dóttir þeirra er Elísabeth Sólveig. Alls eignaðist afi 10 börn sem náðu fullorinsárum.
Bréfin sem afi skrifaði pabba eru flest meðan pabbi var í búskap bæði á Bollastöðum og Brandsstöðum. Það skín í gegnum bréfin hvað afi hafði mikinn áhuga á búskap. Einhversstaðar segir hann á þá leið að hann verði alltaf sveitamaður á mölinni. Afi reynir að gefa pabba góð ráð en það kemur nokkuð fljótt í ljós, að hugur pabba stóð ekki til búskapar. Tel að honum hafi ekki fundist hann vera frjáls, bundinn skyldum, sem höfðu verið lagðar á hann ungan. Greinilegt er að þeir ræða þessi mál þó það sé hvergi sagt berum orðum. Afi býðst til að hafa forgang um að pabbi fari í norskan lýðskóla, en ekki kemur fram að pabbi hafi áhuga á því. Síðan er afi að snúast í ýmsum málum fyrir pabba og Unni. Meðal annars gerist hann talsmaður þeirra gagnvart Landssímanum. Sennilega er þetta árið 1941 en þá virðist vera kominn sími í Eyvindarstaði sem er næsti bær norðan við Bollastaði. Útvarp og sími voru tæknibyltingar á þessum árum. Að vera án símasambands var eins og að vera án alnetstengingar í dag. Það var möguleiki að hægt væri að leggja símann í Bollastaði ef þau útveguðu staurana sjálf. Talið var að sex staurar dygðu.
Samband pabba og afa var alla tíð mikið og gott. Þó að bréfasamskiptum hafi fækkað eftir 1950 þá hefur síminn örugglega tekið við. Ég tel það merkilegt, ef hann hefur getað haldið svona vel utan um alla hjörðina, eins og hann gerði gagnvart pabba.
[Pétur Arnar Pétursson 2023]

Relationships area

Related entity

Sigurlína Björnsdóttir (1898-1986) Krossanesi Skag

Identifier of related entity

Category of relationship

family

Dates of relationship

22.5.1898

Description of relationship

maður hennar var Jón Jónsson á Hofi bróðir Péturs

Related entity

Björn Axfjörð Jónsson (1906-1980) bóndi á Felli í Sléttuhlíð (30.4.1906 - 18.9.1980)

Identifier of related entity

HAH02769

Category of relationship

family

Type of relationship

Björn Axfjörð Jónsson (1906-1980) bóndi á Felli í Sléttuhlíð

is the sibling of

Pétur Jónsson (1892-1964) Eyhildarholti

Dates of relationship

30.4.1906

Description of relationship

Related entity

Sólveig Eggertsdóttir (1917-2008) frá Nautabúi (9.5.1917 - 18.3.2008)

Identifier of related entity

HAH02018

Category of relationship

family

Type of relationship

Sólveig Eggertsdóttir (1917-2008) frá Nautabúi

is the cousin of

Pétur Jónsson (1892-1964) Eyhildarholti

Dates of relationship

9.5.1917

Description of relationship

bróðurdóttir

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH07357

Institution identifier

IS-HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

3þ10þ2023

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places