Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Karlotta Jóhannsdóttir (1909-2004) kennari KVSK
Hliðstæð nafnaform
- Sigurjóna Karlotta Jóhannsdóttir (1909-2004)
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
24.12.1909 - 7.5.2004
Saga
Karlotta Jóhannsdóttir fæddist í Gröf á Höfðaströnd 24. desember 1909. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri föstudaginn 7. maí 2004. Rökræður við hana gátu orðið nokkuð erfiðar, ekki síst þegar kvenréttindi voru til umræðu. Þar stóð hún ætíð fast á réttindum kynsystra sinna. Hún ólst upp á Brekkukoti í Hjaltadal (er heita nú Laufskálar). Er hún giftist manni sínum 1950 fluttist hún á bernskuslóðir til Hóla í Hjaltadal þar sem hann var ráðsmaður og bjó þar næstu fimm árin. Á þeim árum starfaði hún í eldhúsinu hjá Hólaskóla. Þau fluttu síðan til Akureyrar 1955 og þar starfaði hún heima við sauma um árabil. Mikil handavinna liggur eftir hana en hún saumaði og kenndi fjölda kvenna að sauma íslenska þjóðbúninginn.
Útför Karlottu verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Staðir
Gröf á Höfðaströnd: Hólar í Hjaltadal: Akureyri 1955
Réttindi
Hún stundaði nám við barna- og unglingaskólann á Hólum og fór síðan í nám við Kvennaskólann í Reykjavík og síðan til Danmerkur 1925 þar sem hún lærði við Vefnaðarskóla Ingrid Sko og einnig í skóla Margretar Pedersen í tvö ár. Hún kenndi einnig vefnað við Húsmæðraskólann á Löngumýri í Skagafirði í þrjá vetur.
Starfssvið
Árið 1927 kom hún heim og hóf þá kennslu við Húsmæðraskólann á Blönduósi.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar voru Jóhann Guðmundsson, f. 24.10. 1876, d. 31.7. 1940, og Birgitta Guðmundsdóttir, f. 1.3. 1881, d. 20.12. 1966.
Alsystkini Jón Hjaltdal, f. 24.6 1911, látinn, Júlíana, f. 23.9. 1915, látin, Sigurlaug, f. 3.6. 1918, látin, Friðfríður, f. 20.3. 1923, látin,
og hálfsystkini sammæðra Ásmundur Einarsson, f. 16.11. 1901, látinn, og Ingibjörg Einarsdóttir, f. 15.11. 1905, látin.
Karlotta giftist 17. júní 1950 Sigurði Hall Karlssyni, f. 28.6. 1906, d. 22.8. 1992. Var á Veisu, Hálssókn, S-Þing. 1930. Ráðsmaður í Gunnarsholti 1933-34, ráðsmaður á Hólum í Hjaltadal 1934-55 og vann síðan sem verkamaður á Akureyri. Tók virkan þátt í félagsmálum og var um tíma varaformaður Iðju félags verksmiðjufólks og varamaður í bæjarstjórn Akureyrar 1962-70.
Sonur þeirra er
1) Jóhann Karl Sigurðsson, f. 30.7. 1951, var kvæntur Gunnhildi Þórhallsdóttur. Þau skildu. Börn þeirra Ingibjörg Dagný, Sigurður Karl, Þórhallur Ingi og Haukur Logi. Sambýliskona Jóhanns er Svanhvít Halla Pálsdóttir og dóttir þeirra Karlotta.
Kjörsonur Karlottu er
0) Pálmi Pétursson, f. 5.3. 1940, kvæntur Birnu Björgvinsdóttur og eru börn þeirra Björgvin, Karlotta og Guðrún Sólveig.
Barnabarnabörn eru sex.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 23.7.2017
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði 18.4.2021
Íslendingabók
Mbl 17.5.2004. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/798653/?item_num=0&searchid=fe309b07bad5a9ef4012c11f28988b5c730091ca
Athugasemdir um breytingar
Stafræn eining metadata
Aðgengi
Heiti skjals
Karlotta_Jhannsdttir1909-1974kennar_Kvsk.jpg
Latitude
Longitude
Gerð miðla
Mynd
Mime-type
image/jpeg