Krákur á Sandi

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Krákur á Sandi

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

(1950)

Saga

Krákur á Sandi (1167m; móberg), rétt sunnan Stórasands, er stór og fagur. Af honum er mikið útsýni á góðum degi, enda sést hann víða að. Krákshali með gígaröð gengur til norðurs frá honum. Þaðan er Krákshraun, fornt helluhraun, líklegast runnið.

Stórisandur er hæðótt og lítt gróið svæði í 700-800 m hæð yfir sjó norðan Langjökuls í Vestur-Húnavatnssýslu. Nánar tiltekið er hann milli Arnarvatnsheiðar og Kjalvegar norðan Seyðisár. Þarna eru jökulsorfin og víða stórgrýtt grágrýtishraun, sem eru þó víða greiðfær, enda liggur hinn forni Skagfirðingavegur um þau. Fjallvegafélagið lét ryðja þar braut og varða á árunum 1831-34. Grettishæð er áberandi strýta á Sandinum. Hún er e.t.v. Grettisþúfa, sem kunn er úr Grettissögu, þar sem Þorbjörn öngull er sagður hafa grafið höfuð Grettis. Einnig er til sögn um að Grettir hafi barizt þar við óvini sína.

Víða eru uppsprettur meðfram Stórasandi og vatnið fellu til norðurs til Vatnsdals- og Víðidalsár og einngi til suðurs í Fljótsdrög (Norðlingafljót). Krákur (1167m), norðan Langjökuls, er mesta fjallið við Stórasand.
Skagfirðingar stunduðu skreiðarferðir um Sand til 1890. Þeir litu til Mælifellshnjúks til að átta sig á færðinni um Sandinn. Þar má sjá stóra fönn, sem líkist hesti í lögun. Þegar hún var gengin í sundur um bógana var Sandurinn orðinn fær.

Staðir

Stórisandur; Vestur-Húnavatnssýsla; Langjökull; Arnarvatnsheiði; Kjalvegur; Seyðisá; hinn forni Skagfirðingavegur; Grettishæð [Grettisþúfa]; Vatnsdalsá; Víðidalsá; Fljótsdrög [Norðlingafljót]; Mælifellshnjúkur;

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Hvítan hest í Hnjúkinn ber,
Hálsinn reyrir klakaband.
Þegar bógur þíður er,
Þá er fært um Stórasand.

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Grímstunguheiði ((1950))

Identifier of related entity

HAH00017

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hvítárvatn við Langjökul ((1950))

Identifier of related entity

HAH00259

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Djöflasandur við Búrfjöll ((1880))

Identifier of related entity

HAH00191

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hundavötn ((1950))

Identifier of related entity

HAH00309

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Stórisandur ((1950))

Identifier of related entity

HAH00262

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00358

Kennimark stofnunar

IS HAH-Fjall

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 25.2.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir