Ingibjörg Gunnlaugsdóttir (1922-1994) kennari frá Bakka í Víðidal

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Ingibjörg Gunnlaugsdóttir (1922-1994) kennari frá Bakka í Víðidal

Hliðstæð nafnaform

  • Ingibjörg Gunnlaugsdóttir (1922-1994) kennari frá Bakka í Víðidal

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

7.6.1922 - 16.8.1994

Saga

Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Neskinn 2, Stykkishólmi, var fædd á Bakka í Víðidal í V-Húnavatnssýslu 7. júní 1922. Hún lést á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi að kvöldi 16. ágústs síðastliðins. Ingibjörg var húsmóðir eftir að hún hætti kennslu en var póstafgreiðslumaður í Stykkishólmi frá 1966­-1985. Ingibjörg stundaði nám við Kennaraskóla Íslands frá 1940-­1943. Hún var kennari árin 1943­-1950 í Vestmannaeyjum og Bakkafirði og í Stykkishólmi frá 1946.
Útför Ingibjargar fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag.

Staðir

Bakki í Víðidal: Bakkafjörður 1943: Vestmannaeyjar: Stykkishólmur 1946:

Réttindi

Nám við Kennaraskóla Íslands frá 1940-­1943.

Starfssvið

Kennari:

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Ingibjörg var dóttir hjónanna Önnu Teitsdóttur húsmóður og Gunnlaugs Auðuns Jóhannessonar bónda á Bakka. Ingibjörg var elst níu systkina en eitt þeirra dó í frumbernsku. Eftirlifandi systkini Ingibjargar eru Jóhanna, f. 1924, bóndi í Móbergi, Rauðasandi; Björn Teitur, f. 1926, húsgagnasmiður, Reykjavík; Jóhannes, f. 1929, bensínafgreiðslumaður, Reykjavík; Elísabet f. 1932, húsmóðir, Reykjavík; Aðalheiður Rósa, f. 1934, starfsmaður á Keldum; Egill f. 1936, dýralæknir, Hvammstanga; og Ragnar, f. 1941, bóndi á Bakka.
Þann 27. mars 1948 giftist Ingibjörg eftirlifandi eiginmanni sínum, Árna Helgasyni, f. 14. mars 1914, sýsluskrifara og síðar stöðvarstjóra Pósts og síma í Stykkishólmi. Foreldrar Árna voru Vilborg Árnadóttir húsmóðir og Helgi Þorláksson verslunarmaður á Eskifirði.
Börn Ingibjargar og Árna eru fjögur:
1) Gunnlaugur Auðunn, f. 1. júlí 1950, framkvæmdastjóri í Stykkishólmi, kvæntur Sigrúnu Valtýsdóttur kennara og eiga þau tvö börn; Árna Hólmar, f. 1981 og Kristínu Ingu, f. 1983. Sigrún á auk þess son, Valtý Frey, f. 1972. Halldór, f. 18. mars 1953, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneyti, kvæntur Önnu Björgu Eyjólfsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau tvær dætur; Ingibjörgu Jónu f. 1987 og Karenu Evu f. 1989.
2) Helgi, f. 9. ágúst 1955, skólastjóri Rimaskóla í Reykjavík, kvæntur Aðalbjörgu Jónasdóttur meinatækni og BA í íslensku. Börn þeirra eru Jón Árni, f. 1981, Jónas Örn, f. 1985 og Sigríður Björg, f. 1992.
3) Vilborg Anna, f. 8. nóvember 1958, sjúkraliði í Reykjavík, gift Jóni Trausta Jónssyni húsasmíðameistara og eiga þau tvö börn; Hákon Arnar, f. 1991, og Ingibjörgu Hrönn, f. 1993

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01479

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 21.6.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir