Matthilde Einarsdóttir Kvaran (1889-1980) Blönduósi

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Matthilde Einarsdóttir Kvaran (1889-1980) Blönduósi

Hliðstæð nafnaform

  • Matthildur Einarsdóttir Kvaran Matthíasson

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

29.9.1889 - 27.1.1980

Saga

Matthildur Einarsdóttir Kvaran Matthíasson f. 29. sept. 1889 d. 27. jan. 1980. Húsfreyja á Seyðisfirði og í Reykjavík. Var á Akureyri 1901. Var í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Túngötu 5, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945.
Hún var fædd í Winnipeg árið 1889, dóttir Einars Hjörleifssonar Kvarans skálds, sem þá var ritstjóri vestan hafs, og Gíslínu Gísladóttur konu hans. Matthildur var elzt barna þeirra sem upp komust, og lifði þeirra lengst. Hún giftist árið 1908 Ara Arnalds, síðar sýslumanni og bæjarfógeta, og áttu þau þrjá syni, þá Sigurð, útgefanda, Einar, fyrrv. Hæstaréttardómara og Þorstein, fyrrv. forstj. Bæjarútg. Reykjavíkur. Matthildur og Ari slitu samvistum og giftist hún síðar Magnúsi stórkaupm. Matthíassyni, Jockumssonar skálds. Hann lézt árið 1963.
Matthildur stundaði fyrr á árum píanókennslu hér í bænum, en síðar tók hún að sér kennslu í ýmsum greinum, en þó einkum íslenzku, og hafa margir kunnir menntamenn
þjóðarinnar notið tilsagnar hennar í þeim efnum á yngri árum.
Hún var jarðsungin frá Fossvogskirkju 6.2.1980, kl. 13.30

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar; Einar Gísli Hjörleifsson Kvaran 6. desember 1859 - 21. maí 1938 Var í Goðdölum, Goðdalasókn, Skag. 1870. Skólapiltur í Lækjargötu, Reykjavík 1880. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Rithöfundur á Sólvallagötu 3, Reykjavík 1930. Rithöfundur og seinni kona hans 22.9.1888; Gíslína Gísladóttir Kvaran 23. júlí 1866 - 26. júní 1945 Frá Reykjakoti í Mosfellssveit. Fór þaðan til Vesturheims 1887. Kom til Íslands aftur. Húsfreyja í Reykjavík 1910.
Fyrri kona Einars; Matthilde Petersen, lést 1887/1888. Systir Einars var Guðlaug Hjörleifsdóttir (1886-1964)

Systkini hennar;
1) Sigurður Einarsson Kvaran1891-9.10.1905. Var á Akureyri, Eyj. 1901. Skólapiltur.
2) Einar Einarsson Kvaran 9.8.1892 - 24.8.1960. Bankabókari í Reykjavík. Var í Reykjavík 1910.
3) Gunnar Gísli Einarsson Kvaran 11.11.1895 - 17.6.1975. Stórkaupmaður og forstjóri í Reykjavík. Var í Reykjavík 1910.

Fyrri maður hennar var 10.10.1908; Ari Jónsson Arnalds 7. júní 1872 - 14. apríl 1957. Bæjarfógeti á Seyðisfirði og Sýslumaður í N-Múl. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Bæjarfógeti á Seyðisfirði 1930. Fyrrverandi bæjarfógeti í Reykjavík 1945. Settur sýslumaður á Blönduósi 1914-1918.
Seinni maður hennar; Magnús Matthíasson [Jochumsson] 3.4.1888 - 7.10.1963. Kaupmaður á Túngötu 5, Reykjavík 1930. Stórkaupmaður í Reykjavík 1945.

Synir hennar og Ara;
1) Sigurður Arason Arnalds 15. mars 1909 - 10. júlí 1998. Heildsali og útgefandi í Reykjavík. Var í Reykjavík 1910. Var á Seyðisfirði 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Fyrri kona hans var Guðrún (Jónsdóttir) Laxdal (f. 1914) fv. kaupkona, foreldrar Ragnars Arnalds þingmanns. Síðari kona Sigurðar er Ásdís Andrésdóttir Arnalds f. 14.12.1922 - 25.4.2010, frá Neðra-Hálsi í Kjós
2) Einar Arason Arnalds 3. janúar 1911 - 24. júlí 1997. Hæstaréttardómari, og forseti Hæstaréttar. Stud. jur. á Túngötu 5, Reykjavík 1930. Borgardómari í Reykjavík 1945. Átti sæti í Mannréttindadómstól Evrópu til margra ára. Hinn 19. sept. 1935 kvæntist Einar Laufeyju Arnalds, f. 16. okt. 1915, d. 14. apríl 1996. Foreldrar hennar voru Guðmundur, bankagjaldkeri, Guðmundsson prests í Reykholti Helgasonar, d. 12. nóv. 1950 og fyrri kona hans Kristín Gunnarsdóttir, kaupmanns í Rvík Gunnarssonar, d. 10. mars 1929. Dætur Einars og Laufeyjar eru.
3) Þorsteinn Arason Arnalds 24. desember 1915 - 1. ágúst 2001. Forstjóri BÚR. Þorsteinn kvæntist 8.8. 1942 Guðrúnu Hallgrímsdóttur Arnalds Tulinius, f. 28.7. 1919 - 1.8.2000. Var á Lækjargötu 3, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Winnipeg Kanada

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1889

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Einar Kvaran (1859-1938) rithöfundur Reykjavík (6.12.1859 - 21.5.1938)

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Einar Kvaran (1859-1938) rithöfundur Reykjavík

er foreldri

Matthilde Einarsdóttir Kvaran (1889-1980) Blönduósi

Dagsetning tengsla

1889

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ari Jónsson Arnalds (1872-1957) sýslumaður Blönduósi (7.6.1872 - 14.4.1957)

Identifier of related entity

HAH02459

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ari Jónsson Arnalds (1872-1957) sýslumaður Blönduósi

er maki

Matthilde Einarsdóttir Kvaran (1889-1980) Blönduósi

Dagsetning tengsla

1908

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sýslumannshúsið Blönduósi Aðalgötu 6 (1900 -)

Identifier of related entity

HAH00134

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Sýslumannshúsið Blönduósi Aðalgötu 6

er stjórnað af

Matthilde Einarsdóttir Kvaran (1889-1980) Blönduósi

Dagsetning tengsla

1914 - 1918

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH07235

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ skráning 4.12.2020

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir