Jón Þórarinsson (1917-2012)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Jón Þórarinsson (1917-2012)

Parallel form(s) of name

  • Jón Þórarinsson (1917-2012) tónskáld

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

13.9.1917 - 12.2.2012

History

Jón Þórarinsson fæddist í Gilsárteigi í Eiðaþinghá, S-Múlasýslu 13. september 1917. Hann lést á Droplaugarstöðum 12. febrúar 2012. Jón varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1937 og stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og var í einkatímum hjá dr. Victor Urbancic. Hann lauk Mus.B-prófi í tónfræði 1946 og Mus.M-prófi í tónsmíði 1947 við Yale-háskólann í Bandaríkjunum þar sem hann nam undir handleiðslu Paul Hindemith. Sumarið 1945 stundaði hann nám við Juilliard-tónlistarháskólann í New York og fór til námsdvalar í Austurríki og Þýskalandi 1954-1955. Jón var yfirkennari í tónfræði og tónsmíði við Tónlistarskólann í Reykjavík 1947-1968, stundakennari við sama skóla frá 1979 og kennari við Söngskólann í Reykjavík 1983-1987. Hann starfaði við Ríkisútvarpið að mestu óslitið 1938-1956, var dagskrárstjóri lista- og skemmtideildar Ríkissjónvarpsins 1968-1979 og sat í Útvarpsráði 1983-1987. Hann var einn af stofnendum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, fyrsti stjórnarformaður 1950-1953 og framkvæmdastjóri hennar 1956-1961. Þá sat hann aftur í stjórn hljómsveitarinnar frá 1988-2002. Jón var söngstjóri Fóstbræðra 1950-1954, Gamalla Fóstbræðra frá stofnun 1959-1997 og Stúdentakórsins 1964-1967. Hann var forseti Bandalags íslenskra listamanna 1951-1952 og 1963-1966, var formaður úthlutunarnefndar Kvikmyndasjóðs 1985-1986 og framkvæmdastjóri Listahátíðar 1988. Jón sat í undirbúningsnefnd Samtaka um byggingu tónlistarhúss (1987) og í stjórn samtakanna um skeið. Auk þess að gegna ýmsum öðrum stjórnar- og trúnaðarstörfum hjá samtökum listamanna. Jón var meðlimur í Rótarýklúbbi Reykjavíkur frá 1975 til dauðadags. Eftir Jón liggur fjöldi tónverka. Meðal tónsmíða hans eru sónata fyrir klarínett og píanó, orgelmúsík, lagaflokkurinn Of Love and Death fyrir baritón og hljómsveit, Völuspá fyrir einsöngvara og kór og hljómsveit (1974), Minni Ingólfs tilbrigði við lag Jónasar Helgasonar (1986) og Te Deum lofsöngur, sem var síðasta stóra tónverk Jóns, frumflutt í janúar 2001. Meðal þekktra sönglaga Jóns eru Fuglinn í fjörunni, Íslenskt vögguljóð á Hörpu og Sex gamlir húsgangar. Jón samdi auk þess tónlist við mörg leikrit og kvikmyndir og gerði fjölda útsetninga á verkum annarra höfunda, meðal annars hljómsveitarútsetningu þjóðsöngsins. Megnið af frumsaminni tónlist Jóns kom út á geisladiskasafninu Fuglinn í fjörunni 1998. Meðal ritverka Jóns eru Stafróf tónfræðinnar (1962) Páll Ísólfsson (1963) Sveinbjörn Sveinbjörnsson ævisaga (1969) og óútgefin Tónlistarsaga Íslands frá landnámsöld til miðbiks tuttugustu aldar sem varðveitt er í Þjóðskjalasafni. Hann skrifaði tónlistargagnrýni og um tónlist og tónlistarmenn í Alþýðublaðið (1948-1950), Morgunblaðið (1962-1968) og Vísi á árum áður. Eftir Jón liggur auk þess mikill fjöldi greina um tónlist og tónlistarmálefni frá ýmsum tímum. Jón var riddari íslensku fálkaorðunnar frá 1978 og stórriddari hennar frá 1999.
Útför Jóns Þórarinssonar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag, 23. febrúar 2012, kl. 13.

Places

Gilsárteigur í Eiðaþinghá: Seyðisfjörður 1920:

Legal status

Stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1937: Stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og var í einkatímum hjá dr. Victor Urbancic: Lauk Mus.B-prófi í tónfræði 1946: Mus.M-prófi í tónsmíði 1947 við Yale-háskólann í Bandaríkjunum þar sem hann nam undir handleiðslu Paul Hindemith: Sumarið 1945 stundaði hann nám við Juilliard-tónlistarháskólann í New York og fór til námsdvalar í Austurríki og Þýskalandi 1954-1955.

Functions, occupations and activities

Jón var yfirkennari í tónfræði og tónsmíði við Tónlistarskólann í Reykjavík 1947-1968, stundakennari við sama skóla frá 1979 og kennari við Söngskólann í Reykjavík 1983-1987. Hann starfaði við Ríkisútvarpið að mestu óslitið 1938-1956, var dagskrárstjóri lista- og skemmtideildar Ríkissjónvarpsins 1968-1979 og sat í Útvarpsráði 1983-1987. Hann var einn af stofnendum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, fyrsti stjórnarformaður 1950-1953 og framkvæmdastjóri hennar 1956-1961. Þá sat hann aftur í stjórn hljómsveitarinnar frá 1988-2002. Jón var söngstjóri Fóstbræðra 1950-1954, Gamalla Fóstbræðra frá stofnun 1959-1997 og Stúdentakórsins 1964-1967. Hann var forseti Bandalags íslenskra listamanna 1951-1952 og 1963-1966, var formaður úthlutunarnefndar Kvikmyndasjóðs 1985-1986 og framkvæmdastjóri Listahátíðar 1988. Jón sat í undirbúningsnefnd Samtaka um byggingu tónlistarhúss (1987) og í stjórn samtakanna um skeið. Auk þess að gegna ýmsum öðrum stjórnar- og trúnaðarstörfum hjá samtökum listamanna. Jón var meðlimur í Rótarýklúbbi Reykjavíkur frá 1975 til dauðadags. Eftir Jón liggur fjöldi tónverka. Meðal tónsmíða hans eru sónata fyrir klarínett og píanó, orgelmúsík, lagaflokkurinn Of Love and Death fyrir baritón og hljómsveit, Völuspá fyrir einsöngvara og kór og hljómsveit (1974),

Mandates/sources of authority

Minni Ingólfs tilbrigði við lag Jónasar Helgasonar (1986) og Te Deum lofsöngur, sem var síðasta stóra tónverk Jóns, frumflutt í janúar 2001. Meðal þekktra sönglaga Jóns eru Fuglinn í fjörunni, Íslenskt vögguljóð á Hörpu og Sex gamlir húsgangar. Jón samdi auk þess tónlist við mörg leikrit og kvikmyndir og gerði fjölda útsetninga á verkum annarra höfunda, meðal annars hljómsveitarútsetningu þjóðsöngsins. Megnið af frumsaminni tónlist Jóns kom út á geisladiskasafninu Fuglinn í fjörunni 1998. Meðal ritverka Jóns eru Stafróf tónfræðinnar (1962) Páll Ísólfsson (1963) Sveinbjörn Sveinbjörnsson ævisaga (1969) og óútgefin Tónlistarsaga Íslands frá landnámsöld til miðbiks tuttugustu aldar sem varðveitt er í Þjóðskjalasafni. Hann skrifaði tónlistargagnrýni og um tónlist og tónlistarmenn í Alþýðublaðið (1948-1950), Morgunblaðið (1962-1968) og Vísi á árum áður. Eftir Jón liggur auk þess mikill fjöldi greina um tónlist og tónlistarmálefni frá ýmsum tímum.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru Þórarinn Benediktsson, hreppstjóri og alþingismaður, f. í Keldhólum á Völlum, f. 3.3. 1871, d. 12.11. 1949, og Anna María Jónsdóttir, f. 6.4. 1877, d. 8.1. 1946. Árið 1920 flutti fjölskyldan til Seyðisfjarðar þegar Þórarinn tók við starfi gjaldkera í útibúi Íslandsbanka þar.
Systkini Jóns voru Vilborg, f. 1898, d. 1903, Málfríður, f. 10.1. 1900, d. 16.7. 1998, Anna Sigurbjörg, f. 25.4. 1901, d. 16.10. 2000, og Benedikt, f. 20.3. 1904, d. 27.4. 1959.
Fyrri kona Jóns var Þórdís Edda Kvaran, f. 20.8. 1920, d. 21.2. 1981. Hún var dóttir hjónanna Ágústs Jósefssonar Kvaran og Soffíu Fransisku Guðlaugsdóttur. Þau skildu.
Synir Jóns og Eddu eru
1) Þórarinn, f. 22.2. 1944. Sonur hans er Jón Þór;
2) Ágúst, f. 24.5. 1948, k.h. er Edda Erlendsdóttir. Þeirra synir eru Jón Skírnir og Ágúst Már. Fyrir átti Edda Ásdísi Elvarsdóttur og Erlend Þór Elvarsson;
3) Rafn, f. 28.3. 1952, k.h. Sigríður Rafnsdóttir. Þeirra börn eru Soffía Fransiska, Eiríkur Rafn, Þórdís og Hildur. Fyrir átti Sigríður Ölrúnu Marðardóttur.
Eftirlifandi eiginkona Jóns er Sigurjóna Jakobsdóttir, f. 4. febrúar 1936. Hún er dóttir Jakobs Vilhjálms Þorsteinssonar og f.k.h. Hólmfríðar Þórdísar Ingimarsdóttur.
Börn Jóns og Sigurjónu eru
1) Anna María, f. 1.2. 1962. Börn hennar og Magnúsar Magnússonar eru Magnús Þór og Sigrún. Dóttir hennar og Marcusar Dougherty er Sara Margrét;
2) Þorsteinn Metúsalem, f. 18.2. 1963 í sambúð með Ingibjörgu Egilsdóttur. Dóttir hans og Önnu Lilju Johansen er Anna María;
3) Hallgerður, f. 12.8. 1966, í sambúð með Rögnvaldi Hreiðarssyni. Börn hennar og Óskars Friðriks Jónssonar eru Anton Ísak og Agnes Ýr;
4) Benedikt Páll, f. 5.4. 1968. Dóttir hans og Aðalheiðar Ragnarsdóttur er Katrín Birta.

General context

Relationships area

Related entity

Guðlaugur Guðmundsson (1856-1913) Bæjarfógeti (8.12.1856 - 5.8.1913)

Identifier of related entity

HAH03937

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Fyrrikona Jóns var Þórdís Edda (1920-1981), móðir hennar; Soffía Fransiska dóttir Guðlaugs

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01597

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 27.6.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places