Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Ólafur Kristinn Magnússon (1911-2010)
Hliðstæð nafnaform
- Ólafur Kristinn Magnússon (1911-2010) kennari
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
6.12.1911 - 24.1.2010
Saga
Ólafur Kristinn Magnússon fæddist á Völlum á Kjalarnesi 6. desember 1911. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 24. janúar 2010. Frá 1914–1930 ólst Ólafur upp hjá móðurbróður sínum Jóhanni Kr. Ólafssyni bónda í Austurey og á Kjóastöðum og konu hans Sigríði Þórarinsdóttir. Á þeim tíma dvaldi hann þó nokkra vetur hjá móður sinni í Reykjavík og sótti þar skóla. Útför Ólafs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 8. febrúar 2010, og hefst athöfnin kl. 13.
Staðir
Vellir á Kjalarnesi; Austurey 1914 og Kjóastaðir Bisk.: Svínavatnshreppi 1934-1937: Haganes í Fljótum 1940: Klébergsskóli á Kjalarnesi 1945-1979:
Réttindi
Hann lauk kennaraprófi frá Kennaraskólanum 1934:
Starfssvið
Farkennari í Svínavatnshreppi 1934–1937 og forfallakennari við ýmsa skóla 1937–1940. Kennari í Haganeshreppi í Skagafirði 1940–1945, síðustu 3 árin við heimavistarskólann að Sólgörðum. 1945 tók hann við sem skólastjóri barnaskólans á Klébergi, Kjalarnesi, þar sem hann var uns hann lét af störfum árið 1979 eftir 45 ára farsælan feril sem kennari og skólastjóri. Ólafur tók virkan þátt í félagsstörfum í Haganeshreppi og á Kjalarnesi og sat í nefndum og ráðum allt til ársins 1979.
Lagaheimild
Eftir að hann lét af störfum ritaði hann ýmsa þætti úr sögu Kjalarneshrepps eftir 1880 og birtist hluti þeirra í ritinu Kjalnesingar sem út kom 1998.
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans voru Magnús Jónasson, f. 11. apríl 1888, d. 10. jan. 1971, og Jórunn Ólafsdóttir, f. 7. sept. 1888, d. 19. apríl 1947. Hálfsystir hans samfeðra er Rannveig Magnúsdóttir, f. 9. jan. 1930.
Ólafur kvæntist 6. okt.1938 Björgu Jóhannsdóttur frá Holti í Svínadal, A-Hún, f. 26. febrúar 1916. Foreldrar hennar voru Jóhann Guðmundsson, f. 5. nóv. 1887, d. 11. ágúst 1949, og Fanný Jónsdóttir, f. 14. mars 1891, d. 4. júlí 1958.
Börn þeirra eru:
1) Jóhann, f. 18. des 1942, maki Jeanne Miller, f. 1. jan. 1945. Börn þeirra eru: a) Ólafur Kristinn, f. 1964, maki Valborg Guðsteinsdóttir, f. 1964, og eiga þau tvo syni. b) Fanný Björg, f. 1978, sambýlismaður hennar er Sverrir Árnason, f. 1978, og eiga þau einn son.
2) Sigrún, f. 12. júlí 1948, maki Helgi Bergþórsson, f. 6. apríl 1946. Börn þeirra eru: a) Ólafur Magnús, f. 1970, sambýliskona hans er Berit Noesgaard Nielsen, f. 1970, og eiga þau þrjú börn. b) Vilborg, f. 1971, maki Jón Þór Þorgeirsson, f. 1965, og eiga þau fjögur börn. c) Bergþór, f. 1974, og á hann tvo syni. d) Björgvin, f. 1976, maki Dagný Hauksdóttir, f. 1978, og eiga þau þrjú börn.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Ólafur Kristinn Magnússon (1911-2010)
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 8.7.2017
Tungumál
- íslenska