Jónas Eggert Tómasson (1928-1997) Handavinnukennari og bóndi

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Jónas Eggert Tómasson (1928-1997) Handavinnukennari og bóndi

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

  1. jan. 1928 - 12. maí 1997

Saga

Jónas Eggert Tómasson fæddist í Sólheimatungu í Stafholtstungum 9. 1928. Hann andaðist á heimili sínu í Sólheimatungu 12. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Sigurlín Sigurðardóttir, húsfreyja, fædd á Hólmlátri á Skógarströnd 26. janúar 1892, dáin 13. nóvember 1974, og Tómas Jónasson, bóndi í Sólheimatungu, fæddur 2. desember 1881 í Örnólfsdal í Þverárhlíð, dáinn 5. nóvember 1954.
Systkini Jónasar eru:

  1. Guðrún María, f. 31. ágúst 1929, maki Jóhannes Guðmundsson, þau eiga fjögur börn.
  2. Sigurður, f. 5. febrúar 1931, maki Rita Elisabeth Larsen, þau eiga tvær dætur.
    3) Guðríður, f. 7. maí 1933, maki Björn Stefánsson, þau eiga þrjá syni.
    Jónas var ókvæntur og barnlaus.

Eftir fullnaðarpróf stundaði Jónas nám við Reykholtsskóla í einn vetur, síðan tvo vetur við Flensborgarskóla í Hafnarfirði og lauk þaðan gagnfræðaprófi vorið 1948. Vorið 1951 lauk Jónas prófi sem smíðakennari frá kennaradeild Handíða- og myndlistaskólans. Þar á eftir stundaði hann nám við handavinnudeild Kennaraskóla íslands, prófi þaðan lauk hann vorið 1953 og öðlaðist þar með full kennsluréttindi i handavinnu í barnaskólum og skólum gagnfræðastigsins. Að námi loknu stundaði hann kennslu í heimasveit sinni í nokkur misseri, en sneri sér síðan að búskap með Sigurði bróður sínum á föðurleifð þeirra eftir andlát Tómasar síðla árs 1954. Sinnti hann bústörfum í Sólheimatungu til dauðadags. Jónas gegndi margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum svo sem hreppsnefndarmaður en það höfðu áður verið faðir hans og afi, Jónas Eggert Jónsson. Jónas var formaður stjórnar Veiðifélags Gljúfurár frá stofnun til dánardægurs.

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH09558

Kennimark stofnunar

IS-HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Hluti

Skráningardagsetning

MÞ 16.11.2023

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir