Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Kleifarbúinn á Kleifaheiði (1947)
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
1947
History
Sumarið 1947 reistu vegavinnumenn minnisvarðann á Kleifaheiði milli Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps hinna fornu. Varðan sem er hlaðin úr grjóti hefur gengið undirnafninu Kleifabúi eða Kleifakall.
Þetta er ein stærsta varða sem reist hefur verið hérlendis. Hún hefur staðið óhögguð öll þessi ár en lítillega þurfti að laga höfuðið fyrir nokkrum árum.
Það var vinnuflokkur undir stjórn Kristleifs Jónssonar frá Höfða í Þverárhlíð sem vann við vegalagningu yfir heiðina. Þegar þeir nálguðust háheiðina þótti þeim viðeigandi að reisa myndarlega vörðu. Einar Einarsson og Guðjón Jóhannesson hlóðu vörðuna og Kristján Jóhannesson gerði höfuðið. Vinnuflokkurinn sá svo um efnisöflun en gnægð er af grjóti á þessum slóðum.
Eiður Thoroddsen hjá Vegagerðinni á Patreksfirði segir að fjöldi fólks stoppi við Kleifabúann á hverju sumri og langflestir sem þar fari um í fyrsta skipti stansi og skoði hana. Við vörðuna er rúmgott plan og þaðan er víðsýnt.
Places
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Þrátt fyrir að lagður væri nýr vegur yfir heiðina á árunum 2003 til 2005 er Kleifabúi enn örskammt frá vegi. Tilkomumikill minnir hann á handtök vegagerðarmanna liðins tíma sem lögðu fyrsta akfæra veg yfir heiðina, að mestu með handverkfærum. Vísa sem Kristleifur verkstjóri gerði og er á skilti við vörðuna hljóðar svo:
Hátt á bergi búi stendur.
Býður sína traustu mund.
Horfir yfir heiðarlendur.
Hár og þögull alla stund.
Internal structures/genealogy
Kristleifs Jónssonar frá Höfða í Þverárhlíð (1898-1978). Verkamaður í Hafnarstræti 14, Reykjavík 1930. Verkstjóri í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
Einar Einarsson og Guðjón Jóhannesson hlóðu vörðuna
Kristján Jóhannesson gerði höfuðið
Vegavinnuflokkurinn sá um efnisöflun.
General context
Relationships area
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Partial
Dates of creation, revision and deletion
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
Guðmundur Paul https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1166961/