Kristján Hansen (1921-2009) Sauðárkróki

Original Stafræn eining not accessible

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Kristján Hansen (1921-2009) Sauðárkróki

Hliðstæð nafnaform

  • Matthías Kristján Hansen (1921-2009)

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

26.6.1921 - 6.7.2009

Saga

Kristján Hansen var fæddur á Sauðárkróki 26. júní 1921. Hann lést á dvalarheimili Sauðárkróks 6. júlí síðastliðinn. Kristján var hraustmenni. Hann var gervilegur maður, hár og herðabreiður, vel limaður, sviphreinn og svipsterkur. Hann var skýr og skemmtilegur. Kristján var geðríkur og lét ógjarnan hlut sinn en óvenju hreinskiptinn og drengur hinn besti. Hann var atorkumaður, víkingur til vinnu og verkséður. Fyrirtæki bræðranna blómgaðist og munu þeir hafa haft ágætan hagnað af.
Útför Kristjáns fer fram í Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.

Staðir

Sauðárkrókur:

Réttindi

Kristján ólst upp á Sauðárkróki og gekk í barnaskólann þar en fór síðan Héraðsskólann á Laugarvatni 1938-1939. Fór í vélstjóraskóla Íslands og tók minna mótorvélstjórapróf á Akureyri 1941.

Starfssvið

Sat í hitaveitunefnd frá 1966 og var varamaður í bæjarstjórn Sauðárkróks 1966-1970. Hóf akstur vöruflutningabifreiða á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur í félagi við bróður sinn Jóhannes Hansen, voru með þann rekstur í áratugi eða þar til þeir hættu starfsemi árið 1986. Var einn af stofnendum Vöruflutningamiðstöðvarinnar h/f og sat þar í stjórn. Var einn af stofnendum Útgerðarfélags Skagfirðinga 1968 og sat í stjórn þess. Síðustu starfsárin vann Kristján sem vaktmaður í togurum Útgerðarfélags Skagfirðinga.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar Kristjáns voru Friðrik Hansen, skáld og kennari á Sauðárkróki, f. 17.1. 1891, d. 27.3. 1952, og Jósefína Erlendsdóttir, f. 2.11. 1894, d. 19.11.1937.
Systkini Kristjáns eru: Emma Ásta Sigurlaug f. 15.2. 1918, Ástríður Björk f. 6.6. 1920, d.17.10.1993. Ragnar f. 17.4. 1923, Erlendur f. 26.8. 1924, Jóhannes Friðrik f. 23.12. 1925, Björg Jórunn f. 25.6. 1928, Guðmundur f. 12.2.1930.
Hálfsystkini Kristjáns, samfeðra, móðir Sigríður Eiríksdóttir, eru: Sigurður f. 1939, Jósefína f. 1942, Eiríkur f. 1945. Friðrik f. 1947, d. 30.12. 2004.
Þá átti Friðrik faðir Kristjáns dótturina Þorbjörgu Bjarnar með Sigurlaugu Björnsdóttur frá Veðramóti og
móðir Kristjáns, Jósefína, frá fyrra hjónabandi dótturina Ásgerði Guðmundsdóttur f. 14.5. 1914, d. 23.12. 1991.
Kristján kvæntist Maríu Björnsdóttur 29.6. 1946. Hún var fædd á Refsstöðum í Laxárdal A-Hún. 5.3. 1920, d. 26.1. 2006.
Sonur þeirra
1) Kristján Þór Hansen f. 10.7. 1950. Kona hans Sigurbjörg Egilsdóttir f. 1.8. 1950. Börn þeirra: 1) Kristján Örn f. 1968. Kona hans Sigríður Margrét Ingimarsdóttir f. 1968. Börn þeirra eru Ingunn f. 1990, Sigurbjörg f. 1997 og Margrét f. 2002. 2) Egill Jón f. 1970. Kona hans er Sigurósk Guðbjörg Kristjánsdóttir f. 1968. Börn þeirra: Magnea Ýr f. 1991, Hrafnhildur María f. 2000 og Guðjón Þór f. 2001. 3) Ásdís f. 1972. Sambýlismaður Vigfús Þórsson f. 1975. Börn hennar eru Sunna Rut Stefánsdóttir f. 1990. Barn hennar er Lilja Rós Birkisdóttir f. 2008 og Kári Sveinberg Bjarnason f. 1993. 4) María f. 1978. Sambýlismaður Gunnar Guðmundsson f. 1977 dætur hennar eru Elísa Sól Bjarnadóttir f. 2001 og Lilja Björg Bjarnadóttir f. 2003.
Einnig ólu þau Kristján og María upp frá unga aldri systurson Maríu,
Sævar Einarsson f. 9.4. 1947, maki Guðlaug Gunnarsdóttir f. 19. 8. 1942.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Ásgerður Guðmundsdóttir (1914-1991) Akureyri (11.5.1914 - 23.12.1991)

Identifier of related entity

HAH07430

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ásgerður Guðmundsdóttir (1914-1991) Akureyri

er systkini

Kristján Hansen (1921-2009) Sauðárkróki

Dagsetning tengsla

1921

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ástríður Friðriksdóttir Hansen (1920-1993) Svaðastöðum (6.6.1920 - 17.10.1993)

Identifier of related entity

HAH03694

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ástríður Friðriksdóttir Hansen (1920-1993) Svaðastöðum

er systkini

Kristján Hansen (1921-2009) Sauðárkróki

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01774

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 7.7.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir