Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Karl Helgason (1914-2011) kennari Akranesi
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
3.1.1914 - 25.3.2011
Saga
Karl Helgason fæddist í Tjarnarkoti,V-Hún., 3. janúar 1914. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 25. mars 2011. Karl fór sex ára að Heggstöðum, V-Hún. þegar heimilið leystist upp. Kom svo til föður síns sem vildi byrja að búa aftur einn með Karl hjá sér þrátt fyrir veikindi en varð að gefast upp ári seinna og fór Karl þá í fóstur að Ytri-Völlum, V-Hún. til Gunnars Kristóferssonar og seinni konu hans Guðrúnar Grímsdóttur. Karl átti síðar heimilisfesti hjá Guðmundi syni Gunnars, kaupmanni á Hvammstanga, og konu hans Jónínu Ólafsdóttur. Karl var í Héraðsskólanum á Reykjum 1931-1932 og Reykholti 1932-1934.
Hann tók íþróttakennarapróf frá Laugarvatni 1935 og próf frá Kennaraskóla Íslands 1942. Ungur fór hann í síld til Siglufjarðar og bjó fyrstu sumrin hjá föður sínum, sem hafði sest þar að. Honum tókst að komast yfir vörubifreið sem hann hafði atvinnu af. Hann kenndi víða íþróttir 1935-1939, var kennari á Sauðárkróki 1943-1944 en á Akranesi lengstan sinn starfsferil, 1944-1979. Lengi kenndi hann til helminga íþróttir og bókleg fræði og hafði einnig atvinnu af leigubílaakstri og ökukennslu allt fram til 1986 þegar hann fluttist í Kópavog. Jafnframt akstrinum sá hann um bókhald og fjármál Fólksbílastövar Akraness. Karl sinnti m.a. stjórnarstörfum fyrir Taflélag Akraness, Knattspyrnufélag Akraness og Bindindisfélag ökumanna. Hann sat í barnaverndarnefnd Akraness í tólf ár, þar af formaður í sex ár. Golfpútt stundaði hann fram á sl. sumar. Í Kópavogi hafði Karl kynnst Sólveigu Kristjánsdóttur, f. 4.5. 1917, d. 19.2. 2005. Þau héldu heimili saman frá 1992 til 2002 en þá fluttist Sólveig á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi. Fyrir ári fluttist Karl á Hrafnistu þar sem honum auðnaðist að taka þátt í félagslífi allt fram undir það síðasta.
Útför Karls fer fram frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ í dag, 1. apríl 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Jarðsett verður á Mosfelli.
Staðir
Tjarnarkot V-Hún.: Heggstaðir 1920: Ytri-Vellir: Akranes: Kópavogur 1986:
Réttindi
Karl var í Héraðsskólanum á Reykjum 1931-1932 og Reykholti 1932-1934.
Hann tók íþróttakennarapróf frá Laugarvatni 1935 og próf frá Kennaraskóla Íslands 1942.
Starfssvið
Íþróttakennari: Bifreiðastjóri:
Hann kenndi víða íþróttir 1935-1939, var kennari á Sauðárkróki 1943-1944 en á Akranesi lengstan sinn starfsferil, 1944-1979. Karl sinnti m.a. stjórnarstörfum fyrir Taflélag Akraness, Knattspyrnufélag Akraness og Bindindisfélag ökumanna. Hann sat í barnaverndarnefnd Akraness í tólf ár, þar af formaður í sex ár. Golfpútt stundaði hann fram á sl. sumar.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans voru Helgi Guðmundsson, f. í Tjarnarkoti 9.11. 1881, d. 21.4. 1944, og Þóra Jensína Sæmundsd., f. 25.6. 1880 í Ófeigsfirði, Strand., d. 1.4. 1924. Þau skildu 1920 og fluttist Þóra til Reykjarfjarðar og svo Finnbogastaða, Strand, þar sem hún hafði alist upp hjá afa sínum og ömmu en börnin fóru flest í fóstur.
Systkini Karls: Svava, f. 31.3. 1907, d. 15.6. 1989 í Ytri-Njarðvík, ólst upp í Reykjarfirði, Strand, Sæmundur, f. 23.4. 1908, d. 26.7. 1955 í V-Hún., ólst upp að Búrfelli, V-Hún., Gyða, f. 22.1. 1910, d. 26.11. 2000 í Keflavík, ólst upp á Stóra-Ósi, V-Hún., Álfur, f. 14.8. 1911, d. 9.5. 1960 í Reykjavík, ólst upp í Reykjarfirði og Finnbogastöðum, Strand., Eiður Bergmann, f. 22.11. 1915, d. 3.2. 1999 í Reykjavík, ólst upp á Króksstöðum, V-Hún., Benedikt Sæmunds, f. 17.2. 1918, d. 22.11. 1961 á Akranesi, ólst upp á Kjörvogi, Strand.
Karl kvæntist 5.11. 1944 Jónínu (Nínu) Björnsdóttur frá Blönduósi, f. 16. júlí 1922 í Stóra-Dal, A-Hún., d. 18.5. 2003, en þau höfðu sett saman bú á Akranesi þá um haustið. Þau skildu árið 1979.
Synir þeirra eru:
1) Már, f. 27.9. 1947, kvæntur Fanneyju Leósdóttur. Börn þeirra eru: Anna Lára, Birna Björg, Karl Kári.
2) Þröstur, f. 6.7. 1951, kona hans er Anna H. Gísladóttir. Börn þeirra eru: Gísli, Kristinn og Nína.
Í Kópavogi hafði Karl kynnst Sólveigu Kristjánsdóttur, f. 4.5. 1917, d. 19.2. 2005.
Þau héldu heimili saman frá 1992 til 2002 en þá fluttist Sólveig á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er stjórnað af
Karl Helgason (1914-2011) kennari Akranesi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 30.6.2017
Tungumál
- íslenska