Lára Helga Gunnarsdóttir (1916-2017) frá Botnastöðum

Original Digital object not accessible

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Lára Helga Gunnarsdóttir (1916-2017) frá Botnastöðum

Parallel form(s) of name

  • Lára Gunnarsdóttir (1916-2017) frá Botnastöðum

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

17.6.1916 - 4.10.2017

History

Lára Gunnarsdóttir fæddist 17. júní 1916, að Botnastöðum í Svartárdal, A-Hún, og ólst þar upp. Var á Botnastöðum í Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Gjaldkeri í Reykjavík 1945. Forstöðukona dagheimila í Reykjavík um árabil og starfaði síðar hjá Dagvistun Stéttarfélags Reykjavíkurborgar. Gegndi ýmsum félagsstörfum. Heiðursfélagi í Fóstrufélagi Íslands. Nefnd Helga Lára við skírn.
Hún lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð 4. október 2017. Útförin fór fram frá Bústaðakirkju 20. október 2017, klukkan 13.

Places

Legal status

Fósturskóli Íslands 1951

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Lára bjó að Botnastöðum til 1932 og réð sig þá í vist að Mælifelli í Skagafirði, til sr. Tryggva Kvaran og Önnu Grímsdóttur. Lára naut stuðnings Tryggva við undirbúning fyrir nám við Menntaskólann á Akureyri, en þau áform urðu að engu þegar Lára veiktist af berklum tveimur árum síðar og lagðist inn á Kristneshæli, þar sem hún dvaldi í tvö ár. Þaðan flutti hún til Siglufjarðar og síðan til Reykjavíkur árið 1941, þar sem Lára starfaði sem gjaldkeri hjá Atvinnudeild Háskólans árin 1942-48. Árið 1951 útskrifaðist Lára frá Uppeldisskóla Sumargjafar (síðar Fósturskóla Íslands) og starfaði upp frá því sem forstöðukona dagheimila í Reykjavík til ársins 1976, lengst á Hamraborg við Grænuhlíð. Eftir það hafði hún yfirumsjón með skráningum á leikskóla borgarinnar hjá Dagvistun barna og gegndi því starfi til 1986, er hún fór á eftirlaun. Lára gaf sig töluvert að félagsstörfum, sat m.a. í stjórn Stéttarfélags Reykjavíkurborgar og sinnti réttinda- og kjarabaráttu fyrir fóstrur. Var hún gerð að heiðursfélaga á stofnfundi Fóstrufélags Íslands árið 1988.

Internal structures/genealogy

Foreldrar; Gunnar Sigurjón Jónsson 16.11.1882 – 4.4.1924. Bóndi á Fjósum og Botnastöðum í Svartárdal, A-Hún. Bóndi á Botnastöðum, Bólstaðarhlíðarhreppi, A-Hún. 1920 og kona hans; Ingibjörg Lárusdóttir 19. sept. 1883 - 30. júní 1977. Húsfreyja og ráðskona á Botnastöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Fjósum og Botnastöðum í Svartárdal, A-Hún., síðar á Siglufirði og Akranesi. Ekkja í Reykjavík 1945. Síðast bús. á Akranesi. Fædd 16.9.1883 skv. kb.

Systir hennar;
1) Þuríður Gunnarsdóttir 13. feb. 1913 - 13. sept. 1958. Húsfreyja á Siglufirði. Nemandi í Alþýðuskólanum á Litlu-Laugum, Einarsstaðasókn, S-Þing. 1930. Heimili: Botnastaðir, Bólstaðarhlíðarhr. Síðast bús. á Siglufirði.

Árið 1947 giftist hún Ægi Ólafssyni, f. 10.3. 1912, d. 18. 8. 2005. Eignuðust þau tvö börn;
1) Guðrún Ægisdóttur, kennara og sagnfræðing, f. 1944, Guðrún á þrjú börn; Stefán Hilmarsson, tónlistarmann, f. 1966, Sigurlaugu Guðjónsdóttur, sjúkraliða, f. 1967, og Ægi Gauta Þorvaldsson, sérfræðing, f. 1975. Stefán er giftur Önnu Björk Birgisdóttur og eiga þau tvo syni; Birgi Stein, f. 1992, og Steingrím Dag, f. 2004. 2. Sigurlaug á einn son, Stefán Erik, f. 1997. Ægir Gauti er giftur Hrefnu Ágústsdóttur og eiga þau fóstursoninn Bjarka Steinar, f. 2006.
2) Gunnar Ingi Ægisson, hagfræðingur, f. 1947, búsettur á Englandi. Hann á þrjú börn; Guðrúnu Ýri, lyfjafræðing, f. 1967, Ingu Hrefnu, f. 1976, búsett á Englandi, og Atla, leikara, f. 1979, búsettur á Englandi. Guðrún Ýr er gift Bergi Barðasyni, f. 1966, og eiga þau þrjú börn; Atla Frey, f. 1986, Gísla Rúnar, f. 1993, og Hákon Loga, f. 2002. Inga Hrefna er gift William Nicholas og eiga þau þrjú börn; Hákon, f. 2004, Freyju Láru, f. 2009, og Brynju Eleanor, f. 2014.
Þau Ægir skildu fljótlega.

General context

Relationships area

Related entity

Botnastaðir í Blöndudal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00693

Category of relationship

associative

Dates of relationship

17.6.1916

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Gunnar Jónsson (1882-1924) Botnastöðum (16.11.1882 - 4.4.1924)

Identifier of related entity

HAH04534

Category of relationship

family

Type of relationship

Gunnar Jónsson (1882-1924) Botnastöðum

is the parent of

Lára Helga Gunnarsdóttir (1916-2017) frá Botnastöðum

Dates of relationship

17.6.1916

Description of relationship

Related entity

Ingibjörg Lárusdóttir (1883-1977) Fjósum (19.9.1883 - 30.6.1977)

Identifier of related entity

HAH08964

Category of relationship

family

Type of relationship

Ingibjörg Lárusdóttir (1883-1977) Fjósum

is the parent of

Lára Helga Gunnarsdóttir (1916-2017) frá Botnastöðum

Dates of relationship

17.6.1916

Description of relationship

Related entity

Þuríður Gunnarsdóttir (1913-1958) Siglufirði (13.2.1913 - 13.9.1958)

Identifier of related entity

HAH09124

Category of relationship

family

Type of relationship

Þuríður Gunnarsdóttir (1913-1958) Siglufirði

is the sibling of

Lára Helga Gunnarsdóttir (1916-2017) frá Botnastöðum

Dates of relationship

17.6.1916

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH09123

Institution identifier

IS-HAH

Rules and/or conventions used

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ skráning 26.12.2022

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places