Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Kristín Thorarensen (1900-1994) Sigtúni Selfossi
Hliðstæð nafnaform
- Kristín Daníelsdóttir Thorarensen (1900-1994) Sigtúni Selfossi
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
4.8.1900 - 6.1.1995
Saga
KRISTÍN D. THORARENSEN Í dag, föstudaginn 6. janúar 1995, verður jarðsett frá Garðakirkju, Garðabæ, kl. 13.30, Kristín D. Thorarensen, sem andaðist fimmtudaginn 29. desember sl. í Hafnarbúðum. Kristín var fædd í Reykjavík 4. ágúst aldamótaárið 1900 og var því á 95. aldursári er hún lést. Móðurætt Kristínar lá um Hafnarfjörð í Ölfus og er hún í sjötta ættlið frá Guðna Jónssyni, bónda í Reykjakoti, f. 1716. Föðurætt Kristínar má rekja um Húnarvatnssýslu í Eyjaförð og er hún fimmti ættliður frá Andrési Ólafssyni, f. 1749, Sláttu-Andrési, frá Ásgerðarstöðum, héraðsfrægum sláttumanni. Frá Guðna Jónssyni er komin fjölmenn ætt, Reykjakotssætt, um Ölfus og Suðurland. Árið 1917 flytur afi Daníel að Sigtúnum við Ölfusársbrú með fjölskyldu sína og veldur með því straumhvörfum í lífi móður minnar. Þar kynnast þau móðir mín og faðir, Egill Gr. Thorarensen, og ganga í hjónaband vorið 1919. Daníel selur Agli Sigtún og segist leiður orðinn á hóglífi og vilji tilbreytingu. Sennilegra sýnist mér að Daníel hafi með sölunni viljað sýna trú sína á framtíð ungu hjónanna og traust á tengdasyninum, til farsælla verka. Honum varð að trú sinni.
Um árabil rak Egill verslun sína á Selfossi. Bú ungu hjónanna óx og dafnaði og börnin uxu úr grasi. Heimilið að Sigtúnum stóð um þjóðbraut þvera, í orðsins fyllstu merkingu og annir hlóðust á ungu húsfreyjuna. Heimilið var jafnan mannmargt en hjúasæld ungu hjónanna einstök, utan stokks sem innan, og gestir ávallt velkomnir. Heilsuleysi föður míns, á köflum, reyndi á þrek móður minnar, sem unni sér ekki hvíldar í hjúkrun hans, en stóð sem klettur við hlið hans.
Fjölskyldan flutti síðan í nýbyggt íbúðarhús kaupfélagsins og átti þar meiri friðsæld að fagna, en í gömlu Sigtúnum, verslunarmiðstöðinni, með sínum önnum og erli, nótt sem nýtan dag. Grímur frá Kirkjubæ og Jónína frá Múla, afi og amma byggðu sér snoturt íbúðarhús í næsta nágrenni, en Grímur vann síðustu ár sín á kontór K.Á. Þau voru móður minni sem bestu foreldrar, enda öndvegismanneskjur.
Staðir
Reykjavík: Brautarholt á Kjalarnesi 1909-1914: Lágafell 1914: Sigtúnum á Selfossi 1917:
Réttindi
Starfssvið
Húsfreyja: naut tilsagnar í píanóleik, m.a. hjá Sigfúsi Einarssyni. Tólf ára gömul var hún organisti við Lágafellskirkju og lék talsvert á píanó fram yfir miðjan aldur,
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Hún var yngst þriggja dætra Nielsínu A. Ólafsdóttur og eiginmanns hennar Daníels Benedikts Daníelssonar ljósmyndara. Systur hennar, Guðrún, elst, og Sólveig eru löngu látnar.
Á vordögum 1919 gekk Kristín að eiga Egil Grímsson Thorarensen, síðar kaupfélagsstjóra á Selfossi, en leiðir skildu 1942, eftir tæplega aldarfjórðungs hjúskap. Egill lést 15.1. 1961. Kristín og Egill áttu fjögur börn:
1) Grímur E. Thorarensen, f. 6.6. 1920, d. 3.8. 1991. Hann var kvæntur Bryndísi G. Thorarensen, sem lifir mann sinn. Þau áttu átta börn. Erla E. Thorarensen, f. 29.4. 1923, gift Ólafi Sveinssyni og eiga þau eina dóttur. Benedikt Thorarensen, f. 1.2. 1926, kvæntur Guðbjörgu M. Thorarensen, barnlaus. Jónína Guðrún Thorarensen, f. 15.3. 1928, gift Gunnari Pálssyni og eiga þau þrjár dætur.
Barnabörnin eru nú orðin 28.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Kristín Thorarensen (1900-1994) Sigtúni Selfossi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Kristín Thorarensen (1900-1994) Sigtúni Selfossi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Kristín Thorarensen (1900-1994) Sigtúni Selfossi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Kristín Thorarensen (1900-1994) Sigtúni Selfossi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 1.7.2017
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði
Íslendingabók
mbl 6.1.1995. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/171604/?item_num=1&searchid=b28353757367c368c7a70b681d9d67d431e4e0ad