Kleifarbúinn á Kleifaheiði (1947)

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Kleifarbúinn á Kleifaheiði (1947)

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

1947

Saga

Sumarið 1947 reistu vegavinnumenn minnisvarðann á Kleifaheiði milli Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps hinna fornu. Varðan sem er hlaðin úr grjóti hefur gengið undirnafninu Kleifabúi eða Kleifakall.

Þetta er ein stærsta varða sem reist hefur verið hérlendis. Hún hefur staðið óhögguð öll þessi ár en lítillega þurfti að laga höfuðið fyrir nokkrum árum.

Það var vinnuflokkur undir stjórn Kristleifs Jónssonar frá Höfða í Þverárhlíð sem vann við vegalagningu yfir heiðina. Þegar þeir nálguðust háheiðina þótti þeim viðeigandi að reisa myndarlega vörðu. Einar Einarsson og Guðjón Jóhannesson hlóðu vörðuna og Kristján Jóhannesson gerði höfuðið. Vinnuflokkurinn sá svo um efnisöflun en gnægð er af grjóti á þessum slóðum.

Eiður Thoroddsen hjá Vegagerðinni á Patreksfirði segir að fjöldi fólks stoppi við Kleifabúann á hverju sumri og langflestir sem þar fari um í fyrsta skipti stansi og skoði hana. Við vörðuna er rúmgott plan og þaðan er víðsýnt.

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Þrátt fyrir að lagður væri nýr vegur yfir heiðina á árunum 2003 til 2005 er Kleifabúi enn örskammt frá vegi. Tilkomumikill minnir hann á handtök vegagerðarmanna liðins tíma sem lögðu fyrsta akfæra veg yfir heiðina, að mestu með handverkfærum. Vísa sem Kristleifur verkstjóri gerði og er á skilti við vörðuna hljóðar svo:

Hátt á bergi búi stendur.
Býður sína traustu mund.
Horfir yfir heiðarlendur.
Hár og þögull alla stund.

Innri uppbygging/ættfræði

Kristleifs Jónssonar frá Höfða í Þverárhlíð (1898-1978). Verkamaður í Hafnarstræti 14, Reykjavík 1930. Verkstjóri í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
Einar Einarsson og Guðjón Jóhannesson hlóðu vörðuna
Kristján Jóhannesson gerði höfuðið
Vegavinnuflokkurinn sá um efnisöflun.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Hluti

Skráningardagsetning

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir