Þorvaldur Þorvaldsson (1921-2007) frá Þóroddsstöðum í Hrútafirði

Original Stafræn eining not accessible

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Þorvaldur Þorvaldsson (1921-2007) frá Þóroddsstöðum í Hrútafirði

Hliðstæð nafnaform

  • Þorvaldur Þorvaldsson (1921-2007) frá Þóroddsstöðum í Hrútafirði

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

27.9.1921 - 3.7.2007

Saga

Þorvaldur Þorvaldsson fæddist á Þóroddsstöðum í Hrútafirði 27. september 1921. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Landakoti 3. júlí síðastliðinn. Þorvaldur ólst upp á Þóroddsstöðum og stundaði hin ýmsu sveitastörf. Sælureit átti Þorvaldur í Norðurkotslandi í Grímsnesi og dvaldi þar oft og að loknu dagsverki við að betrumbæta bústaðinn og hlúa að gróðri naut hann þess að koma við á Gömlu Borg og fá sér te og jólaköku, spila bridge, spjalla við gesti og gangandi, njóta tónlistar eða taka dansspor.
Hann var einn traustasti sjálfstæðismaður, sem ég hefi kynnst, með mótaðar skoðanir án þess að vera þröngsýnn og kunni að meta skoðanir annarra.
Hann var fyrst og síðast sjálfstæður einstaklingur, sem mat þýðingu framtaks einstaklinga til velferðar allra.
Útför Þorvaldar verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Staðir

Þóroddsstaðir í Hrútafirði: Reykjavík:

Réttindi

Starfssvið

Hann var bifreiðastjóri allan sinn starfsaldur, fyrst á vörubifreiðum og síðan var hann leigubílstjóri hjá B.S.R. til starfsloka.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans voru Þorvaldur Böðvarsson f. 3. desember 1890 - 18. ágúst 1971. Bóndi og hreppstjóri á Þorvaldsstöðum og Þóroddsstöðum í Hrútafirði og Gróa María Oddsdóttir f. 2. september 1898 - 29. desember 1985 Húsfreyja á Þóroddsstöðum.
Systkini Þorvaldar eru:
1) Kristín Þorvaldsdóttir f. 14. júlí 1920 - 14. febrúar 2009. Húsfreyja í Stykkishólmi og síðar verslunareigandi í Reykjavík. Kristín giftist 21. júní 1941 Geirarði Siggeirssyni úr Stykkishólmi, f. 9.1. 1912, d. 15.1. 1973.
2) Haraldur Þorvaldsson f. 7. desember 1922 - 7. apríl 2010 Var á Þóroddsstöðum, Staðarsókn, V-Hún. 1930. Leigubílstjóri og bifreiðastjóri í Reykjavík. Haraldur kvæntist árið 1949 Karen Lise Friis frá Store Hedinge i Danmörku, f. 17. júlí 1925, d. 18. ágúst 1997
3) Oddný Guðrún Þorvaldsdóttir f. 14. apríl 1924 - 27. október 1984. Síðast bús. í Reykjavík.
4) Ingibjörg Þorvaldsdóttir f. 25. júní 1925. Fósturfor: Sigurður Steinþórsson f. 11. október 1899 - 29. apríl 1966. Kaupfélagsstjóri í Stykkishólmi og síðar fulltrúi í Reykjavík. og Anna Sigríður Oddsdóttir f. 12. júlí 1902 - 15. febrúar 2001. Húsfreyja í Stykkishólmi
5) Böðvar Þorvaldsson f. 22. ágúst 1926 - 23. apríl 2015. Bóndi á Akurbrekku í Hrútafirði.
6) Arndís Þorvaldsdóttir f. 27. janúar 1928 Var á Þóroddsstöðum, Staðarsókn, V-Hún. 1930. Var í Húsi Einars Þorlákssonar, Blönduóshr., A-Hún. 1957.
7) Anna Þorvaldsdóttir f. 4. apríl 1929 - 16. ágúst 2000. Fósturfor: Sigurður Steinþórsson og Anna Sigríður Oddsdóttir sjá ofar. Maki Önnu var Bragi Kristjánsson, f. 17. ágúst 1924, d. 5. október 1985. Þau gengu í hjónaband í Stykkishólmi 14. maí 1949.
8) Ása Þorvaldsdóttir Baldurs f. 27. nóvember 1930, maður hennar Jóhann Frímann Jónsson Baldurs f. 29. mars 1926 - 19. maí 2014. Bifvélavirkjameistari og yfirverkstjóri, síðast bús. í Kópavogi.
9) Þórarinn Þorvalsson f. 27.9.1934,
Uppeldisbróðir hans
10) Magnús Þorbergsson f 8.2.1940.

Þorvaldur kvæntist hinn 12. nóvember 1949 Huldu Soffíu Arnbergsdóttur frá Borgarnesi, f. 8.8. 1927, d. 20.8. 1998.
Börn þeirra eru fjögur:
1) Þorvaldur, f. 22.10. 1950.
2) Þorgerður, f. 31.1. 1952 – 30.7.2016, gift Jóni Helgasyni, börn þeirra eru: a) Eiríkur, sambýliskona Deepa, sonur hennar er Deenank. b) Þorvaldur, sambýliskona hans er Dísa. c) Sara Huld.
3) Arnbergur, f. 20.11. 1956, kvæntur Hönnu Margréti Geirsdóttur. Dóttir Arnbergs er Hulda Soffía, sambýlismaður hennar er Matthías, dætur þeirra eru Ólafía Heba og Elma Íris. Börn Hönnu eru Pétur Fannar og Harpa Júlía. Sonur Arnbergs og Hönnu er Oddur Elí.
4) Gróa María, f. 17.10. 1960, gift Ingólfi Garðarssyni. Börn þeirra eru: a) Bjargey, gift Haraldi, dætur þeirra eru Bryndís Inga og Hrafnhildur Elsa, b) Andri, c) Guðrún María, og d) Hulda Soffía.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Gróa Oddsdóttir (1898-1985) Þóroddsstöðum í Hrútafirði (2.9.1898- 29.12.1985)

Identifier of related entity

HAH03818

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Gróa Oddsdóttir (1898-1985) Þóroddsstöðum í Hrútafirði

er foreldri

Þorvaldur Þorvaldsson (1921-2007) frá Þóroddsstöðum í Hrútafirði

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Arndís Þorvaldsdóttir (1928) kaupmaður Blönduósi (27.1.1928 -)

Identifier of related entity

HAH02489

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Arndís Þorvaldsdóttir (1928) kaupmaður Blönduósi

er systkini

Þorvaldur Þorvaldsson (1921-2007) frá Þóroddsstöðum í Hrútafirði

Dagsetning tengsla

1928 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kristín Þorvaldsdóttir (1920-2009) frá Þóroddsstöðum í Hrútafirði (14.7.1920 - 14.2.2009)

Identifier of related entity

HAH01678

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Kristín Þorvaldsdóttir (1920-2009) frá Þóroddsstöðum í Hrútafirði

er systkini

Þorvaldur Þorvaldsson (1921-2007) frá Þóroddsstöðum í Hrútafirði

Dagsetning tengsla

1921 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ása Baldurs (1930-2021) Kópavogi (27.11.1930 - 19.4.2021)

Identifier of related entity

HAH03597

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ása Baldurs (1930-2021) Kópavogi

er systkini

Þorvaldur Þorvaldsson (1921-2007) frá Þóroddsstöðum í Hrútafirði

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH02160

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 19.8.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir