Ingibjörg Eyfells (1895-1977) Handavinnukennari

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Ingibjörg Eyfells (1895-1977) Handavinnukennari

Hliðstæð nafnaform

  • Pála Ingibjörg Eyfells (1895-1977) Handavinnukennari

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

  1. des. 1895 - 24. feb. 1977

Saga

Handavinnukennari og verslunarkona. Húsfreyja á Skólavörðustíg 4 b, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.

Staðir

Blönduós, Kvennaskóli
Þýskaland
Reykjavík

Réttindi

Hún var fædd á Hálsi í Fnjóskadal. Foreldrar hennar voru séra Einar Pálsson og kona hans, Jóhanna Eggertsdóttir Briem. Séra Einar var af austfirzkum bændaættum. Jóhanna var alsystir Eiríks Briem prófessors og Ellnar skólastjóra. Ingibjörg ólst upp i stórum systkinahópi á þremur prestssetrum. Faðir hennar fékk veitingu fyrir Gaulverjabæ í Flóa, þegar hún enn var barn að aldri. Og fáum árum síðar sótti hann um Reykholt og var veitt það brauð. Ég hef fyrir satt, að æskuheimili Ingibjargar hafi ætið verið mjög fjölmennt og umsvif mikil, svo á Hálsi og í Gaulverjabæ sem í Reykholti. Prestshjónin lögðu alúð við búskapinn, sem á þeim árum var mannfrekur. Börnin voru 7 og fjölskyldan þvi stór. Séra Einar var elskaður og virtur af sóknarbörnum og gestkvæmt á préstssetrinu. Það leyndi sér ekki, að Ingibjörg hugsaði hlýtt til bernskuslóða. En traustust voru tengslin við Reykholt. Þegar Gunnlaugur bróðir hennar lézt i blóma lífsins stofnuðu foreldrarnir sjóð til eflingar trjálundi, sem hann hafði gróðursett í Reykholti. Siðar eftir fráfall séra Einars og Jóhönnu stofnaði Ingibjörg annan sjóð sem ætlað er að hlynna að kirkjunum sem séra Einar þjónaði og svo að Gunnlaugslundi. Hún lagði sig ætíð fram um að efla þessa sjóði, m.a. með útgáfu minningarkorta og hefði vafalaust kosið að sín yrði minnzt með því að styrkja þá sjóði til að gegna hlutverki sinu. Ingibjörg fór ung til náms við Kvennaskólann i Reykjavík og útskrifaðist þaðan 1913. Sama ár réðst hún kennari við Kvennaskólann á Blönduósi, þá 18 ára gömul. Þetta ár réðst einnig að skólanum Kristín M. Jónsdóttir, þá nýkomin frá Ameriku. Kenndu þær við skólann óslitið fram til 1918. Tókst með þeim einlæg vinátta, sem varað hefir æ siðan. Á þessum árum sótti Ingibjörg einnig kennaranámskeið i Reykjavík. Allt fram á siðustu ár stundaði Ingibjörg kennslu, bæði einkakennslu og stundakennslu. Tóvinna og gerð íslenzka kvenbúningsins voru sérgreinar hennar, sem hún kenndi m.a. i handavinnudeild Kennaraskólans og á vegum Heimilisiðnaðarfélags íslands. Hún var mjög lengi í stjórn þess félags og gjaldkeri þess í þrjá áratugi. Um 1920 stofnuðu þær Ingibjörg og Kristin Jónsdóttir, kennari, hannyrðaverzlunina Baldursbrá I Reykjavik og ráku hana í meira en hálfa öld. Þær lögðu kapp á að hafa ætíð á boðstólum allt efni í íslenzka þjóbúninginn og að leiðbeina um gerð hans. Maður Ingibjargar, Eyjólfur J. Eyfells listmálari, er fæddur 6. júní 1886 í Seljalandsseli undir Eyjafjöllum. Þau giftust 22. febrúar 1921.
Börn þeirra eru fjögur.
Einar, verkfræðingur i Reykjavík,
Jóhann Kristján, arkitekt, nú prófessor við listaháskóla i Flórída,
Kristín Ingibjörg, kennari
Elin Rannveig, húsfrú,
báðar búsettar i Reykjavík.
Ingólfur Jóhannsson, verkfræðingur, sonarsonur þeirra Ingibjargar og Eyjólfs, ólst upp hjá afa sínum og ömmu frá þvi hann var ársgamall.
Eyjólfur og Ingibjörg fóru til Þýzkalands þegar eftir giftingu. Stundaði Eyjólfur listnám I Dresden um hríð. Þau settu siðan bú saman i Baldursbrá neðst á Skólavörðustígnum og bjuggu þar upp frá því.
Nú eru liðin meira en 40 ár síðan ég kom fyrst í Baldursbrá. Smám saman hefur mér orðið orðið það ljóst, að þau Ingibjörg og Eyjólfur hafa unnið merkilegt afrek, að stofna og reka i hálfa öld i hjarta höfuðborgarinnar heimili, sem að umfangi og innri gerð var nauðalíkt gömlu sveitaheimilunum eins og þau þekktust bezt. Þar áttu aldraðir athvarf, foreldrar Ingibjargar og fleiri. Sömuleiðis ungt fólk, börn vina og vandamanna, sem sóttu skóla í höfuðstaðnum, dvöldu þar oft langdvölum. Ferðafóik kom og gisti. Og mér fannst alltaf þrátt fyrir manndóm og rausn systkina Ingibjargar allra, að hún væri höfuð ættarinnar og Baldursbrá Berurjóðrið eftir að foreldrarnir höfðu brugðið búi. En rétt er að taka það fram, að Ingibjörgu kynntist ég fyrst þessara frænda minna og mest. Enn fleira var það í Baldursbrá, sem minnti á hið bezta i gerð gömlu islenzku heimilanna. Störfin voru unnin af köllun um leið og aflað var lífsviðurværis. Þáttur húsbóndans, listamannsins, var sér á parti. Hann helgaði sig málaralistinni og hefur náð langt. En kveikjan að rekstri verzlunarinnar i Baldursbrá var öðrum þræði ást og virðing fyrir þjóðlegum menningarerfðum: íslenzka kvenbúningnum og hannyrðunum, sem fylgt höfðu islenzkum heimilum i aldanna rás. Glögg ' verkaskipting var með þeim hjónum. Eyjólfur vann að myndlistinni sem fyrr segir. Ingibjörg annaðist heimilishaldið og verzlunina. Þar var hún þó ekki ein aó verki. Samstarf þeirra Kristínar Jónsdóttur, sem þegar er getið, var einlægt og traust og entist jafnlengi og starfsþrekið. En Kristin dvetur nú á sjúkrahúsi. Séra Einar, faðir Ingibjargar, var bróðir Svanbjargar ömmu minnar. Kært var með þeim systkinum, þótt í fjarlægð byggju og nutu fleiri hversu þau ræktu sína frændsemi. Það var haustið 1933, að leið mín lá til höfuðborgarinnar i fyrsta sinni. Ingibjörg og Eyjólfur tóku á móti mér við skipshlið og meðhöndluðu þannig næstu daga, að mér hefur upp frá því verið hlýtt til — Reykjavlkur,
hvorki meira né minna! — Ég er sannfærður um, að þessi fullyrðing er ekki út í bláinn. Lengi býr að fyrstu gerð, létt bros getur dimmu i dagsljós breytt o.s.frv. Ég er ekki skáld og get hvorki talað i stuðlum né orðskviðum. En ekki kann ég ævi mína að orða betur hvað þetta varðar. Og þá skjátlast mér mjög, ef það fólk er ekki nokkuð margt, sem lfkt og ég minnist jafnan Ingibjargar, þegar það heyrir góðs manns getið. En sama gildir raunar um Eyjólf, því að einnig hann hefur svo sannarlega hjartað á réttum stað. — Ljúft er að horfa til baka, rifja upp samverustundir, viðmót og viðbrögð undir ólíkum kringumstæðum þegar þann veg háttar. Ingibjörg var kona vel á sig komin i allan máta, glæsileg í sjón, gáfuð, skapföst og skilnings rík á kjör annarra manna. Persónulega á ég henni margt að þakka og svo Margrét kona mín. Við sendum Eyjólfi, börnunum, Kristínu og öðrum ástvinum Ingibjargar innilegar kveðjur.
Vilhjálmur Hjálmarsson.

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Auður Halldórsdóttir (1927-2021) Kennari (5.11.1927 - 6.3.2021)

Identifier of related entity

HAH08093

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

1945

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kvennaskólinn á Blönduósi 1911-1920 (1911-1920)

Identifier of related entity

HAH00115 -11-20

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1913 - 1914

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Einar Pálsson (1868-1951) (26.7.1868 - 27.1.1951)

Identifier of related entity

HAH03127

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Einar Pálsson (1868-1951)

er foreldri

Ingibjörg Eyfells (1895-1977) Handavinnukennari

Dagsetning tengsla

1896

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jóhanna Briem (1872-1962) Hálsi Fnjóskadal ov (2.2.1872 - 4.12.1962)

Identifier of related entity

HAH05399

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Jóhanna Briem (1872-1962) Hálsi Fnjóskadal ov

er foreldri

Ingibjörg Eyfells (1895-1977) Handavinnukennari

Dagsetning tengsla

1895

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Páll Björn Einarsson (1905-1980) Reykjavík

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Páll Björn Einarsson (1905-1980) Reykjavík

er systkini

Ingibjörg Eyfells (1895-1977) Handavinnukennari

Dagsetning tengsla

1905

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Valgerður Einarsdóttir (1901-1988) (30.11.1901 - 27.2.1988)

Identifier of related entity

HAH02112

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Valgerður Einarsdóttir (1901-1988)

er systkini

Ingibjörg Eyfells (1895-1977) Handavinnukennari

Dagsetning tengsla

1901

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Svanbjörg Einarsdóttir (1899-1986) Reykjavík

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Svanbjörg Einarsdóttir (1899-1986) Reykjavík

er systkini

Ingibjörg Eyfells (1895-1977) Handavinnukennari

Dagsetning tengsla

1899

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH6004

Kennimark stofnunar

IS-HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Hluti

Skráningardagsetning

MÞ 21.11.2022

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir