Hulda Friðfinnsdóttir (1910-2002) Friðfinnshúsi Blönduósi

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Hulda Friðfinnsdóttir (1910-2002) Friðfinnshúsi Blönduósi

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

11.8.1910 - 30.6.2002

Saga

Hulda Friðfinnsdóttir var fædd á Blönduósi 11. ágúst 1910. Hún lést 30. júní síðastliðinn. Hulda ólst upp í foreldrahúsum á Blönduósi, en fluttist til Reykjavíkur ásamt foreldrum sínum árið 1947. Auk almennrar skólagöngu á Blönduósi var hún veturinn 1929-30 á Héraðsskóla á Laugarvatni. Hulda vann ýmis störf, ekki síst á heimilinu, með og fyrir foreldra sína og fjölskyldu. Á Blönduósi bjó fjölskyldan í Finnshúsi, en þar voru einnig í heimili hjónin Sigþrúður, móðursystir Huldu, og Páll Sigurðsson. Þá bjuggu þar einnig um skeið, eða þar til Hulda var um sjö ára gömul, feðginin Jónína, móðursystir Huldu, og Hannes Guðmundsson.

Á Blönduósi vann Hulda m.a. við smíðar og málningarvinnu með föður sínum og systur. Er til Reykjavíkur kom tóku við almenn verkakvennastörf. Áfram vann Hulda mikið á heimilinu, bæði við prjónaskap, en ekki síður við almennt heimilishald. Hún annaðist foreldra sína, en þau urðu bæði fullorðin og þurftu aðstoðar við. Hulda hélt lengi heimili með Sigríði systur sinni og dætrum hennar, og var þeim sem önnur móðir. Þær bjuggu lengi á Gunnarsbraut 34, en síðustu árin dvaldi Hulda á Hrafnistu í Reykjavík. Hún var ógift og barnlaus.

Útför Huldu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Staðir

Friðfinnshús Blönduósi: Reykjavík:

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar voru Friðfinnur Jónas Jónsson, hreppstjóri, f. 28. mars 1873, d. 16. september 1955, og Þórunn Ingibjörg Hannesdóttir, f. 15. ágúst 1873, d. 22. janúar 1957.
Systkini Huldu eru: 1) Gunnhildur, f. 28. mars 1906, d. 4. ágúst 1954, maki Stefán Runólfsson, f. 22. ágúst 1903, d. 30. apríl 1961, þau voru barnlaus. 2) Sigríður, f. 24. desember 1907, d. 26. janúar 1992, maki (skildu) Magnús Óskar Magnússon, f. 10. september 1904, d. 23. júlí 1988, dætur þeirra eru; Þórunn, maki Jóhann Þ. Bjarnason og eiga þau þrjú börn, auk tveggja barnabarna, og Ásdís, en hún á einn son. 3) Skafti, f. 9 september 1916, maki Sigríður Svava Runólfdóttir, f. 5. júlí 1920, börn þeirra eru: Runólfur, Þórunn, maki Jónas Pálsson, Inga, maki Birgir V. Sigurðsson, Gunnhildur, maki Guðmundur Magnússon, Friðfinnur, maki Sigríður Ingibjörnsdóttir, Einar, maki Lydía Jónsdóttir, og Páll, maki Hrund Þórarinsdóttir, en alls eiga þau 12 barnabörn.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Friðfinnshús Blönduósi / Læknahús 1897-1901 (1896 -)

Identifier of related entity

HAH00100

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þórunn Hannesdóttir (1873-1957) Friðfinnshúsi (15.8.1873 - 2.1.1957)

Identifier of related entity

HAH07380

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Þórunn Hannesdóttir (1873-1957) Friðfinnshúsi

er foreldri

Hulda Friðfinnsdóttir (1910-2002) Friðfinnshúsi Blönduósi

Dagsetning tengsla

1910

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Friðfinnur Jónas Jónsson (1873-1955) Hreppstjóri og smiður Friðfinnshúsi (28.3.1873 - 16.6.1955)

Identifier of related entity

HAH03444

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Friðfinnur Jónas Jónsson (1873-1955) Hreppstjóri og smiður Friðfinnshúsi

er foreldri

Hulda Friðfinnsdóttir (1910-2002) Friðfinnshúsi Blönduósi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Skafti Friðfinns Friðfinnsson (1916-2007) Friðfinnshúsi (9.9.1916 - 29.5.2007)

Identifier of related entity

HAH01994

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Skafti Friðfinns Friðfinnsson (1916-2007) Friðfinnshúsi

er systkini

Hulda Friðfinnsdóttir (1910-2002) Friðfinnshúsi Blönduósi

Dagsetning tengsla

1916 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigríður Friðfinnsdóttir (1907-1992) Friðfinnshúsi (24.12.1907 - 26.1.1992)

Identifier of related entity

HAH06962

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Sigríður Friðfinnsdóttir (1907-1992) Friðfinnshúsi

er systkini

Hulda Friðfinnsdóttir (1910-2002) Friðfinnshúsi Blönduósi

Dagsetning tengsla

1910

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Gunnhildur Friðfinnsdóttir (1906-1954) Friðfinnshúsi (28.3.1906 - 4.8.1954)

Identifier of related entity

HAH04549

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Gunnhildur Friðfinnsdóttir (1906-1954) Friðfinnshúsi

er systkini

Hulda Friðfinnsdóttir (1910-2002) Friðfinnshúsi Blönduósi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01461

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 21.6.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir