Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Námaskarð
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
(1950)
Saga
Þjóðvegurinn milli Mývatns og Austurlands liggur um Námaskarð (410m) rétt austan Bjarnarflags milli Dalfjalls og Námafjalls. Námafjall, sunnan skarðsins, er sundursoðið af brennisteins- og leirhverum og er er ótrúlega litauðugt. Austan þess er einhver fjölsóttasti ferðamannastaður landsins, Hverarönd. Brennisteinn var unninn í Hlíðarnámum og fluttur út. Reykjahlíðarbræður eru sagðir hafa orðið vellríkir af sölu brennisteins í kringum siðaskiptin. Danakonungur eignaðist námurnar árið 1563. Þær voru notaðar af og til síðan, allt fram á miðja 19. öld. Verksmiðja til að vinna brennistein var reist í Bjarnarflagi árið 1939 og starfaði aðeins í fá ár.
Nautadalur liggur til norðurs frá Námaskarði. Þar var uppblástur orðinn nærgöngull og fletti gróðri úr honum á u.þ.b. eins kílómetra kafla. Árið 1990 var hafizt handa við uppgræðslu með melgresi áburði, birki og loðvíði. Eins og víða tíðkast nú, voru notaðar ónýtar heyrúllur og trévörubretti við landbæturnar með góðum árangri. Landgræðslan hefur notið liðstyrks starfsmanna Kröfluvirkjunar við þetta starf.
Staðir
Suður-Þingeyjarsýsla; Bjarnarflag; Mývatn; Dalfjall; Námafjall; Hverarönd; Hlíðarnámur; Reykjahlíða; Nautadalur; Kröfluvirkjun:
Réttindi
Starfssvið
Námafjall og umhverfi er háhitasvæði sem liggur um sprungurein sem nær norður úr Öxarfirði gegnum eldstöðina Kröflu og suður fyrir Hverfell. Jarðhitanum er viðhaldið af kvikuinnskotum frá eldstöðinni.
Þjóðvegurinn milli Mývatns og Austurlands liggur um Námaskarð rétt austan Bjarnarflags milli Dalfjalls og Námafjalls.
Þétt sprungubelti liggur yfir allt Námafjallssvæðið en meginuppstreymið er austan við fjallið og hefur það gengið síðustu ár undir nafninu Hverarönd. Á því svæði eru margir gufu- og leirhverir, en engir vatnshverir. Leirhverirnir eru stórir og áberandi en gufuhverirnir eru margir ekki annað en borholur sem búið er að hlaða grjóti yfir. Jarðvegur ófrjór og gróðurlaus á háhitasvæðinu og mjög súr vegna áhrifa hveraloftsins og fellur út brennisteinn. Fyrr á öldum var mikið brennisteinsnám við Námafjall en á miðöldum var brennisteinninn notaður í púður. Eigendur Reykjahlíðar auðguðust mikið á sölu brennisteins. Brennisteinn var unninn í Hlíðarnámum. Danakonungur eignaðist námurnar árið 1563. Þær voru nýttar af og til fram á miðja 19. öld. Verksmiðja til að vinna brennistein var reist í Bjarnarflagi árið 1939 og starfaði í nokkur ár.
Jarðhitasvæðið við Námafjall og allur Skútustaðahreppur var friðlýst árið 1974.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH-Nat
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 27.2.2019
Tungumál
- íslenska