Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Matthías Jónsson (1917-1996)
Hliðstæð nafnaform
- Matthías Jónsson (1917-1996) Kennari
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
23.4.1917 - 24.4.1996
Saga
Matthías Jónsson kennari fæddist í Kollafjarðarnesi í Strandasýslu 23. apríl 1917. Hann lést í Landspítalanum 24. apríl síðastliðinn. Tónlistarmaður var Matthías góður, og lét mjög til sín taka í skemmtanalífi skólans á þeim vettvangi. Vakti það að sjálfsögðu mikla ánægju og gleði á dansæfingum skólans. Hann var hrókur alls fagnaðar og kom öllum í gott skap, einungis með nærveru sinni. Honum var það gefið í ríkum mæli.
Útför Matthíasar fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði á mánudag.
Staðir
Kollafjarðarnes í Strandasýslu: Reykjavík 1946: Akranes 1954:
Réttindi
Matthías stundaði nám í héraðsskólanum á Reykjum 1938, lauk íþróttakennaraprófi 1939, sótti íþróttanámskeið í Svíþjóð 1946 og tók sama ár próf í söngstjórn í Reykjavík.
Starfssvið
Hann sat í handíðadeild Kennaraháskóla Íslands 1953-54, var íþróttakennari hjá UMFÍ 1941-42, kenndi söng og íþróttir í Héraðskólanum á Reykjum 1943-52, kenndi handavinnu og söng við Gagnfræðaskóla Akraness 1954-75. Eftir kennslu vann hann á trésmíðaverkstæðinu Akri og var húsvörður á Dvalarheimilinu Höfða.
Lagaheimild
Kveð ég "stjóra", kveð ég prestinn.
Kveð ég mína bestu vinu.
En illa komst ég yfir hestinn
og aldrei náði ég kollstökkinu.
Matthíasar mætu kynni
munu seint úr huga renna.
Þó lá'r ég yrði í leikfiminni,
líklega var það mér að kenna.
(Auðunn Bragi Sveinsson.)
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans voru hjónin sr. Jón Brandsson og Guðný Magnúsdóttir.
- ágúst 1957 kvæntist Matthías eftirlifandi eiginkonu sinni, Pernille Bremnes, f. á Búlandsnesi í Suður-Múlasýslu 1. sept. 1930. Foreldrar hennar voru Johan Bremnes og Svanborg Ingvarsdóttir. Matthías og Pernille bjuggu á Akranesi.
Börn þeirra sem upp komust eru:
1) Svanborg, myndlistarmaður og myndlistarkennari, f. 1. mars 1958, sambýlismaður Kjartan Örn Sigurðsson rafvirkjameistari. Þau eru búsett í Kópavogi og eiga einn son, en Kjartan á þrjú börn af fyrra hjónabandi.
2) Brandur, rafvirki, f. 8. júlí 1959, sambýliskona Sigríður L. Gunnarsdóttir forstöðukona. Þau eru búsett í Reykjavík. Sigríður á eina dóttur og þau eiga son saman.
3) Björn, flugumferðarstjóri, f. 9. okt. 1960, sambýliskona Þuríður Jóhannsdóttir. Þau eru búsett í Reykjavík og eiga tvö börn.
4) Ingvar, nemi, f. 31. jan. 1962, sambýliskona Helena Bergström kennari.
5) Jón, náttúru- og eðlisfræðingur, f. 2. júlí 1964, sambýliskona Heiðdís Sigurðardóttir sálfræðingur. Þau eru búsett í Reykjavík og eiga einn son.
6) Lilja talsímavörður f. 19. sept. 1966, sambýlismaður Víðir Ragnarsson nemi.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 7.7.2017
Tungumál
- íslenska