Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Ingibjörg Jóna Ísaksdóttir Briem (1889-1979)
Hliðstæð nafnaform
- Ingibjörg Jóna Ísaksdóttir Briem (1889-1979) Melsstað
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
3.9.1889 - 7.7.1979
Saga
Húsfreyja á Melstað, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Á Melstað var og miðstöð félagslífs sveitarinnar. Þar var samkomustaður, unz Ungmennafélagið Grettir reisti samkomuhús á Laugarbakka, þar sem nú er félagsheimilið Ásbyrgi. Prestshjónin
studdu með ráðum og dáð alla félagsstarfsemi í héraðinu, einkum þó söng- og leikstarf. Prestsfrúin sá um fjölmargar erfidrykkjur. Eitt sinn fór fram á heimilinu búnaðarnámskeið, sem stóð í viku.
Allan þennan tíma fengu ráðunautar og kunningjar úr sýslunni margvíslega fyrirgreiðslu og var þó engum öðrum gestum vísað frá. Oft var barnaslbóli staðsettur á Melstað. Voru þar stundum um 20 börn í heimili. Melstaður er og var í þjóðbraut. Þangað komu gestir víða að úr öllum stéttum og af ýmsu þjóðerni.
Staðir
Melstað, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930: Reykjavík.
Réttindi
Prestsfrú:
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar voru, Ísak Jónsson (1852-1912) verslunarmaður Garðsbæ á Eyrarbakka og Ólöf Ólafsdóttir 11. nóvember 1859 - 5. maí 1945 Var á Siglunesi, Siglufirði 1930. Var á Árgilsstöðum, Breiðabólsstaðarsókn, Rang. 1870. Húsmóðir í Garðbæ á Eyrarbakka, síðast á Siglufirði.
Maki 5.10.1912, Jóhann Kristján Steindórsson Briem 3. desember 1882 - 8. júní 1959 Var í Hruna, Hrunasókn, Árn. 1901. Sóknarprestur á Melstað, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Kennari og prestur á Melstað frá 1912.
Börn þeirra:
1) Steindór Briem 3. september 1913 - 25. ágúst 1987 Starfsmaður í Löggildingarstofunni í Rvík. Síðast bús. í Reykjavík.
2) Ólöf Briem 23. september 1914 - 24. september 1999 Var á Melstað, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Hjúkrunarfræðingur í Kaupmannahöfn, síðast bús. þar.
3) Kamilla J. Briem 5. nóvember 1916 - 1. október 2005 Var á Melstað, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
4) Sigurður Jóhannsson Briem 11. september 1918 - 28. október 1994 Var á Melstað, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Deildarstjóri. Skrifstofumaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 9.7.2017
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
Guðfræðingatal: