Inga Ólafsdóttir (1921-2006)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Inga Ólafsdóttir (1921-2006)

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

1.12.1921 - 11.11.2006

History

Inga Ólafsdóttir fæddist í Eystra-Geldingaholti í Gnúpverjahreppi í Árnessýslu, 1. desember 1921. Hún lést á Vífilsstöðum 11. nóvember síðastliðinn. Inga ólst upp í Eystra-Geldingaholti þar sem hún stundaði skógrækt sem var mikið áhugamál hennar. Hún var við nám í Húsmæðraskólanum á Blönduósi, starfaði um skeið á skrifstofu Mjólkurbús Flóamanna og var síðan húsmóðir í Reykjavík. Um langt árabil tók hún virkan þátt í störfum Rauða kross Íslands í sjúklingabókasafninu á Landsspítalanum. Inga verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Places

Eystra-Geldingaholt Gnúp. Árn.: Selfoss: Reykjavík:

Legal status

Kvsk á Blönduósi:

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hennar voru Pálína Guðmundsdóttir, f. 27. júní 1891, d. 28. september 1978, og Ólafur Jónsson bóndi, f. 22. febrúr. 1888, d. 31. jan. 1983.
Systkini Ingu voru Jón bóndi í Eystra-Geldingaholti, f. 15. okt.1920, d. 8. mars 2001, Guðrún, f. 25. júlí 1924, d. 28. nóvember 1980 og Hrefna, f. 30. október. 1927, d. 9. mars 1994.
Inga giftist hinn 11. maí 1946 Stefáni Björnssyni, forstjóra Mjólkursamsölunnar í Reykjavík, f. 1. nóvember 1908, d. 17. mars 1994. Foreldrar hans voru Guðríður Jónsdóttir, f. 28. nóvember 1876, d. 4. júlí 1948 og Björn Þorkelsson, bóndi og hreppstjóri í Hnefilsdal í Jökuldalshreppi í N-Múlasýslu, f. 29. apríl 1880, d. 4. febrúar 1959.
Börn Ingu og Stefáns eru:
1) Hrafnhildur lögfræðingur, f. 18. nóvember 1946, maki Hjalti Björnsson læknir, f. 8. okóber 1944, d. 21. október 1988. Börn þeirra eru Inga Björg lögfræðingur, f. 10. febrúar 1970, gift Jóhannesi Haukssyni, viðskiptafræðingi og Björn nemi í viðskiptalögfræði, f. 31. júlí 1975.
2) Sigurður læknir, f. 28. mars 1950. Kona hans er Marta Ólafsdóttir líffræðingur, f. 16 apríl 1950. Sonur þeirra er Stefán verkfræðingur, f. 11 desember 1972. Kona hans er Steinunn Hilma Ólafsdóttir líffræðingur.
3) Fósturdóttir, Hafdís Ólafsdóttir myndlistarmaður, f. 31. mars 1956, gift Atla Jóhanni Haukssyni tæknifræðingi, f. 30. júlí 1952. Dóttir þeirra er Auður verkfræðinemi, f. 16. okt. 1981. Barnabarnabörn Ingu eru fimm.

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01470

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 21.6.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places