Þorgeir Ibsen (1917-1999) skólastjóri Hafnarfirði

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Þorgeir Ibsen (1917-1999) skólastjóri Hafnarfirði

Hliðstæð nafnaform

  • Þorgeir Guðmundur Ibsen Ibsensson (1917-1999)

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

26.4.1917 - 8.2.1999

Saga

Þorgeir Guðmundur Ibsen var fæddur á Suðureyri við Súgandafjörð 26. apríl 1917. Þorgeir Ibsen var Vestfirðingur í húð og hár og í æðum hans rann sjómannsblóð. Ævistarf hans varð þó fyrst og síðast að fræða börn og ungmenni. Hann var ungur kennari í Borgarfirði og á Akranesi. Þrítugur varð hann skólastjóri í Stykkishólmi árið 1947 og í Hafnarfirði við Lækjarskóla árið 1955, sem þá var eini barnaskólinn sem starfaði á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Þar lauk hann starfsferli sínum í árslok 1986 eftir rúmlega þriggja áratuga stjórn skólans.
Þegar Þorgeir tekur við starfi skólastjóra heitir skólinn Barnaskóli Hafnarfjarðar og þar voru þá yfir 760 nemendur. Gífurleg þrengsli voru í skólanum og nokkrum árum síðar er byggður nýr skóli í Hafnarfirði, Öldutúnsskóli, en þá var nemendafjöldinn kominn yfir 950. Við það að nýr skóli var tekinn til starfa var ákveðið að breyta nafni Barnaskólans sem eftir það var nefndur Lækjarskóli.
Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 8. febrúar síðastliðinn.
Útför Þorgeirs fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 15. febrúar og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Staðir

Suðureyri við Súgandafjörð: Borgarfjörður: Akranes: Stykkishólmur 1947: Hafnarfjörður 1955-1986:

Réttindi

Þorgeir tók kennarapróf árið 1939. Hann stundaði einnig nám í Íþróttakennaraskólanum og nam ensku og uppeldisfræði við St. Olaf College í Minnesota árin 1944-1945 og einnig kennslufræði fyrir framhaldskennara í Colombia-háskóla í New York í Bandaríkjunum árið 1945.

Starfssvið

Þorgeir hóf kennslustörf í Borgarfirði og starfaði síðar á Akranesi þar sem hann kenndi í barnaskóla og unglingaskóla. Árin 1947¬-1955 var hann skólastjóri barna- og miðskólans í Stykkishólmi ásamt því að stofna þar iðnskóla. Frá 1955¬-1987 var Þorgeir skólastjóri Barnarskóla Hafnarfjarðar, sem síðar varð Lækjarskóli. Einnig vann hann við gagna- og heimildasöfnun hjá Íslenska álfélaginu 1977¬-1982. Þorgeir var fréttaritari Ríkisútvarpsins í Stykkishólmi 1949-19¬55 og síðar í Hafnarfirði 1962¬-1987. Þorgeir starfaði mikið að félagsmálum, var formaður Íþróttaráðs Akraness, einn af stofnendum og fyrsti formaður Íþróttabandalags Akraness og var formaður Íþróttabandalags Hafnarfjarðar. Þá var hann upphafsmaður badmintons í Stykkishólmi og síðar meðal stofnenda Badmintonfélags Hafnarfjarðar. Hann var einn af stofnendum Lionsklúbbs Hafnarfjarðar og formaður í fjögur ár. Einnig var hann einn af stofnendum Norrænafélags Hafnarfjarðar og í stjórn Bókasafns Hafnarfjarðar og formaður þess um skeið. Hann sat einnig í Bláfjallanefnd fyrir Hafnarfjörð, starfaði innan Sjálfstæðisflokksins og sat í fulltrúaráði og kjördæmisráði hans um árabil. Þá var hann einnig varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði og sat í ýmsum nefndum á vegum bæjarins. Þorgeir skrifaði fjölda greina í blöð og tímarit, einkum um skóla-, fræðslu- og þjóðmál.
Það var ekki ónýtt fyrir ÍBH að fá mann með slíka reynslu sem Þorgeir hafði, en hann hafði áður verið í hinum ýmsu forystuhlutverkum og þar á meðal formaður Íþróttabandalags Akraness. Stærstu verkefni ÍBH á þessum árum voru að þrýsta á byggingu íþróttahúss (Strandgötu), útdeila tímum til íþróttafélaga og margt fleira. Þorgeir Ibsen var formaður ÍBH í fjögur ár þ.e. frá 1956¬-1960 og átti Íþróttabandalagið góð ár undir forystu hans. Þrátt fyrir að Þorgeir hætti formennsku hélt hann áfram að fylgjast með bæði uppbyggingar-, félags- og afreksmálum íþróttahreyfingarinnar í Hafnarfirði.

