Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Jóhannes Líndal Jónasson (1884-1966) skólastjóri
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
22.5.1884 - 24.1.1966
Saga
Jóhannes Líndal Jónasson 22. maí 1884 - 24. jan. 1966. Kennari á Njarðargötu 49, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Ókvæntur og barnlaus.
Staðir
Réttindi
Hann lauk gagnfræðaprófi við Flensborgarskólann í Hafnarfirði 28 ára gamall og fór svo í Kennaraskóla íslands og útskrif aðist þaðan 1915.
Starfssvið
Skólastjóri við barnaskóla Garðahrepps varð hann 1920, en 1924 réðst hann að núverandi Miðbæjarskóla og starfaði þar í 30 ár eða til 1954, er hann lét af kennslu vegna aldurs.
Lagaheimild
Minningarstef um Jóhannes Líndal Jonasson kennara, frá fjarstaddri aldurhniginni systur hans, Margréti S. Jónasdóttur.
Ég minnist þín frá löngu liðnum dögum,
í Ijóma birtast atvik stór og smá.
Mér finnst ég heyra óm af bernskubrögum
og bjartan hlátur þinn ég skynja má.
Ég sé þig vaxa, verða ættarsómi,
því var þér ungum spáð á heilla stund.
Ég sé þig lúta dauðans þunga dómi.
Nú drottins náð þér veiti sætan blund.
Ég kveð þig, bróðir, bið að guð þig geymi.
Þú gekkst á vegum hans í láni og þraut.
Nú horfinn ertu heimsins öfugstreymi
til hærra lífs á nýrri þroskabraut.
Þú kenndir. Ungum léðir liðsemd þína
til lífs og þroska, studdir börnin smá.
Þér veiti drottinn miskunnsemi sína.
Nú sál þín, bróðir, fagnar himnum á.
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar; Jónas Jóhannesson 20. mars 1841 - 30. apríl 1915. Var í Helgahvammi, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1845. Vinnumaður í Sporði, Víðidalstungusókn, Hún. 1860. Bóndi í Nípukoti í Víðidal, Hún. Bóndi á Vatnshóli, Víðidalstungusókn, Hún. 1870. Húsbóndi, bóndi í Nýpukoti, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1880. Var á Hólabaki, Þingeyrasókn, A-Hún. 1910 og kona hans; Jónasa Jónasdóttir 7. nóv. 1844 - 1. ágúst 1908. Tökubarn á Vatnshóli, Víðidalstungusókn, Hún. 1845. Var í Vatnshóli, Víðidalstungusókn, Hún. 1860. Húsfreyja á Vatnshóli, Víðidalstungusókn, Hún. 1870. Húsfreyja í Gafli, Víðidalstungusókn, Hún. 1901.
Systkini;
1) Guðmundur Friðrik Jónasson 26. mars 1869 - 22. júní 1939. Var á Vatnshóli, Víðidalstungusókn, Hún. 1870. Var í Nýpukoti, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1880. Var á Gafli, Víðidalstungusókn, Hún. 1890. Bóndi í Gafli, Víðidalstungusókn, Hún. 1901. Bóndi á Sporðshúsum og Lækjarkoti í Víðidal og víðar. Bóndi í Lækjarkoti, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Kona hans; Ingibjörg Árnadóttir 24.6.1873 - 23.8.1955. Tökubarn á Stórhóli, Víðidalstungusókn, Hún. 1880. Húsfrú í Sporðshúsum og Lækjarkoti í Víðidal og víðar.
2) Margrét Sigurrós Jónasdóttir 13. des. 1876 - 8. maí 1971. Síðast bús. í Vestmannaeyjum.
3) Anna Helga Jónasdóttir 19. apríl 1882 - 8. feb. 1933. Húskona í Enniskoti, Þingeyrasókn, A-Hún. 1910. Húsfreyja í Vestmannaeyjum 1930.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS-HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ skráning 27.11.2022
Tungumál
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði 27.11.2022
Íslendingabók
mbl 2.2.1966. https://timarit.is/page/1372699?iabr=on
Tíminn 3.3.1966. https://timarit.is/page/3255881?iabr=on
Athugasemdir um breytingar
Stafræn eining metadata
Aðgengi
Heiti skjals
Jhannes_L__ndal_Jnasson1884-1966sklastjri.jpg
Latitude
Longitude
Gerð miðla
Mynd
Mime-type
image/jpeg