Jósefína Þóranna Pálmadóttir (1887-1986)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Jósefína Þóranna Pálmadóttir (1887-1986)

Parallel form(s) of name

  • Jósefína Pálmadóttir (1887-1986)

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

  1. mars 1887 - 4. sept. 1986.

History

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Húnavaka 1987:

Jósefína Pálmadóttir Fœdd 14. mars 1887 — Dáin 4. september 1986

Sá, sem hefir Alvaldið í sjálfum sér, gróðursetur dyggðina.
Sá, sem hefir það í ætt sinni, lífgar fjölmarga frjóanga dyggðarinnar.
Sá, sem eflir það í byggðarlagi sínu, veitir dyggðinni vöxt.
Sá, sem eflir það í ríkinu, lætur hana blómgast.
Sá, sem eflir það í heiminum, lætur limar hennar breiðast um allt.
Úr bókinni um veginn, eftir Lao-Tse.

Jósefína Pálmadóttir hafði lifað 99 og hálft ár, þegar hún lést þann 4. september, fleyg og fær fram yfir nírætt og fylgdist vel með öllu, þó að heyrn og sjón fölskvuðust nokkuð síðustu árin. Þar sem þessi síðustu hundrað ár, hafa verið slíkir umbyltingatimar í íslensku þjóðlífi og sú aldamótakynslóð, sem nú er að hverfa af sviðinu var skapandi og ríkjandi afl þeirrar sögu, þá er öllum hollt að staldra við, í minningu þeirrar látnu merkiskonu, skoða feril hennar og söguna í samhengi. Huga að erfðum og ættarrótum. Styrkja tengslin milli fortíðar og framtíðar. Gera sér grein fyrir ábyrgð líðandi stundar og þeirra er hana lifa og móta. — Jósefína Pálmadóttir er einmitt verðugur fulltrúi þessarar dugmiklu, hugsjónaríku og drenglyndu aldamótakynslóðar, sem fórnaði lífi sínu í dagsins önn, af slíkri reisn, manngæsku og höfðingslund, er lagði grunninn að og skapaði það velferðarþjóðfélag, er spratt upp úr harðinda- og krepputímabili fyrri hluta aldarinnar. Kynslóð, sem lét aldrei baslið smækka sig, tignaði skáldskap og háleitar hugsjónir og sótti styrk í ungmennafélagsskapinn til sameiningar og samstarfs. Við skulum rekja söguna í stórum dráttum, með henni Jósefínu. Hún fæddist í Gautsdal á Laxárdal fremri þann 14. marz 1887, dóttir merkishjónanna Pálma Sigurðssonar og Sigríðar Gísladóttur frá Eyvindarstöðum. Stóðu að þeim merkar ættir og kunnar að mannkostum. — Ljósmóðirin hefur komið kafandi ófærðina á snjóþungum vetrardegi — eða nótt. Þakkað Alvaldinu að allt gekk vel, kvatt, og falið því framtíð móður og barns, í gamla torfbænum. — Fyrir voru 3 börn á palli, þau Jón, Sigurður og Guðrún, nú bættist Jósefína við, síðar Gísli. ÞegarJósefína var 7 ára, fluttist fjölskyldan niður að Æsustöðum í Langadal, þar sem þau bjuggu síðan allan sinn búskap og þessi föngulegi systkinahópur ólst upp við störf, glaðan leik og söng, því sönghneigðin var þeirri ætt í blóð borin og rækt sem kostur var. Bólstaðarhlíðarhreppur hefur átt því láni að fagna, að eiga söngmenn góða og tónsmiði. Til marks um það má hafa, að á síðasta ári, þegar karlakórinn hélt upp á 60 ára afmæli sitt og gaf út hljómplötu af því tilefni, þá var söngskráin og lögin öll, heimasmíð kórfélaga og söngstjóra á þeim ferli. Gamla kórfélaga hef ég heyrt segja, að konunum ættu þeir að þakka að hafa getað rækt þennan félagsskap, meðan fara þurfti gangandi langar leiðir til æfinga, sem var tímafrekt. Þá bættu konurnar á sig störfum utan húss og gættu bús og barna. — Á þessu tímabili blómstraði líka ungmennafélagsskapurinn, og lyfti hugum fólks yfir hversdagsleikann. Þar tóku konur og ungar stúlkur líka þátt. Æsustaðasystkinin voru þar engir eftirbátar. Árið 1914 giftist Jósefína skagfirskum bóndasyni, Ólafi Björnssyni frá Ketu í Hegranesi. Þau byrjuðu búskap í Ketu, í félagi við föður hans, en að fjórum árum liðnum kaupa þau Mörk á Laxárdal og búa þar næstu 20 árin. Á Laxárdal getur verið vetrarríki mikið þegar svo árar, og 1918 var harðindaár. Ekki dró það kjark úrJósefínu, sem stóð þarna af sér hverja raun og stækkaði með verkum sínum í harðri lífsbaráttu. Á þeim tíma voru húsakynni að mestu úr torfi og grjóti. Vatn þurfti að bera í fötum, oft um nokkurn spöl, úr brunni eða bæjarlæk, bæði í bæ og skepnur. Þvegið í bala á bretti, ef til var, og skolp borið út. Mjólkin látin setjast í trogum og byttum, sem þurftu mikinn þvott og hreinlæti, smjör strokkað úr rjómanum og skyr gert úr undanrennunni. Brauð hnoðað og bakað í hlóðum undir potti og falinni glóð, þar til eldavélin kom til sögunnar. Skinn og húðir rakaðar, spýttar, hertar og gerðir úr skór á allt heimilisfólk, árið um kring. Kindur rúnar á vorin, ullin þvegin, þurrkuð og tekin frá til tóskapar. Um sláttinn gengu konur að heyskap öllum stundum, með bæjarverkum, og á haustin var ærinn starfi að gera slátur í margar tunnur og undirbúa matarforðann til vetrarins. Frá Mörk á Laxárdal og öðrum afdalabæjum, var ekki á þessum tímum farið í kaupstað nema tvisvar til þrisvar á ári og tekið sem minnst út, því búin voru smá og innleggið ekki alltaf hátt verðlagt. Fólk bjó að sínu, sem bezt það gat, og konan í þessu mannfélagi varð að vera bæði mikilvirk og verkhög. Þær dyggðir uppfyllti Jósefína á Mörk, flestum betur. Jafnframt því að kemba, spinna og prjóna flíkur innst sem yst á allt sitt heimafólk þá átti hún líka þann mannkærleika og fórnfýsi til að bera, að hún taldi ekki eftir sér að vaka nokkuð lengur fram eftir, til þess að tæta ull og koma i flíkur handa illa stöddum nágrannabörnum, eða öðrum sem minna máttu sín. Hluttekning og hjálpfýsi góðra granna var tryggingakerfi þeirra tíma. Það var þéttbýlt á Laxárdal, fram eftir öldinni, og sum býlin smá, en fólkið var félagslynt og hjálpaðist að. Jósefína á Mörk var víkingur dugleg, listfeng og hög í höndum. Það var þvi með ólíkindum hverju hún kom í verk. Og allt fram á síðustu ár, saumaði hún út og prjónaði af kappi. Það lætur að líkum að Jósefína átti mikilvirkan þátt í að móta og setja svip á mannlíf sveitar sinnar. Ekki síst vegna þess að hún var félagslynd, frjálsleg í fasi, beinvaxin og höfðingleg og sópaði að henni. Þrátt fyrir annir heima, lagði hún á sig að ganga nokkrar bæjarleiðir til messu og syngja í kirkjukórnum eða heimsækja góða granna og rækja við þá vináttu. Meðan Litla-Vatnsskarð var alfaraleið milli byggða Húnavatns- og Skagafjarðarsýslna, var oft gestkvæmt á Mörk, þar sem bærinn stendur rétt sunnan skarðsins. Og húsbændurnir höfðingjar heim að sækja, glaðværir og gestrisnir. Mörk á land að Móbergsselstjörn í Litla-Vatnsskarði. Þar er silungsveiði til talsverðra búdrýginda. Frjó gróðurmoldin var gjöful á garðávexti, þegar vel áraði. Enda þótt stundum komi snjóþungir vetur á Laxárdal, geta sumur verið heit í skjóli hárra fjalla. Þar sem jörð fer ófrosin undir snjó að hausti, koma grös eins og græn undan, svo fljótt taka þau við sér, og stararflóarnir í dalbotninum þekjast kafgrasi. Það var líka heppilegt, því mikið þurfti að heyja fyrir langan vetur. Orfið og hrífan, þeirra tíma amboð, seinvirk á nútíma mælikvarða. En vel var unnið og lengi. Þau Merkurhjón voru skepnuvinir og fóru vel með, enda var það undirstaðan að góðri afkomu. Ólafur var hestamaður góður, átti fallega og vel með farna gæðinga og góðan bústofn. Hann var léttlyndur og glaðsinna og vildi öllum vel. Smælingjunum rétti hann hjálparhönd og var málsvari þeirra. — Hann varð fyrir heilsubresti um miðjan aldur og eftir það hjartaveill. Þeim mun þyngri urðu erfiðisverkin á herðum húsmóðurinnar, því allan þeirra aldur var hún stoð hans og stytta. Um og upp úr 1935, fór byggð að strjálast á Laxárdal og um 1940 var miðdalurinn kominn að mestu í eyði. Ólafur og Jósefína fluttu frá Mörk 1938, að Brandsstöðum í Blöndudal, en bjuggu þar stutt, sem leiguliðar. Síðan á Eyvindarstöðum í sömu sveit, en árið 1946 kaupa þau Holt á Ásum. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið: Helga var fædd 1915, giftist Skafta bónda í Hnjúkahlíð og bjó þar til dauðadags 1983. Pálmi, fæddur 1916, giftur Aðalbjörgu Þorgrímsdóttur, Ingimar, fæddur 1922, dáinn 1938, og Sigríður, gift Jóni Tryggvasyni bónda og söngstjóra í Ártúnum. Á þessum árum voru börnin að fljúga úr hreiðrinu og stofna eigið heimili. Pálmi og hans kona hófu búskap í Holti, í sambýli við Ólaf og Jósefínu fyrstu árin, en tóku síðan við jörðinni allri. En gömlu hjónin dvöldust áfram í skjóli þeirra, þar til Ólafi hrakaði heilsa og kraftar, svo að þau fluttust út á ellideild Héraðshælisins á Blönduósi. Á seinustu búskaparárum Ólafs og Jósefínu urðu snögg þáttaskil í lífi sveitafólks, með tilkomu rafvæðingar og véltækni. Gömlu torfbæirnir hurfu en reisuleg íbúðarhús komu í staðinn, með alls konar hjálpartækjum, sem léttu undir með húsmóðurinni. Peningshús steypt frá grunni, túnrækt margfölduð og bústofn aukinn. Þjóðin var eins og fjallajurtirnar, sem safnað höfðu frjómagni í rætur, undir freranum. Þessir vormenn íslands, aldamótakynslóðin, og afkomendur hennar, breiddu krónur mót sól og blómstruðu. — Að vísu var þá liðið að hausti i lífshlaupi Ólafs og Jósefínu. — Þau tóku reyndar virkan þáttí dagsins önn meðan kraftar entust, og barnabörnin áttu góða að í þeim ranni. Dóttur Helgu og Skafta, Sigríði, ólu þau upp, og gestrisnin hennarJósefínu fylgdi henni hvar sem hún fór. Einnig eftir að þau voru flutt út á ellideild var hún ennþá veitandi, tók á móti gestum með kaffi og meðlæti, létt og hratt fótatakið hressandi og uppörvandi og hlýtt handtakið yljaði mörgum um hjartarætur. Hún taldi ekki sporin sín upp og niður stiga, ef hún vissi af ættingja eða vini á sjúkradeild. — Síðustu ár Ólafs var hann farinn að heilsu. Þá hlúði hún að honum af sinni meðfæddu nærgætni og vakti yfir velferð hans. Ólafur lést 13. febrúar 1985, þá 95 ára að aldri. Jósefína fluttist þá til dóttur sinnar, Sigríðar í Ártúnum, þar sem hún naut sjálf, sín síðustu ár, sömu hlýjunnar, sem hún hafði sáð til og arfleitt að. — Jósefína var ljóðelsk og bókhneigð. Skólaganga hennar var stutt sem barns, að viðbættum einum vetri í kvennaskóla á ungdómsárum. Samt var hún allan þennan langa aldur og starfsdag, sívinnandi, veitandi og miðlandi speki lífsins og þekkingu aldanna. Blessuð sé minning hennar.

Guðríður B. Helgadóttir

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Jósefína Þóranna Pálmadóttir fædd 14. mars 1887 í Gautsdal á Laxárdal fremri, Hún. látin 4. sept. 1986

Foreldrar hennar;
Pálmi Sigurðsson 19. sept. 1852 - 12. maí 1914 og Sigríður Gísladóttir 25. sept. 1853 - 28. júní 1940

Systkin hennar;
1) Jón Jóhannes Pálmason 6. jan. 1876 - 2. des. 1929 Verslunarmaður Pálmalundi á Blönduósi 1919-1929 og á Sauðárkróki. Var á Æsustöðum sumarið 1910. ekkill Stefánsh. Skróki 1910.

Fyrri kona hans 1904; Gróa Jónsdóttir f. 16.1.1875 d. 23.12.1905. Var í Hvammi, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1890. Var á Auðólfsstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Oddeyri 1905.
Seinni kona hans; María Emilía Eyjólfsdóttir f. 18. okt. 1891 d 31. ágúst 1976. Tökubarn á Másstöðum, Undirfellssókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Bergsstöðum við Kaplaskjólsveg, Reykjavík 1930. Ekkja. Síðast bús. í Reykjavík. Systir Haraldar Eyjólfssonar í Gautsdal,
2.) Guðrún Solveig Pálmadóttir 4. jan. 1878 - 26. júlí 1960 Húsfreyja á Æsustöðum í Langadal, A-Hún. Var á Bjarnastöðum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Bjarnastöðum, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Þórðarhúsi 1941. Fyrri maður hennar 13.11.1902; Zophonías Einarsson 16. mars 1877 - 16. mars 1906. Bóndi á Æsustöðum í Langadal, A-Hún. Söðlari á Æsustöðum, Hún. Var í Minnaholti, Stórholtssókn, Skag. 1880.
Seinni maður hennar 27.9.1919; Benedikt Benjamínsson 17. maí 1878 - 5. nóv. 1953. Verkamaður í Þórðarhúsi á Blönduósi. Verkamaður á Alviðru, Kotstrandarsókn, Árn. 1930. Þau skildu.
3.) Gísli Pálmason 5. okt. 1881 - 17. okt. 1881
4.) Sigurður Pálmason 5. okt. 1881 - 17. okt. 1881
5.) Sigurður Pálmason 21. feb. 1884 - 7. mars 1972 Kaupmaður á Hvammstanga frá 1913 til æviloka. Kona hans; Steinvör Helga Benónýsdóttir 22. ágúst 1888 - 26. ágúst 1974 Húsfreyja á Hvammstanga frá 1913 til æviloka. Var á Kambhóli í Víðidalstungusókn, V-Hún. 1890.
6.) Gísli Pálmason 21. apríl 1894 - 10. jan. 1942 Bóndi á Bergsstöðum í Holtastaðasókn, A-Hún. Var á Æsustöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1901. Bóndi á Bergsstöðum 1930.
Kona hans; Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir 12. júlí 1892 - 10. júlí 1934. Húsfreyja og ljósmóðir á Bergsstöðum, A-Hún., var þar 1930.
Sambýliskona; Helga Einarsdóttir 27. desember 1915 - 16. júlí 2001 Var á Svarfhóli, Stafholtssókn, Mýr. 1930. Jónshúsi á Blönduósi og Grænuhlíð. Maður hennar 3.10.1946; Kristmundur Stefánsson 3. október 1911 - 3. ágúst 1987 Nemandi á Hólum, Hólasókn, Skag. 1930. Var í Grænuhlíð,Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Bóndi þar í 30 ár. Síðast bús. í Torfalækjarhreppi.

Maður hennar 26.4.1914 Ólafur Björnsson 19.6.1890 - 13.2.1985.
Börn þeirra;
1) Helga María Ólafsdóttir 10.7.1915 - 10.8.1982. Húsfreyja í Hnjúkahlíð. Var í Mörk, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var í Hnjúkahlíð, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Maður hennar; Skafti Kristófersson 14.3.1913 - 26.6.2001. Bóndi í Hnjúkahlíð. Lausamaður á Blönduósi 1930. Var í Hnjúkahlíð, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. á Blönduósi.
2) Pálmi Ólafsson 12.10.1916 - 6.12.2005. Bóndi í Holti, Torfalækjarhr., síðast bús. á Blönduósi. Var í Mörk, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var í Holti, Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Fæddur 9.10.1916 skv. kb. Kona hans 14.6.1947; Aðalbjörg Guðrún Þorgrímsdóttir 20.4.1918 - 22.11.2007. Húsfreyja í Holti á Ásum, A-Hún. Var í Syðra-Tungukoti, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var í Holti, Torfalækjahr., A-Hún. 1957.
3) Ingimar Guðmundur Ólafsson 29.1.1922 - 7.4.1938. Var í Mörk, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930.
4) Sigríður Ólafsdóttir 4. nóv. 1924 – 28. mars 2024. Var í Ártúnum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Maður hennar 31.12.1946; Jón Tryggvason 28. mars 1917 - 7. mars 2007. Var í Finnstungu, Bólstaðarhlíðarsókn, A-Hún. 1930. Bóndi, búfræðingur, hreppsnefndarmaður og oddviti í Ártúnum í Bólstaðarhlíðarhreppi. Var í Ártúnum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Söngstjóri og organisti um margra ára skeið. Hlaut hina íslensku fálkaorðu.

General context

Relationships area

Related entity

Sigríður Ólafsdóttir (1924) Ártúnum (4.11.1924 -)

Identifier of related entity

HAH06863

Category of relationship

family

Dates of relationship

1924

Description of relationship

Related entity

Pálmi Ólafsson (1916-2005) Holti (12.10.1916 - 6.12.2005)

Identifier of related entity

HAH01831

Category of relationship

family

Type of relationship

Pálmi Ólafsson (1916-2005) Holti

is the child of

Jósefína Þóranna Pálmadóttir (1887-1986)

Dates of relationship

1916

Description of relationship

Related entity

Helga María Ólafsdóttir (1915-1982) Hnjúkahlíð

Identifier of related entity

Category of relationship

family

Type of relationship

Helga María Ólafsdóttir (1915-1982) Hnjúkahlíð

is the child of

Jósefína Þóranna Pálmadóttir (1887-1986)

Dates of relationship

1915

Description of relationship

Related entity

Gísli Pálmason (1894-1942) Bergsstöðum í Svartárdal, A-Hún. (21.4.1894 -10.1.1942)

Identifier of related entity

HAH03777

Category of relationship

family

Type of relationship

Gísli Pálmason (1894-1942) Bergsstöðum í Svartárdal, A-Hún.

is the sibling of

Jósefína Þóranna Pálmadóttir (1887-1986)

Dates of relationship

1894

Description of relationship

Related entity

Jón Pálmason (1876-1929) Pálmalundi (6.1.1876 - 2.12.1929)

Identifier of related entity

HAH04916

Category of relationship

family

Type of relationship

Jón Pálmason (1876-1929) Pálmalundi

is the sibling of

Jósefína Þóranna Pálmadóttir (1887-1986)

Dates of relationship

1887

Description of relationship

Related entity

Sigurður Pálmason (1884-1972) kaupmaður Hvammstanga

Identifier of related entity

Category of relationship

family

Type of relationship

Sigurður Pálmason (1884-1972) kaupmaður Hvammstanga

is the sibling of

Jósefína Þóranna Pálmadóttir (1887-1986)

Dates of relationship

1887

Description of relationship

Related entity

Guðrún Pálmadóttir (1878-1960) Æsustöðum (4.1.1878 - 26.7.1960)

Identifier of related entity

HAH04463

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðrún Pálmadóttir (1878-1960) Æsustöðum

is the sibling of

Jósefína Þóranna Pálmadóttir (1887-1986)

Dates of relationship

1887

Description of relationship

Related entity

Ólafur Björnsson (1890-1985) Mörk Laxárdal fremri og Holti Ásum (19.6.1890 - 13.2.1985)

Identifier of related entity

HAH06136

Category of relationship

family

Type of relationship

Ólafur Björnsson (1890-1985) Mörk Laxárdal fremri og Holti Ásum

is the spouse of

Jósefína Þóranna Pálmadóttir (1887-1986)

Dates of relationship

26.04.1914

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH06134

Institution identifier

Rules and/or conventions used

Status

Level of detail

Dates of creation, revision and deletion

MÞ 18.06.2024 skráning og innsetning

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Íslendingabók
Húnavaka 1987

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places