Lagaheimild

Hann gaf út ljóðabókina "Hreint og beint" árið 1992.
Þótt ævitíminn eyðist
og ört verði þáttaskil,
vér eigum margs að minnast
og margs að hlakka til.

Og sérhver með oss eldist,
sem unnum vér hér á jörð
og á vorn hug og hjarta,
vora heill og þakkargjörð.
(Þ.I.)
Í bókinni er ljóðið "Skólastefna", sem lýsir viðhorfum Þorgeirs vel.

Vort dýra móðurmálið
muna skulum vér,
og brýnum stinna stálið
því stefna mörkuð er:

Að vinna að ræktun lýðs og lands,
að leita ætíð sannleikans,
að unna lands vors æskulýð
alla vora tíð.

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans voru Ibsen Guðmundsson f. 14. apríl 1892 - 26. október 1957. Skipstjóri á Suðureyri við Súgandafjörð. Útgerðarmaður á Suðureyri 1930 og Lovísa Rannveig Kristjánsdóttir f. 28. apríl 1893 - 13. október 1974 Flateyri, Holtssókn, V-Ís. 1901. Húsfreyja á Suðureyri 1930. Húsfreyja á Suðureyri við Súgandafjörð.
Þorgeir var elstur átta systkina. Næstur honum var
1) Kristján Albert Ibsensson f. 24. apríl 1920 - 2. nóvember 1963 Bæ, Staðarsókn, V-Ís. 1930. Fósturfor: Guðmundur Sigurðsson og Arína Þórlaug Þórðardóttir í Bæ. Skipstjóri á Suðureyri.
2) Lovísa Ibsen f. 12. nóvember 1921 - 15. maí 2009 Sjúkraliði og starfaði lengst af á heilsugæslu í Hafnarfirði. Nefnd Lovísa Ibsensdóttir í Vigurætt. Lovísa giftist 25.12. 1944 Agli Guðjónssyni vélstjóra, f. 11.12. 1917, d. 31.10. 1988. Kjördóttir: Guðrún Sigríður Egilsdóttir, f. 25.6.1948.
3) Arína Þórlaug Ibsensdóttir f. 11. september 1923 - 14. október 1994 Suðureyri 1930. Húsfreyja í Keflavík, síðar í Reykjavík. Arína Þórlaug giftist Angantý Guðmundssyni, skipstjóra og útgerðarmanni, hinn 5. desember 1941, en hann lézt hinn 21. maí 1964.
4) Halldór Björn Ibsen f 25. febrúar 1925 - 9. maí 2012 Suðureyri 1930. Sjómaður, útgerðarmaður og framkvæmdastjóri í Keflavík. Gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum. Nefndur Halldór Björn Ibsensson í Vigurætt. Halldór kvæntist Sigþrúði Jórunni Tómasdóttur 28. des. 1946. Foreldrar hennar voru Jórunn Tómasdóttir og Tómas Snorrason.
5) Guðmundur Sigurður Ibsensson 9. ágúst 1926 - 31. október 2007 Var á Suðureyri 1930. Sjómaður, skipstjóri og útgerðarmaður í Reykjavík. Síðar deildarstjóri og forstjóri. Gegndi fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum og hlaut ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín. Eiginkona Guðmundar var Sesselja J. Guðnadóttir, f. 21. nóvember 1929, d. 2. ágúst 2000. Þau gengu í hjónaband hinn 8. maí árið 1951.
6) Helgi Ingólfur Ibsensson 8. september 1928 - 28. ágúst 2004 Skipstjóri og síðar framkvæmdastjóri Skallagríms hf á Akranesi. Helgi kvæntist 31. desember 1950 Þorbjörgu Laufeyju Þorbjörnsdóttur f. 29. ágúst 1925. Foreldrar hennar voru Anna Mýrdal Helgadóttir frá Akranesi, f. 1903, d. 1970 og Þorbjörn Sæmundsson stýrimaður, frá Gufuskálum á Snæfellsnesi, f. 1897, d. 1925,
7) Guðfinnur Jón Ibsen f. 13. september 1930 - 21. október 1991 Síðast bús. í Suðureyrarhreppi

