Ingibjörg Steinþórsdóttir (1926-2012) Breiðabólsstað

Original Stafræn eining not accessible

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Ingibjörg Steinþórsdóttir (1926-2012) Breiðabólsstað

Hliðstæð nafnaform

  • Ingibjörg Helga Steinþórsdóttir (1926-2012) Breiðabólsstað
  • Ingibjörg Helga Steinþórsdóttir Breiðabólsstað

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

5.5.1926 - 1.5.2012

Saga

Ingibjörg Steinþórsdóttir fæddist 5. maí 1926. Hún lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 1. maí 2012. Ingibjörg og Jóhann áttu heimili fyrstu árin á Breiðabólstað hjá foreldrum Ingibjargar, en í ársbyrjun 1953 fluttu þau í Skólahúsið við Sveinsstaði í Austur-Húnavatnssýslu. Þar bjuggu þau meðan Jóhann lifði en Ingibjörg flutti til Blönduóss árið 1990 og átti heima þar til æviloka. Jóhann vann utan heimilis meðan heilsa hans leyfði en haustið 1963 veiktist hann af berklum og var að mestu óvinnufær eftir það. Meðan þau hjón áttu heima í Skólahúsinu var Ingibjörg ætíð með nokkrar kindur og fáein hross. Hún var natin við dýrin og ferhyrndu kindurnar hennar, flekkóttu, og snyrtilegu taðhlaðarnir vöktu athygli ferðamanna og oft stönsuðu langferðabílar á hlaðinu við Skólahúsið erlendum ferðamönnum til ánægju. Saumastofa var sett á fót á efri hæðinni í Skólahúsinu árið 1979 og vann Ingibjörg þar.

Útför Ingibjargar verður gerð frá Þingeyrakirkju í dag, 12. maí 2012, og hefst athöfnin kl. 15.

Staðir

Breiðibólsstaður 1949: Skólahúsið á Sveinsstöðum: Blönduós 1990:

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar voru Steinþór Björnsson, bóndi Breiðabólstað, f. 28. mars 1900, d. 4. janúar 1986, og kona hans Ingibjörg Jónasdóttir húsfreyja, f. 31. október 1899, d. 4. apríl 1978. Steinþór var alinn upp á Breiðabólstað frá unga aldri og að fóstru sinni látinni 1924 tók hann við búi á Breiðabólstað og bjuggu þau hjón þar til ársins 1976 að þau fluttu til Blönduóss.
Ingibjörg var elst fjögurra systkina en þau eru Jóhanna, Jónas og Sigurlaug sem öll lifa systur sína.

Ingibjörg giftist 29. des. 1949 Jóhanni Helga Guðmundssyni, sem fæddur var á Litlu-Borg í Vestur-Húnavatnssýslu 5. nóv. 1922, d. 28. des. 1988.
Dóttir þeirra hjóna er Ólöf Guðmunda sjúkraliði, f. 5. júní 1962. Hún giftist 29. desember 1985 Halldóri Jóhanni Grímssyni verkstjóra, f. 26. maí 1959, og búa þau í Reykjanesbæ. Sonur þeirra er Þorgrímur Jóhann, f. 28. júní 1989, vélvirki að mennt, sem býr í foreldrahúsum.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Breiðabólsstaður í Vesturhópi ((890))

Identifier of related entity

HAH00181

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Breiðabólsstaður í Vesturhópi

er stjórnað af

Ingibjörg Steinþórsdóttir (1926-2012) Breiðabólsstað

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Skólahúsið í Þingi (1916 -)

Identifier of related entity

HAH00507

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Skólahúsið í Þingi

er stjórnað af

Ingibjörg Steinþórsdóttir (1926-2012) Breiðabólsstað

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01480

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 21.6.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir