Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Jósef Sigurvaldason (1916-2000) Rútsstöðum
Hliðstæð nafnaform
- Jósef Sigurvaldason (1916-2000) Rútsstöðum
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
13.4.1916 - 25.10.2000
Saga
Jósef Sigurvaldason fæddist á Rútsstöðum í Svínadal 13. apríl 1916. Hann lést á Héraðshælinu á Blönduósi 25. október síðastliðinn.Jósef Sigurvaldason var fæddur á Rútsstöðum í Svínadal 13. apríl 1916 en þar voru foreldrar hans í húsmennsku. Hann var sonur hjónanna Guðlaugar Hallgrímsdóttur af Reykjahlíðarætt og Sigurvalda Jósefssonar Vestur-Húnvetnings, hálfbróður Sr. Valdimars Björnssonar sem var kunnur forystumaður meðal Vestur-Íslendinga.
Guðlaug var vel að sér, falleg stúlka og eftirsótt, Sigurvaldi glæsimenni og afrenndur að afli. Sú þjóðsaga gekk að Sigurvaldi hefði barist við annan garp um þennan mikla kvenkost og haft betur. Síðar á ævinni þurfti sá er barðist við Sigurvalda að gangast undir uppskurð. Kom þá í ljós að botnlanginn lá öfugum megin. Alþýða manna var ekki í vafa að þetta væru eftirstöðvar af meðferðinni hjá Sigurvalda. Sveitarhöfðingjum þótti nóg um hvað ómegðin óx í Gafli og ákveðið var að þeim hjónum forspurðum að fá Guðrúnu fóstur á öðrum bæ. Bóndinn þar kom að Gafli að sækja barnið en Sigurvaldi varði bæ sinn og fjölskyldu.
Það einkenndi þetta fólk artarskapur og trygglyndi.
Síðar fengu þau betra jarðnæði, Eldjárnsstaði í Blöndudal. Sú jörð er fremst í byggð í dalnum að vestan. Síðar keyptu þau jörðina og komu sínum stóra barnahópi til manns. Eldjárnsstaðir eru erfið jörð, brattlend og slægjulítil nema í Eldjárnsstaðaflá sem nú hefur verið sökkt undir inntakslón Blönduvirkjunar, en þar var engi Eldjárnsstaða. Jörðin lá að Auðkúluheiði og geysilegur ágangur var af afréttarpeningi enda jörðin framan við afréttargirðingu hreppsins. Þeir feðgar girtu land jarðarinnar upp úr stríði og batnaði þá mjög búskaparaðstaða.
Bílvegur kom ekki í Eldjárnsstaði fyrr en um 1960, þannig að aðdrættir allir voru óhægir en Eldjárnsstaðamenn voru dugnaðarforkar og óx ekkert í augum.
Jósef og Hallgrímur bróðir hans keyptu hálfa næstu jörð Eiðsstaði og síðar jörðina alla. Byggðu þeir íbúðarhús og bættu með ræktun og útihúsum.
Lengst af bjuggu þeir bræður einir, þar til Hallgrímur andaðist fyrir nokkrum árum. Eftir það bjó Jósef einsetumaður nokkur ár. Samstarf þeirra bræðra og samvinna var einstæð. Hallgrímur var skapríkur, heljarmenni að burðum og mikill garpur. Jósef jafnlyndur, hógvær, hvers manns hugljúfi í umgengni og þrátt fyrir einangrun og uppvöxt við þröng kjör var hann svo vel að sér og fróður að hvarvetna vakti athygli. Jósef var listaskrifari og svo háttvís að eðlisfari að vel hefði sómt sér hjá hvaða þjóðhöfðingja sem væri. Jósef var ekki þjóðhöfðingi en hann varð ættarhöfðingi og í hávegum hafður bæði af skyldmennum sínum svo og nágrönnum. Jósef var einstaklega góður granni.
Búskapur þeirra bræðra Hallgríms og Jósefs var með þeim hætti að þeir settu metnað sinn í að eiga vel fóðraða og fallega gripi. Þeir bjuggu ekki til þess að græða heldur til þess að eiga fallegt búfé þar sem hver skepna var persónulegur vinur þeirra.
Jósef hélt sér ekki fram til mannaforráða í sveit sinni eða héraði enda nógir til þess. Hann var gangnastjóri á Auðkúluheiði um fjölda ára. Fórst honum það ævinlega vel úr hendi og hafði góða stjórn á liði sínu án þess að við yrðum verulega varir við að okkur væri stjórnað. Eitt haustið tókst okkur undir stjórn Jósefs að smala Auðkúluheiði gjörsamlega í fyrri göngum þannig að ekkert fannst í seinni göngum eða eftirleit.
Útför Jósefs fer fram frá Svínavatnskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Staðir
Rútsstaðir í Svínadal A-Hún.:
Réttindi
Starfssvið
Bóndi
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans voru Guðlaug Hallgrímsdóttir, f. 28. október 1884, d. 11. maí 1963, og Sigurvaldi Óli Jósefsson, f. 24. júní 1890, d. 27. janúar 1954. Þau Guðlaug og Sigurvaldi settu saman bú á örreytiskotinu Gafli í Svínadal og hrúguðu niður börnum.
Elst var Sigurlaug er síðar bjó á Ásum, þá Jósef, Hallgrímur, Jórunn, Ingimar, Guðrún, Georg, Þorsteinn, Aðalbjörg og Rannveig. Georg og Þorsteinn voru tvíburar og fæddir á sama ári og Guðrún systir þeirra.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Jósef Sigurvaldason (1916-2000) Rútsstöðum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Jósef Sigurvaldason (1916-2000) Rútsstöðum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Jósef Sigurvaldason (1916-2000) Rútsstöðum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the grandparent of
Jósef Sigurvaldason (1916-2000) Rútsstöðum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 29.6.2017
Tungumál
- íslenska