Ólafur Dýrmundsson (1889-1973) Kistu Vestur-Hópi

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Ólafur Dýrmundsson (1889-1973) Kistu Vestur-Hópi

Parallel form(s) of name

  • Ólafur Dýrmundsson (1889-1973) Kistu Vestur-Hópi

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

24.11.1889 - 18.2.1973

History

Bóndi í Kistu, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Sigríðarstöðum í Vesturhópi, síðast bús. í Reykjavík. Ólafur fæddist að Litladalskoti í Lýtingsstaðahreppi 24.11 1889. Dýrmundur faðir hans var einnig fæddur þar 1862, Ólafsson bónda þar Guðmundssonar. Móðir Ólafs (kona Dýrmundar) Signý Hallgrímsdóttir bónda á Víðivöllum í Fnjóskadal, var sögð gáfuð kona, sérlega bókhneigð og vel hagorð og mun eitthvað af vísum hennar varðveitt enn. Í skagfirzkum æviskrám segir einnig, að Dýrmundur
faðir Ólafs hafi verið hlédrægur, en viðurkennt valmenni. Þetta gátu því verið ættareinkenni, hagmælskan og hlédrægnin og hefði mér ekki þurft að koma hagmælskan með öllu á óvart, þar sem ég vissi að hann var hálfbróðir hins kunna hestamanns og rithöfundar Ásgeirs í Gottorp, en hann var líka að ýmsu Iíkur föður sínum á Þingeyrum, sem margar snillivísur lifa eftir.
Albróðir Ólafs var Aðalsteinn bóndi á Stóruborg en Pétur sonur hans er einn af þeim sem hefði átt að vera í Húnvetningaljóðum eitt af sönnunargögnum þess, að full ástæða væri til að gefa út framhald þeirra og hlaupa þar ekki yfir þá ungu og forðast að láta hlédrægnina valda því, að samtíðin fái ekki að njóta góðra hæfileika. Kona Ólafs, Guðrún Stefánsdóttir, hefur líka vel kunnað að meta þessa hæfileika bónda síns, enda sjálf hagmælt og því vonandi að þau fjögur börn er þau hafa eignazt, hafi ekki orðið afskipt af ljóðhneigðinni, og er mér raunar kunnugt um að svo er ekki.
Frá 6 ára aldri dvaldist Ólafur í Vestur Húnavatnssýslu og bjuggu þau Guðrún á ýmsum bæjum þar, en síðast að Vallanesi við Hvammstanga. Heilsufarið veldur oft háttabreytni manna og mun sjúkleiki Guðrúnar hafa valdið því, að þau fluttu til Reykjavíkur 1951. Allt frá því og til síðustu áramóta, vann Ólafur hjá Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins. Nú eftir svo langan starfsdag og marga þraut frá harðari tímum en við höfum lifað nú um skeið, má segja að lúinn eigi skilið að hvílaast, en þá er rík nauðsyn, að eiga hugðarefni til að grípa til og svo andlega heil sem þau hjón eru, mun slíkt ekki bresta þau eins og horfir, en ekki er ég í vafa um, að marga þunga stund hafi Ijóðskur andi létt þeim og vona að svo megi enn verða sem lengst. Þó heilsa og kraftar séu á þrotum, er drjúgur ávöxtur lífsins við að gleðjast, 4 börn vel komin í lífsstöðu, 14 barnabörn og 12 barnabarna börn.

Places

Litladalskot í Lýtingsstaðahreppi Skagaf.: Vallanes við Hvammstanga: Reykjavík 1951:

Legal status

Functions, occupations and activities

Bóndi: Starfsmaður ÁTVR 1951-1969

Mandates/sources of authority

Heill sé þér aldni Húnvetningur
hress og glaður við níunda tug.
Þó Elli sé við þig með eitthvert glingur
eflaust vísarðu henni á bug.
Veit ég, að þessi vinahringur
veitir þér lífsins kraft og dug.

Bera þér mætti kveðjur kærar
kvenna og bænda um Húnaþing
fyrir stundir svo minninga mærar
margar, og ég veit hvað ég syng,
þó yfir þeir flutt hafi elfur tærar
sem enginn fær lifandi siglt um kring.

Veiti þér gleði vinhlý baga,
vermi þig andi stuðlamáls,
þar, er íslendings þróttarsaga,
þrúðefldur kraftur íss og stáls.
Heill sé þér alla ævidaga,
andi þinn styrkur hreinn og frjáls.
Ingþór Sigurbjs.

Að þá sækja efni vönd,
úrlausn þarf að finna,
látum bæði hug og hönd
og hjarta saman vinna.
ÓD.

Að þá sækja efni vönd,
úrlausn þarf að finna,
látum bæði hug og hönd
og hjarta saman vinna.
ÓD.

Internal structures/genealogy

Kona hans var Guðrún Sigurlaug Stefánsdóttir, f. 5. janúar 1887, d. 23. maí 1970.
Börn þeirra
1) Signý Ólafsdóttir 11. desember 1913 - 30. nóvember 2003. Þjónustustúlka á Hvammstanga 1930. Heimili: Kista, Þverárhr.
2) Dýrmundur 8.12.1914 - 13.9.2011, kona hans Guðrún Sveinbjörnsdóttir frá Hnausum í A-Húnavatnssýslu, f. 5. nóvember 1917. Foreldrar hennar voru Sveinbjörn Jakobsson, f. 20. október 1879, d. 24. október 1958, og Kristín Pálmadóttir, f. 10. apríl 1889, d. 31. marz 1985. Börn Dýrmundar og Guðrúnar eru: 1) Ólafur Rúnar, f. 1944, maki Svanfríður S. Óskarsdóttir, f. 1944. Börn: a) Óskar Dýrmundur, f. 1966, b) Guðrún, f. 1968, c) Ólöf, f. 1981, d) Sigurrós Svava, f. 1983. Barnabörnin eru fimm. 2) Kristín, f. 1945, maki Bjarni O.V. Þóroddsson, f. 1943. Börn: a) Þóroddur, f. 1970, b) Rúnar Dýrmundur, f. 1973, c) Freyr, f. 1977, d) Valur Oddgeir, f. 1986. Barnabörnin eru sex. 3) Sveinbjörn, f. 1950, maki María Guðbrandsdóttir, f. 1951. Börn: a) Guðrún, f. 1971, b) Erla Helga, f. 1971 c) Svava Kristín, f. 1976, d) Sonja Lind, f. 1988. Barnabörnin eru ellefu. 4) Gylfi, f. 1956, maki Anna Sigríður Guðnadóttir, f. 1959. Börn: a) Guðni Kári, f. 1976, b) Ásdís Birna, f. 1993, c) Kristrún Halla, f. 1993, d) Gunnar Logi, f. 1996.
3) Margrét Ingunn Ólafsdóttir 16. ágúst 1923
4) Stefán Haukur 4.1.1927. maki 7.9.1958: Ásta Þórgerður Jakobsdóttir fæddist á Ísafirði 20. september 1930. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Ísafirði, 2. janúar 2014.
Foreldrar Ástu voru Jakob Gíslason skipstjóri, f. 3.12. 1897, d. 22.5. 1959, og Guðbjörg Hansdóttir húsfreyja, f. 22.8. 1907, d. 16.7. 1971. Systkini Ástu voru Kristjana Sigrún Jakobsdóttir, f. 20.2. 1928, d. 17.5. 1958, Konráð Guðmundur Jakobsson, f. 13.5. 1929, Erna Guðbjörg Benediktsdóttir, f. 16.3. 1930, Steinþór Jakobsson, f. 7.11. 1931, d. 19.5. 1996, Jakobína Valdís Jakobsdóttir, f. 21.11. 1932, og Katrín Svanfríður Halldórs Jakobsdóttir, f. 17.7. 1934, d. 3.8. 1935. Dóttir Ástu og Stefáns Hauks er Guðrún Ásbjörg Stefánsdóttir, f. 20.1. 1948. Eiginmaður hennar er Tryggvi Sigtryggsson, f. 9.3. 1946. Börn þeirra eru: 1) Stefán Haukur, f. 3.2. 1965. Eiginkona hans er Guðbjörg Gísladóttir. Dætur þeirra eru Guðrún Ásbjörg, f. 1983, sambýlismaður Björn Fannar Hafsteinsson og eiga þau Stefán Andra og Emmu Rakel. Aldís Dröfn, f. 1989, sambýlismaður Svavar Máni Guðlaugsson, dóttir Aldísar er Kolbrún María og faðir hennar er Pálmar Freyr Halldórsson. Anna María, f. 1994. 2) Jakob Ólafur, f. 27.8. 1967. Eiginkona hans er Hanna Mjöll Ólafsdóttir. Börn þeirra eru Ólafur Njáll, f. 1992, Hafrún Lilja, f. 1995, Ásthildur, f. 2002, og Hjálmar Helgi, f. 2007. 3) Heiðrún, f. 19.12. 1973. Eiginmaður hennar er Fjölnir Ásbjörnsson. Synir þeirra eru Tryggvi, f. 2000, Egill, f. 2002, Haukur, f. 2008, og Magni, f. 2010. 4) Ásta f. 1.5. 1976. Eiginmaður hennar er Paul Eric Fuller.
Börn Ástu eru Guðfinnur Tryggvi, f. 1996, og Bryndís Bára, f. 1999, faðir þeirra er Bjarni Freyr Guðmundsson.

General context

Relationships area

Related entity

Egill Stefánsson (1896-1978) framkvæmdastjóri Egilssíld á Siglufirði (9.5.1896 - 7.7.1978)

Identifier of related entity

HAH03091

Category of relationship

family

Dates of relationship

10.5.1913

Description of relationship

Ólafur var giftur Guðrúnu Sigurlaugu (1887-1970) systur Egils.

Related entity

Jón Ásgeirsson (1839-1898) Þingeyrum (16.3.1839 - 26.7.1898)

Identifier of related entity

HAH05509

Category of relationship

family

Dates of relationship

1889

Description of relationship

Signý barnsmóðir Jóns er móðir Ólafs

Related entity

Ásgeir Einarsson (1809-1885) alþm Kollafjarðarnesi og Þingeyrum (23.7.1809 - 15.11.1885)

Identifier of related entity

HAH03612

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Móðir Ólafs var Signý Hallgrímsdóttir barnsmóðir Jóns Ásgeirssonar sonar Ásgeirs

Related entity

Guðrún Sveinbjörnsdóttir (1917-2016) Hnausum (5.11.1917 - 7.1.2016)

Identifier of related entity

HAH04471

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Dýrmundur maður Guðrúnar frá Hnausum var sonur Ólafs

Related entity

Hörður Ríkharðsson (1962) kennari (29.12.1962 -)

Identifier of related entity

HAH05203

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Signý dóttir Ólafs var móðir Ingibjargar Signýjar móður Sigríðar konu Harðar

Related entity

Guðrún Stefánsdóttir (1887-1970) Kistu Vesturhópi (5.1.1887 - 23.5.1970)

Identifier of related entity

HAH04454

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðrún Stefánsdóttir (1887-1970) Kistu Vesturhópi

is the spouse of

Ólafur Dýrmundsson (1889-1973) Kistu Vestur-Hópi

Dates of relationship

10.5.1913

Description of relationship

1) Dýrmundur Ólafsson 8. des. 1914 - 13. sept. 2011. Póstmaður í Reykjavík. Kona hans Guðrún Sveinbjörnsdóttir 5. nóv. 1917 - 7. jan. 2016. Var á Hnausum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. 2) Signý Ólafsdóttir 11. des. 1913 - 30. nóv. 2003. Þjónustustúlka á Hvammstanga 1930. Barnsfaðir hennar; Jón Frímann Sigurðsson 12. júlí 1903 - 26. feb. 1979. Útgerðarmaður á Hvammstanga 1930. Maður hennar; Ingólfur Jón Þórarinsson 20. feb. 1909 - 22. okt. 2000. Starfsmaður Pósts og síma. 3) Margrét Ingunn Ólafsdóttir [Unna] 16. ágúst 1923. Maður hennar 14.2.1943; Ketill Hlíðdal Jónasson 4. júlí 1918 - 5. des. 1997. 4) Stefán Haukur Ólafsson 4. jan. 1927 kona hans 7.9.1958; Ásta Þórgerður Jakobsdóttir 20. sept. 1930 - 2. jan. 2014. Húsfreyja.

Related entity

Pétur Aðalsteinsson (1920-2003) Stóru-Borg (12.8.1920 - 9.5.2003)

Identifier of related entity

HAH01834

Category of relationship

family

Type of relationship

Pétur Aðalsteinsson (1920-2003) Stóru-Borg

is the cousin of

Ólafur Dýrmundsson (1889-1973) Kistu Vestur-Hópi

Dates of relationship

12.8.1920

Description of relationship

Bróðursonur

Related entity

Ásgeir Jónsson (1876-1963) Gottorp (30.11.1876 - 23.5.1963)

Identifier of related entity

HAH03616

Category of relationship

family

Type of relationship

Ásgeir Jónsson (1876-1963) Gottorp

is the cousin of

Ólafur Dýrmundsson (1889-1973) Kistu Vestur-Hópi

Dates of relationship

1889

Description of relationship

Dýrmundur 1862-1894) faðir Ólafs var bróðir Ásgeirs, sammæðra

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01788

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 15.7.2017

Language(s)

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places