Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Kristine Þorsteinsson Gladtved (1912-2001)
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
26.7.1912 - 7.8.2001
Saga
Kristine Þorsteinsson fæddist í Alversund í Noregi 26. júlí 1912. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 7. ágúst síðastliðinn. Kristine stundaði nám í hjúkrunarfræði við Haukeland sjúkrahúsið í Bergen, þar sem hún kynntist Ólafi eiginmanni sínum árið 1933, en hann var þar við framhaldsnám í læknisfræði. Árið 1936 fluttu þau til Íslands og bjuggu fyrst í Reykjavík, en fluttu í ársbyrjun 1942 til Siglufjarðar, þar sem Ólafur var yfirlæknir um áraraðir. Kristine var virk í félags- og góðgerðarmálum á Siglufirði, meðal annars félagi í Kvenfélagi sjúkrahússins og Systrafélagi Siglufjarðarkirkju. Hún sat í sóknarnefnd Siglufjarðarkirkju um árabil og var formaður hennar lengst af. Kristine fluttist til Reykjavíkur haustið 1989.
Útför Kristine fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Staðir
Alversund í Noregi: Reykjavík: Siglufjörður:
Réttindi
Kristine stundaði nám í hjúkrunarfræði við Haukeland sjúkrahúsið í Bergen,
Starfssvið
Kristine var virk í félags- og góðgerðarmálum á Siglufirði, meðal annars félagi í Kvenfélagi sjúkrahússins og Systrafélagi Siglufjarðarkirkju. Hún sat í sóknarnefnd Siglufjarðarkirkju um árabil og var formaður hennar lengst af. Kristine fluttist til Reykjavíkur haustið 1989.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar Kristine voru Håkon Glatved-Prahl, f. 1875, d. 1958, og Martha Glatved-Prahl, f. 1891, d. 1973, fædd Nordhagen. Systkini Kristine eru Nanna Ebbing, látin, Marie Weltzin, Wenche Holm og Håkon Glatved-Prahl.
Kristine giftist 26. júlí 1935 Ólafi Þ. Þorsteinssyni lækni, f. 19. ágúst 1906, d. 21. maí 1989.
Börn þeirra eru:
1) Helga Ólafsdóttir bóndi á Höllustöðum, f. 30. október 1937, d. 23. maí 1988, gift Páli Péturssyni, alþingismanni og félagsmálaráðherra, seinni kona Páls er Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi. Börn Helgu og Páls eru: a) Kristín bóndi á Höllustöðum, sambýlismaður hennar er Birkir H. F. Freysson, elsti sonur Kristínar er Helgi Páll Gíslason og börn Kristínar og Birkis eru Ólafur Freyr, Hulda Margrét og Bragi Hólm, b) Ólafur Pétur verkfræðingur, kvæntur Ragnheiði Ingu Þórarinsdóttur, dætur þeirra eru Helga Kristín, Hildur Þóra og Katrín Unnur og c) Páll Gunnar forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sambýliskona hans er Signý Marta Böðvarsdóttir, sonur Páls Gunnars úr fyrri sambúð er Sigurður Páll.
2) Hákon Ólafsson forstjóri Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins, f. 21. september 1941, kvæntur Sigríði Rögnu Sigurðardóttur fulltrúa hjá RÚV. Börn Hákonar og Sigríðar Rögnu eru: a) Kristín Martha verkfræðingur, b) Sigurður Óli hagfræðingur, sambýliskona hans er Sveinbjörg Jónsdóttur, þeirra börn eru Sigríður Ragna og Jón Helgi og c) Hrefna Þorbjörg nemi.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 1.7.2017
Tungumál
- íslenska