Þórður Kristján Runólfsson (1896-1998)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Þórður Kristján Runólfsson (1896-1998)

Hliðstæð nafnaform

  • Þórður Kristján Runólfsson (1896-1998) Haga

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

18.9.1896 - 25.9.1998

Saga

Þórður Kristján Runólfsson fæddist í bænum Efri-Hrepp í Skorradalshreppi 18. september 1896. Barn að aldrei fluttist Þórður með foreldrum sínum að Hálsum í Skorradal og ólst þar upp. Árið 1913 fór hann sem vinnumaður að Efstabæ í Skorradal og var þar í fjögur ár en fór þá að Fitjum í sömu sveit og var það önnur fjögur ár og einnig í vinnumennsku. Þórður og Halldóra byrjuðu búskap á Draghálsi í Svínadal á vordögum 1921 og voru þar í eitt ár en fluttu þá að Svanga í Skorradal (nafni breytt síðar í Haga), þar bjuggu þau síðan og Þórður þar einbúi í 14 ár eftir lát konu sinnar. Annan október 1996 flutti hann á Davlarheimilið í Borgarnesi. Hafði þá búið í Haga í 74 ár.
Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 25. september síðastliðinn.
Útför Þórðar fer fram frá Hallgrímskirkju í Saurbæ í dag og hest athöfnin klukkan 14.

Staðir

Efri-Hreppur og Hálsarí Skorradal: Svangur/Hagi.

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans voru Ingibjörg Pétursdóttir, f. 22. júní 1868 á Ytri-Brekku í Andakílshreppi, d. 6.6. 1950, og Runólfur Arason, f. 13.11. 1863 að Syðstu- Fossum í Andakílshreppi, d. 3.8. 1940.
Systkini Þórðar eru:
1) Pétur Halldór Runólfsson f 7. maí 1893 - 7. maí 1972 Háseti á Bræðraborgarstíg 24, Reykjavík 1930. Sjómaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
2) Ari Kristinn Runólfsson f. 3. desember 1894 - 22. september 1986. Lausamaður á Oddhóli, Oddasókn, Rang. 1930. Síðast bús. í Skorradalshreppi.
3) Ingólfur Runólfsson f. 28. september 1898 - 5. júní 1970. Bóndi á Hálsum í Skorradal. Var á Hálsum, Fitjasókn, Borg. 1930. Síðast bús. í Skorradalshreppi.
4) Engilbert Runólfsson f. 8. nóvember 1899 - 14. júní 1996. Bóndi á Vatnsenda í Skorradal, síðast bús. í Borgarnesi.
5) Laufey Runólfsdóttir f. 9. september 1901 - 14. júní 1933 vinnukona á Óðinsgötu 32, Reykjavík 1930.
6) Lára Runólfsdóttir f. 2. september 1903 - 22. september 1934 ráðskona á Vatnsenda, Fitjasókn, Borg. 1930.
7) Haraldur Runólfsson 15. mars 1906 - 3. nóvember 1964 Múrari í Reykjavík. Múrarasveinn á Grettisgötu 68, Reykjavík 1930.
8) Viktoría Runólfsdóttir 16. desember 1908 - 9. júní 1994 Var á Hálsum, Fitjasókn, Borg. 1930.
9) Hörður Runólfsson 7. apríl 1911 - 5. febrúar 2005 Verktaki, síðast bús. í Reykjavík. Námssveinn í Laugarvatnsskóla, Miðdalssókn, Árn. 1930. Hörður kvæntist 31. desember 1941 Sigrúnu Steinsdóttur, f. að Spena í Miðfirði 1. maí 1916, d. 13. desember 1988.

Barn að aldrei fluttist Þórður með foreldrum sínum að Hálsum í Skorradal og ólst þar upp. Árið 1913 fór hann sem vinnumaður að Efstabæ í Skorradal og var þar í fjögur ár en fór þá að Fitjum í sömu sveit og var það önnur fjögur ár og einnig í vinnumennsku.

Hinn 1. maí 1920 kvæntist Þórður Halldóru Guðlaugu Guðjónsdóttur, f. 8.10. 1891, d. 13.5. 1982, Húsfreyja á Svangi, Fitjasókn, Borg. 1930. Húsfreyja í Haga í Skorradal. Foreldrar hennar voru Málfríður Halldórsdóttir f. 18. febrúar 1860 - 25. desember 1915. Húsfreyja á Fossi á Akranesi og Guðjón Einarsson f. 13. ágúst 1857 - 19. mars 1933. Bóndi í Fjósakoti í Innri-Akraneshreppi. Sjómaður á Fossi á Akranesi.
Börn þeirra eru:
1) Óskar Þórðarson f. 5. júní 1920 - 27. febrúar 2015 Svangi, Fitjasókn, Borg. 1930. Rafvirki og fékkst við ýmis störf í Reykjavík. Skáld, kona hans 19.12.1945 var Svanfríður Petrína Örnólfsdóttir f. 4. mars 1920 - 1. maí 2002 . Börn þeirra: Arnþór, f. 19.2. 1947, d. 26.5. 1994, andvana drengur f. 27.12. 1950, Svandís Ósk, f. 7.7. 1954, og Ársæll, f. 26.8. 1960.
2) Dóra Þórðardóttir f. 26. apríl 1925 - 19. ágúst 2009. Húsfreyja á Grímarsstöðum í Andakíl hennar maður 16.5.1948 var Teitur Daníelsson, f. 12.10. 1924, d. 15.8. 1992. Synir þeirra: Þórhallur, f. 7.4. 1949, Daníel, f. 15.8. 1950, Grímar, f. 17.2. 1952, Guðmundur, f. 21.1. 1954, og Auðunn, f. 6.1. 1957, d. 24.9. 1982.

Grímar var barnsfaðir Ástu fyrri konu Stefáns á Njálsstöðum.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Dóra Þórðardóttir (1925-2009) (26.4.1925 - 19.8.2009)

Identifier of related entity

HAH01170

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Dóra Þórðardóttir (1925-2009)

er barn

Þórður Kristján Runólfsson (1896-1998)

Dagsetning tengsla

1925 - ?

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH02174

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 22.8.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir