Kristján Kristjánsson (1934-2007) Steinnýjarstöðum

Original Stafræn eining not accessible

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Kristján Kristjánsson (1934-2007) Steinnýjarstöðum

Hliðstæð nafnaform

  • Kristján Kristjánsson (1934-2007) Steinnýjarstöðum

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

3.8.1934 - 10.10.2007

Saga

Kristján Kristjánsson fæddist í Hvammkoti í Skagahreppi hinn 3. ágúst 1934, hann lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi hinn 10. október 2007. Kristján fæddist og ólst upp í Hvammkoti, árið 1949 fluttist fjölskyldan að Steinnýjarstöðum. Hann tók mjög ungur virkan þátt í bústörfunum. Hann gekk í skóla í sveitinni og hafði mjög gaman af því að læra. Kristján og Árný byggðu upp jörðina, bæði húsakost og tún af miklum dugnaði og eljusemi, með hjálp og þátttöku barna sinna. Það var Kristjáni mikið ánægjuefni að Steini og Linda tóku við búinu á Steinnýjarstjöðum.
Kristján verður jarðsunginn frá Hofskirkju í Skagabyggð í dag, laugardaginn 20. október, og hefst athöfnin kl. 14.

Staðir

Hvammkoti á Skaga: Strinnýjarstaðir 1949:

Réttindi

Þegar hann var 18 ára fór hann einn vetur í Smíðaskóla að Hólmi í Landbroti. Þar lærði hann smíði og einnig bóklegar greinar og hafði mikla ánægju af.

Starfssvið

Á sínum yngri árum var hann til sjós bæði frá Skagaströnd og einnig frá Grindavík. Hann vann einn vetur við byggingarvinnu á Keflavíkurflugvelli. Sumarið 1963 vann hann við bryggjusmíðar í Neskaupstað. Hann vann við togaralöndun á Skagaströnd upp úr 1980. Formaður sóknarnefndar Hofskirkju frá því árið 1985 og til dauðadags. Starfaði mikið við kirkjuna á Hofi.
Kristján var einn af stofnendum Veiðifélags Langavatns og var ritari í stjórn og sá um að selja veiðileyfi í Langavatn. Hann hafði mikla ánægu af því að veiða og talaði sjálfur um að hans bestu stundir hefðu verið við Langavatn.
Hann var lengi í stjórn Rauða kross deildarinnar á Skagaströnd. Kristján gekk í Búnaðarfélag Skagahrepps árið 1965 og var þar ritari fram til þessa dags.
Hann var deildarstjóri við Kaupfélag Húnvetninga. Í hreppsnefnd Skagahrepps í 20 ár.

Lagaheimild

Kristján var mikill bókamaður og átti mikið bókasafn og var víðlesinn. Hann hélt alltaf dagbók.

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans voru Kristján Guðmundsson bóndi, f. 12.7. 1896, d. 14.2. 1979, og Guðríður Jónasdóttir, f. 3.8. 1908, d. 20.4. 1982.
Systkini Kristjáns eru Sigurlaug, f. 13.9. 1935, maki Pétur Mikael Sveinsson. María, f. 3.4. 1937, maki Sveinn Guðberg Sveinsson, Sigurbjörg, f. 11.12. 1938, maki Gunnar Kaprasíus Stefánsson, hann er látinn, Ásta, f. 19.1. 1941, maki Sigurður Einarsson. Guðmundur, f. 16.4. 1944, maki Ragnheiður Grímsdóttir.
Kristján kvæntist hinn 2. ágúst 1964 Árnýju Margréti Hjaltadóttur frá Skeggjastöðum í Skagahreppi, f. 6.4. 1939. Hún er dóttir Hjalta Árnasonar, bónda á Skeggjastöðum, og konu hans, Önnu Lilju Magnúsdóttur, og er hún látin.
Börn Kristjáns og Árnýjar Margrétar eru
1) Anna, f. 23.8. 1965, maki Gunnar Már Ármannsson, f. 28.3. 1964, synir þeirra eru Kristján Már, f. 8.2. 1988, Ármann Steinar, f. 8.4. 1991, Helgi Grétar, f. 5.1. 1996, og Guðmundur Sveinn, f. 25.11. 2004.
2) Kristján Steinar, f. 21. 9. 1966 maki Linda Björk Ævarsdóttir, f. 13.7. 1973, börn þeirra eru Kristján Heiðmar, f. 1.7. 1991, Andrea Björk, f. 23.8. 1993, Gunnþór Ingi, f. 1.4. 1997, og Feydís Ósk, f. 14.11. 2002.
3) Guðríður Ingunn, f. 23.11. 1968, maki Sævar Freyr Þorvarðarson, f. 20.6. 1968, börn þeirra eru Fannar, f. 22.5. 1991, Arnór Freyr, f. 10.5. 1993, Svanhildur, f. 21.4. 1997, og Árný Margrét, f. 7.5. 2001.
4) Hjalti, f. 18.3. 1972, kvæntur Sveinbjörgu Snekkju Jóhannesdóttur, f. 20.8. 1973, synir þeirra eru Almar Knörr, f. 5.1. 1997, Steinar Daði, f. 3.9. 2002, og Þórður Ingi, f. 2.5. 2005.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Hjalti Árnason (1915-2010) Skeggjastöðum á Skaga (11.1.1915 - 4.7.2010)

Identifier of related entity

HAH01439

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

1964 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Baldvin Valgarð Hjaltason (1940) Skagaströnd (7.8.1940 -)

Identifier of related entity

HAH02554

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

1964 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigurður Einarsson (1938-2010) Hólmavík (25.8.1938 - 23.4.2010)

Identifier of related entity

HAH01941

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ásta Kristjánsdóttir (1941) (19.1.1941 -)

Identifier of related entity

HAH03674

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ásta Kristjánsdóttir (1941)

er systkini

Kristján Kristjánsson (1934-2007) Steinnýjarstöðum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Árný Hjaltadóttir (1939) Steinnýjarstöðum (6.4.1939 -)

Identifier of related entity

HAH03585

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Árný Hjaltadóttir (1939) Steinnýjarstöðum

er maki

Kristján Kristjánsson (1934-2007) Steinnýjarstöðum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01687

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 2.7.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir