Hreinn Kristjánsson (1933-2008) Reykjavík

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Hreinn Kristjánsson (1933-2008) Reykjavík

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

4.11.1933 - 24.12.2008

Saga

Hreinn Kristjánsson fæddist í Reykjavík 4. nóvember 1933. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 24. desember síðastliðinn. Hreinn ólst upp í Reykjavík til sex ára aldurs er foreldrar hans skildu. Þá var hann sendur ásamt bróður sínum á barnaheimilið á Sólheimum í Grímsnesi og þar var hann í þrjú ár. Hreinn var tekinn í fóstur að Hólmi í A-Landeyjum í Rangárvallasýslu og þar átti hann góð ár til fermingaraldurs. Hann stundaði ýmsa vinnu frá fermingu, m.a. vegavinnu með skóla.

Um sautján ára aldurinn fór hann í millilandasiglingar á norskum frakt- og olíuskipum og sigldi um heimsins höf hátt á annan áratug. Hreinn hóf nám í trésmíðum hjá föður sínum á Blönduósi 1959 og árið 1961 lauk hann sveinsprófi í trésmíðum en hélt áfram að sigla eftir það. Hreinn var sendur til náms í trefjaplastssmíði til Þýskalands eftir sveinspróf í tengslum við stofnun Trefjaplasts hf. á Blönduósi.

Árið 1966 hóf Hreinn sambúð með Sigríði Benný Jónasdóttur í Reykjavík. Árið 1969 fluttu þau til Perth í Ástralíu og bjuggu þar til ársins 1972. Þá fluttu þau á Hvammstanga í Vestur-Húnavatnssýslu, þar sem Hreinn starfaði við húsasmíði, hann lauk meistaranámi í húsasmíðum 1974. Á Hvammstanga var Hreinn m.a. í hreppsnefnd um skeið en 1985 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur þar sem Hreinn starfaði við leikmyndasmíði hjá Sviðsmyndum til ársins 2000 er hann hætti sökum aldurs og veikinda.

Hreinn var jarðsunginn frá Bústaðakirkju 7.1.2009 og hófst athöfnin klukkan 13.

Staðir

Reykjavík: Sólheimar í Grímsnesi: Hólmur A-Landeyjum: Blönduós: Þýskaland: Perth Ástralíu: Hvammstangi: Reykjavík:

Réttindi

Hreinn stundaði nám á Reykjaskóla í Hrútafirði og lauk gagnfræðaprófi 1950; Sveinspróf í Trésmíði 1961: nám í Trefjaplastssmíði: Meistarpróf 1974:

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Hann var sonur Jóns Kristjáns Gunnarssonar, húsasmíðameistara og stofnanda Stíganda á Blönduósi, frá Felli í Fellnahreppi í N-Múlasýslu, f. 13. febrúar 1903, d. 30. júní 1986, og Aðalheiðar Þorvarðardóttur, húsfreyju og verkakonu frá Skriðu í Breiðdal í S-Múlasýslu, f. 4. desember 1907, d. 27. maí 1984.
Alsystkini Hreins eru;
1) Bergþóra Kristjánsdóttir f. 1929, d. 1930,
2) Hrefna Kristjánsdóttir f. 1930, d. 2003,
3) Þórir Kristjánsson f. 1932, d. 2007,
4) Hanna Gyða Kristjánsdóttir f. 1937.
Samfeðra, eru;
1) Þormar Kristjánsson f. 1945,
2) Hilmar Kristjánsson f. 1948, d. 2008,
5) Sigurður Kristjánsson f. 1950.

Hreinn kvæntist hinn 17. júní 1967 Sigríði Benný Jónasdóttur frá Dæli í Víðidal í V-Húnavatnssýslu, f. 16. desember 1933.
Dóttir þeirra er
1) Aðalheiður, f. 5. apríl 1967. Sonur hennar er Patrekur Örn Róbertsson, f. 8. maí 1993.
Áður átti Sigríður: 1) Pétur Jóhannesson, f. 25. september 1953, kvæntur Petrínu Ásgeirsdóttur, dóttir þeirra er Ásgerður Ósk, f. 21. mars 1983, og 2) Svavar Jóhannesson, f. 15. október 1961, kvæntur Svölu Ólafsdóttur, sonur þeirra er Styrmir, f. 8. maí 1994.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Stígandi (1946 -)

Identifier of related entity

HAH00680

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hvammstangi (13.12.1895 -)

Identifier of related entity

HAH00318

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ástralía

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hilmar Kristjánsson (1948-2008) frkvst Stíganda (16.5.1948 - 1.1.2008)

Identifier of related entity

HAH01437

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Hilmar Kristjánsson (1948-2008) frkvst Stíganda

er systkini

Hreinn Kristjánsson (1933-2008) Reykjavík

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þormar Kristjánsson (1945) smiður Blönduósi (18.3.1945 -)

Identifier of related entity

HAH06421

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Þormar Kristjánsson (1945) smiður Blönduósi

er systkini

Hreinn Kristjánsson (1933-2008) Reykjavík

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01454

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 21.6.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir