Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Pálmi Sigurðsson (1914-1992)
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
22.2.1914 - 21.4.1992
History
Pálmi Sigurðsson húsasmiður frá Skagaströnd er látinn. Hann fórst í bílslysi 21. apríl. Pálmi var fæddur á Steiná í Svartárdal í AusturHúnavatnssýslu 22. febrúar 1914. Pálmi ólst upp á Steiná en fór ungur að heiman, stundaði vinnumennsku fyrst, en árið 1936 flytur hann til Skagastrandar og stofnar þar heimili með konu sinni. Hann stóð yfir moldum eiginkonu sinnar nokkrum dögum fyrir síðustu jól. Eilítið grár og gugginn eftir margra ára andlegt og líkamlegt álag vegna heilsuleysis konu sinnar, er hann annaðist af fágætri ósérhlífni og fórnfýsi allt til hennar hinstu stundar. En beinn í baki og óbugaður.
Hann þreyði þorrann og góuna á Grettisgötunni og gekk tafarlaust og rösklega til verks við að skipta búi og var ekki í rónni fyrr en allt var upp gert og erfingjar allir höfðu fengið arfshlut sinn greiddan að fullu.
Næstsíðasta vetrardag ók hann dóttur sinni upp í Skálatún eftir dvöl hennar í föðurhúsum yfir páskahátíðina, samkvæmt venju á hátíðum og tyllidögum. Hann hafði skilað henni af sér og var á heimleið. Yfir hátíðina hafði hann einnig átt góðar stundir með öðrum börnum sínum í stuttum heimsóknum. Enn lifði einn dagur einmánaðar, en harpa á næsta leiti með gróandi jörð og lækjanið. Hugur hans leitaði norður yfir fjöll og dali, því römm er sú taug enn sem fyrr. Hann hlakkaði til þess lengi vetrar að halda með vorinu norður í Svartárdalinn til Stefáns bróður síns á Steiná til að eyða með honum björtum vordögum með leikandi lömb um blómgaða bala í fornum föðurtúnum.
En hér voru verkalok. Við borgarmörkin mætti hann örlögum sínum og átti sitt skapadægur þennan eftirmiðdag í lok einmánaðar
Places
Steiná í Svartárdal: Skagaströnd 1936 og aftur 1961: Reykjavík 1956-1961 og aftur 1973:
Legal status
Trésmiður:
Functions, occupations and activities
Pálmi var róttækur í skoðunum og gerðist á þessum árum liðsmaður sósíalista. Valdist hann fljótlega til forystu í verkalýðsbaráttu á Skagaströnd, enda var hann vel til forystu fallinn, skarpgreindur, stefnufastur málafylgjumaður og gjörþekkti lífsbaráttu stéttar sinnar. Í stríðslok hófst mikil uppbygging á Skagaströnd. Þar var ráðist í miklar hafnarframkvæmdir, reist síldarverksmiðja og menn bundu vonir við uppgang vegna síldveiða. Pálmi varð formaður verkalýðsfélagsins 1945 og stjórnaði verkalýðsbaráttunni á Skagaströnd á miklum umbrotatímum. Hann var formaður verkalýðsfélagsins um 12 ára skeið og síðar allmörg ár formaður deildar landverkafólks. Pálmi sat í hreppsnefnd í fjögur kjörtímabil og skipaði nokkrum sinnum sæti ofarlega á framboðslistum Alþýðubandalagsins við kosningar til Alþingis.
Síldin hvarf og uppbyggingin á Skagaströnd stöðvaðist um langa hríð. Þessu fylgdi mikið og viðvarandi atvinnulaysi. Heimilisfeður urðu að leita sér að vinnu þar sem hana var að fá. Pálmi brá á það ráð að sækja vinnu suður, bæði vertíðarvinnu svo og smíðavinnu. Fjölskyldan gekk frá nýlegu húsi sínu á Skagaströnd og bjó í Reykjavík árin 1956-61 en flutti þá aftur til Skagastrandar. Pálmi stundaði þó smíðavinnu í Húnaþingi meira og minna öll þessi ár, byggði m.a. félagsheimilið Húnaver. Síðar stjórnað Pálmi byggingaflokki á vegum Búnaðarsambands AusturHúnvetninga mörg sumur. Mér er nær að halda að byggingar eftir Pálma séu á flestöllum bæjum í sveitum Austur-Húnavatnssýslu. Þá voru uppgangstímar í landbúnaði héraðsins og búum við mjög að verkum hans. Segja má að hann hafi breytt héraðinu. Pálmi öðlaðist réttindi húsasmiða enda mjög fær smiður.
Pálmi var smiður á vegum Olíufélagsins og vann þar næsta áratug en lét þar af störfum sjötugur.
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Hann var sonur Ingibjargar Sigurðardóttur og Sigurðar Jakobssonar er þar bjuggu.
Pálmi var þriðja barn foreldra sinna en átti eldri hálfbróður, Pétur Pétursson, síðar bónda á Höllustöðum. Alsystkini Pálma voru Stefán bóndi á Steiná, Lilja húsfreyja á Akureyri, Friðrik verkamaður á Sauðárkróki, Sigríður húsfreyja á Hólabaki og Jakob bóndi á Hóli.
Kona hans var Hólmfríður Hjartardóttir 31. desember 1909 - 15. desember 1991. Húsfreyja á Skagaströnd og í Reykjavík.
Hólmfríður hafði áður verið gift (verið í sambúð Ættir A-Hún) Louis Einar Pétursson 1. desember 1902 - 2. nóvember 1960. Háseti í Skagastrandarkaupstað 1930. Sjómaður á Skagaströnd, síðar verkamaður Litla-Enni og húsvörður í Reykjavík, og átti með honum fjögur börn, kona Einars 1.10.1938, var Guðrún Jónsdóttir 1.12.1914 - 12.11.1946.
1) Þórir Haukur, 5. júní 1929 - 21. október 2016 Var í Skagastrandarkaupstað 1930. Var á Óseyri, Höfðahr., A-Hún. 1957. Kennari, skólastjóri og oddviti á Drangsnesi.
2) Ragna Petra Sigríður Einarsdóttir Jensen 7. maí 1931.
3) Hallfríður Alda Einarsdóttir 22. apríl 1933 - 19. mars 1978 Síðast bús. í Reykjavík. Kjörbarn: Eygló f. 5.5.1957 Pálmi og Hólmfríður eignuðust fjögur börn,
4) Ásta Hjördís Einarsdóttir 7. ágúst 1934
5) Ingibjörg Perla 10. október 1937, ljósmóður M: Gunter Frank Hermann Franken, þau skildu. ,
6) Gunnar Birkir Sigurgeir f. 26. júní 1944, byggingameistari,
7) Guðrún Björk (1942-1943.
8) Sigurður Þráinn f. 24. mars 1948, sjómaður
9) Súsanna Klemensína, 7. september 1953 - 22. janúar 2004 vistmaður Skálatúni Mosfellsbæ.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Pálmi Sigurðsson (1914-1992)
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 11.7.2017
Language(s)
Script(s)
Sources
http://www.mbl.is/greinasafn/minningaleit/
Ættir A-Húnvetninga bls 1337.