Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
María Jóhanna Daníelsdóttir (1921-2009)
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
6.12.1921 - 17.7.2009
Saga
María Daníelsdóttir fæddist í Syðra-Garðshorni í Svarfaðardal 6. desember 1921. Hún lést á Vífilsstöðum föstudaginn 17. júlí 2009. María ólst upp í Svarfaðardal og stundaði þar hefðbundin sveitastörf með foreldrum sínum þar til hún fór í Kvennaskólann á Blönduósi, þaðan sem hún lauk kvennaskólaprófi árið 1942. Í Reykjavík kynntist hún eiginmanni sínum, Malmfreð Jónasi, sem starfaði þá hjá Bílasmiðjunni hf., og hófu þau sinn búskap þar. Árið 1951 fluttust þau til Akureyrar, þar sem María hóf aftur störf hjá Stjörnuapóteki. Þar starfaði hún til ársins 1954 er hún fluttist ásamt eiginmanni sínum til Eskifjarðar á heimslóðir hans. Þar bjuggu þau í mörg ár, eða mestan part hjúskapar síns. Árið 1991 fluttu þau hjónin frá Eskifirði til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu í Maríubakka 12. Þar bjó María allt þar til hún flutti í þjónustuíbúð fyrir aldraða í Furugerði 1 árið 2004, þar sem hún bjó til dauðadags.
María hafði yndi af söng og hafði fallega söngrödd og var virk í ýmsum kórum, m.a. í Kirkjukór Eskifjarðarkirkju til fjölda ára. Að auki var hún einn af stofnendum Eskjukórsins sem var blandaður kór eskfirsks söngfólks og söng með kórnum í allmörg ár.
Útför Maríu fer fram í Fossvogskirkju föstudaginn 24. júlí kl. 15.
Staðir
Syðra-Garðshorn í Svarfaðardal: Akureyri 1942: Reykjavík 1946: Kureyri 1951: Eskifjörður 1954: Reykjavík 1991:
Réttindi
Kvsk á Blönduósi 1942:
Starfssvið
Að námi loknu stundaði hún verslunarstörf á Akureyri, lengst af í Stjörnuapóteki, þar til að hún fluttist til Reykjavíkur árið 1946. Þar starfaði hún við verslunarstörf, lengst af í Iðunnarapóteki. Á meðan María bjó á Eskifirði vann hún við verslunarstörf, m.a. hjá Kaupfélaginu Björk og síðar hjá Pöntunarfélagi Eskfirðinga. Síðar vann hún við fiskvinnslustörf á Eskifirði það sem eftir lifði starfsævinnar.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Hún var dóttir hjónanna Daníels Júlíussonar, bónda og kennara í Svarfaðardal, f. 5.11. 1892, d. 14.12. 1978, og Önnu Jóhannsdóttur húsmóður, f. 27.4. 1893, d. 14.3. 1988.
Systkini Maríu eru: Steinunn, húsmóðir, f. 8.1. 1919, Júlíus Jón, fv. ristjóri, f. 6.1. 1925, Jóhann Kristinn, fv. kennari, f. 18.11. 1927, og Björn Garðars, fv. kennari, f. 26. ágúst 1932.
María gifttist 6. ágúst 1948 Malmfreð Jónasi Árnasyni vélvirkja frá Eskifirði, f. 17.7. 1921, d. 11.11. 1994. Foreldrar hans voru; Árni Jónsson, útgerðarmaður og síðar kaupmaður á Eskifirði, f. 23.2. 1886, d. 31.12. 1966, og kona hans; Guðrún Jónína Einarsdóttir húsmóðir, f. 18.6. 1887, d. 12.11. 1971.
Börn Maríu og Malmfreðs Jónasar eru:
1) Daníel tannsmíðameistari, f. 28.5. 1950, eiginkona hans er Ásdís Ólöf Jakobsdóttir, f. 5.11. 1952, og eiga þau 4 börn sem eru; María Sif, Edda Dröfn, Ómar Orri og Arna Hlín. Daníel og Ásdís eiga auk þess 4 barnabörn.
2) Árni vélstjóri, f. 31.3. 1952, eiginkona hans er Anna Britta Vilhjálmsdóttir Warén skólaliði, f. 14.1. 1953, og eiga þau 3 dætur sem eru; Kolbrún Dögg, Inga María lögreglumaður í Reykjavík og á hún einn son og Valborg Ösp. Árni og Anna eiga þar að auki 4 barnabörn.
3) Örn viðskiptafræðingur, f. 16.2. 1962, eiginkona hans er Helga Jóhannesdóttir viðskiptafræðingur, f. 23.7. 1965, og eiga þau 2 börn; Franz Jónas Arnar og María Ísabella.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 7.7.2017
Tungumál
- íslenska