Fyrri kona Þorgeirs 7.12.1940 var Halla Árnadóttir f. 25. maí 1920 - 19. september 1995 Ási, Akranesssókn, Borg. 1930. Fulltrúi, síðast bús. í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Árni Böðvarsson, ljósmyndari og sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Akraness, f. 15. september 1888, d. 30. apríl 1977, og kona hans Rannveig Magnúsdóttir húsmóðir, f. 15. september 1892, d. 24. júní 1972.
Bróðir Höllu var Ólafur Árnason ljósmyndari, f. 5. mars 1919 – 31.12.1997.

Eignuðust þau þrjú börn. Þau eru:
1) Rannveig Heiðrún Þorgeirsdóttir, glerlistamaður, f. 18.9.1940, maki Benedikt Sigurðsson, lyfjafræðingur Selfossi og Keflavík, og eiga þau þrjú börn og sex barnabörn.
2) Brynhildur Halla Þorgeirsdóttir, starfar við þýðingar, f. 22.3.1944, maki 2.9.1967 Guðmundur Magni Baldursson 17. janúar 1942 - 16. nóvember 2000 Arkitekt, síðast bús. í Reykjavík og eiga þau tvær dætur.
3) Árni Ibsen Þorgeirsson f. 17. maí 1948 - 21. ágúst 2007. Rithöfundur, ljóðskáld, leikskáld og kennari. Gegndi fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum, maki 20.2.1971 Hildur Kristjánsdóttir, kennari, og eiga þau þrjá syni og eitt barnabarn.

Þorgeir kvæntist árið 1955 Ebbu Júlíönnu Lárusdóttur, f. 7.3.1934. Þau bjuggu saman alla sína tíð í Hafnarfirði. Foreldrar Ebbu voru Lárus Elíasson f. 27. nóvember 1893 - 9. desember 1971. Hafnarvörður í Stykkishólmi. Sjómaður í Stykkishólmi 1930 og Ásta Þorbjörg Pálsdóttir f. 30. september 1900 - 15. nóvember 1987. Húsfreyja í Stykkishólmi.
Börn þeirra eru:
4) Ásgerður Þorgeirsdóttir, kennari, f. 17.9.1960, maki Júlíus Helgi Valgeirsson f. 29.4.1957 málari og eiga þau þrjú börn.
5) Þorgeir Ibsen Þorgeirsson f. 2. maí 1966 framkvæmdastjóri hjá Ford Motor Company í Bandaríkjunum, maki Denise M. Ibsen, viðskiptafræðingur, og eiga þau þrjá syni.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Guðríður Einarsdóttir (1860-1940) Leifsstöðum (11.11.1860 - 1.3.1940)

Identifier of related entity

HAH04198

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH02141

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 16.8.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir